Póst­ur­inn sýndi þing­inu töl­ur sem hafði áð­ur ver­ið hafn­að

Ís­land­s­póst­ur tap­að minnst 408 millj­ón­um vegna al­þjón­ustu­sam­keppni inn­an­lands. PFS hafn­aði töl­um Pósts­ins um al­þjón­ustu­byrði en fyr­ir­tæk­ið lagði þær samt fyr­ir fjár­laga­nefnd.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - [email protected]­bla­did.is

Ís­land­s­póst­ur (ÍSP) lagði fyr­ir fjár­laga­nefnd Al­þing­is töl­ur um al­þjón­ustu­byrði sem hafn­að hef­ur ver­ið af Póst- og fjar­skipta­stofn­un (PFS) og úr­skurð­ar­nefnd fjar­skipta­og póst­mála (ÚFP). Þá má lesa úr op­in­ber­um upp­lýs­ing­um að tap af al­þjón­ustu sé ekki ein­göngu að rekja til svo­kall­aðra Kína­send­inga.

Sem kunn­ugt er hef­ur ÍSP far­ið fram á það við Al­þingi að fyr­ir­tæk­inu verði veitt 1,5 millj­arða neyð­ar­lán til að forða því frá þroti. Veit­ing láns­ins er nú til skoð­un­ar hjá fjár­laga­nefnd.

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu, sem og í máli for­stjóra ÍSP, hef­ur kom­ið fram að rekstr­ar­vanda fyr­ir­tæk­is­ins megi rekja til sam­drátt­ar í fjölda bréfa inn­an einka­rétt­ar sem og svo­kall­aðr­ar „ófjár­magn­aðr­ar al­þjón­ustu­byrði“. Stærst­an hluta al­þjón­ustu­byrð­ar­inn­ar má rekja til „Kína­send­inga“, sem auk­ist hafa gíf­ur­lega und­an­far­in ár vegna net­versl­un­ar, en vegna al­þjóð­legra póst­þjón­ustu­samn­inga nýt­ur Kína af­slátt­ar af póst­burð­ar­gjöld­um. Í frum­varpi til nýrra laga um póst­þjón­ustu er gert ráð fyr­ir því að heim­ilt verði að velta þess­um kostn­aði yf­ir á neyt­end­ur.

Und­an­far­in tvö ár hef­ur hagn­að­ur af einka­rétti ver­ið um­tals­verð­ur eða tæp­ar 870 millj­ón­ir, sam­an­bor­ið við rúm­lega 38 millj­óna sam­an­lagð­an hagn­að ár­in 2013-2015. Þó bréf­send­ing­um hafi fækk­að hef­ur ÍSP feng­ið magn­minnk­un­ina að fullu bætta með gjald­skrár­hækk­un­um. Þetta kem­ur með­al ann­ars fram í ákvörð­un PFS fyrr í þess­um mán­uði þar sem því var hafn­að að hækka gjald­skrá einka­rétt­ar.

Sömu tvö ár hef­ur ver­ið tap á sam­keppni inn­an al­þjón­ustu, 790,6 millj­ón­ir ár­ið 2016 og 691,8 millj­ón­ir ár­ið 2017. Ekki liggja fyr­ir ná­kvæm­ar op­in­ber­ar upp­lýs­ing­ar um hvernig það tap skipt­ist milli er­lendra og inn­lendra send­inga. Þó kem­ur fram í yf­ir­liti um bók­halds­leg­an að­skiln­að árs­ins 2016 að 649 millj­ón­ir af tap­inu megi rekja til er­lends pósts. Í skýrslu Copen­hagen Economics (CE) um al­þjón­ustu­byrði Pósts­ins er tal­an 475 millj­ón­ir hins veg­ar gef­in upp. Í frum­varpi til nýrra laga um póst­þjón­ustu, sem nú er til um­ræðu á Al­þingi, er þess get­ið að ár­ið 2017 hafi tap vegna al­þjón­ustu­byrð­ar er­lendra póst­send­inga num­ið 426 millj­ón­um. Af því má álykta að síð­ast­lið­in tvö ár hafi ÍSP tap­að minnst 408 millj­ón­um króna vegna rekstr­ar­þátta sem ekki varða er­lenda al­þjón­ustu­byrði.

„Þeg­ar lit­ið er til af­komu þjón­ustu­flokka í sam­keppn­is­rekstri ÍSP kem­ur í ljós að mik­ill ta­prekst­ur er á ein­stök­um þjón­ustu­flokk­um […]. Ta­prekst­ur verð­ur því ekki ein­göngu skýrð­ur af um­fram­kostn­aði vegna kvað­ar um al­þjón­ustu held­ur þarf einnig að líta til við­skipta- og/eða verð­stefnu fé­lags­ins á sam­keppn­ismark­aði,“seg­ir í út­tekt PFS á bók­halds­leg­um að­skiln­aði og kostn­að­ar­bók­haldi ÍSP frá 2013. Er þar með­al ann­ars vik­ið að því að við­var­andi tap sé á pakka­send­ing­um og fjöl­pósti.

ÍSP lagði fyr­ir fjár­laga­nefnd yf­ir­lit yf­ir ófjár­magn­aða al­þjón­ustu­byrði ár­in 2013-2017. Út­reikn­ing­ar fyr­ir ár­in 2013-15 eru frá ÍSP en þar koma fram töl­ur sem PFS og ÚFP höfðu hafn­að. Með­al þess var að ÍSP taldi laun yf­ir­stjórn­ar og kostn­að við mark­aðs­setn­ingu inn í heild­ar­kostn­að al­þjón­ustu­byrði.

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Ís­land­s­póst­ur hef­ur ósk­að eft­ir 1,5 millj­arða neyð­ar­láni frá rík­inu til að halda sér á floti.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.