Lyg­ar og leynifund­ir

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – þea

Paul Mana­fort, fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóri Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta, heim­sótti Juli­an Assange, fyrr­ver­andi rit­stjóra Wik­iLeaks, í ekvadorska sendi­ráð­ið í Lund­ún­um sam­kvæmt frétt sem Gu­ar­di­an birti í gær. Þar á Mana­fort að hafa átt leynifundi með Assange um það leyti sem hann tók við fram­boði Trumps.

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wik­iLeaks, sagði í yf­ir­lýs­ingu á Face­book í gær­kvöldi að það væri „ekki flugu­fót­ur“fyr­ir frétt­inni. Hann sagði Gu­ar­di­an hafa stig­ið gróf­lega yf­ir strik og að hóp­fjár­mögn­un væri haf­in til að lög­sækja breska blað­ið.

Wik­iLeaks lak skjöl­um frá mið­stjórn Demó­krata og tölvu­póst­um hátt­settra inn­an for­setafram­boðs Hillary Cl­int­on og kom það sér af­ar vel fyr­ir Trump-liða í kosn­inga­bar­átt­unni. Mana­fort neit­ar þó, sam­kvæmt Gu­ar­di­an, allri að­komu að þeim lek­um.

Kosn­inga­stjór­inn fyrr­ver­andi kvaðst sek­ur í máli gegn hon­um sem spratt upp úr rann­sókn Ro­berts Mu­ell­er, sér­staks sak­sókn­ara, á meint­um af­skipt­um Rússa af for­seta­kosn­ing­um og sam­ráði fram­boðs Trumps við Rússa. Á mánu­dag kom fram að Mu­ell­er ásak­ar nú Mana­fort um að rjúfa sam­komu­lag um væg­ari dóm gegn sam­starfi með því að hafa ít­rek­að log­ið að rann­sak­end­um.

Juli­an Assange og Paul Mana­fort.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.