Seg­ir Ís­land kannski skást í jafn­rétt­is­mál­um en ekki best

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - sig­hvat­[email protected]­bla­did.is

Kon­ur eru að­eins í þrem­ur lönd­um í heim­in­um að minnsta kosti helm­ing­ur þing­manna. Þetta er með­al þess sem fram kem­ur í verk­efn­inu Women’s World Atlas sem kynnt verð­ur á Heims­þingi kven­leið­toga í Hörpu í dag. Þeg­ar kem­ur að for­stjór­um eru lönd­in að­eins tvö.

„Hug­mynd­in var sú að birta kort af heim­in­um og sýna ein­göngu þau lönd þar sem kon­ur eru minnst helm­ing­ur þing­manna. Þetta er gert til að sýna fram á fá­rán­leika þess að bara þrjú lönd í heim­in­um hafa náð þessu. Það er pínu sjokk­er­andi að við Ís­lend­ing­ar sé­um ekki þarna þar sem við er­um nátt­úru­lega heims­meist­ar­ar í jafn­rétti,“seg­ir Þórey Vil­hjálms­dótt­ir hjá Capacent.

Hún hef­ur unn­ið að verk­efn­inu Women’s World Atlas á veg­um Heims­þings kven­leið­toga sem nú fer fram í Hörpu. Silv­ana KochMehrin, for­seti þings­ins, mun kynna verk­efn­ið á þing­inu í dag. Þar verð­ur fjall­að um stöðu kvenna í heim­in­um og því velt upp hvers vegna stað­an sé svona og hvað sé hægt að gera.

Tekn­ar voru sam­an upp­lýs­ing­ar um stöðu kvenna á þjóð­þing­um heims­ins og í við­skipta­líf­inu þar sem hlut­fall kvenna í for­stjóra­stól­um var kann­að. Nið­ur­stöð­urn­ar eru þær að að­eins í Rú­anda, Bóli­víu og á Kúbu eru kon­ur að minnsta kosti helm­ing­ur þing­manna. Þeg­ar kem­ur að fjölda for­stjóra er það að­eins í Taílandi og Kam­bódíu sem kon­ur eru að minnsta kosti helm­ing­ur for­stjóra.

Ef við tök­um hundrað stærstu fyr­ir­tæk­in á Íslandi þá eru bara 11 pró­sent for­stjóra kon­ur og eng­in kona er for­stjóri í skráðu fyr­ir­tæki.

Þórey Vil­hjálms­dótt­ir hjá Capacent

Þórey seg­ir at­hygl­is­vert að skoða þetta í sam­hengi við það sem sé að ger­ast á Íslandi.

„Ef við tök­um hundrað stærstu fyr­ir­tæk­in á Íslandi þá eru bara 11 pró­sent for­stjóra kon­ur og eng­in kona er for­stjóri í skráðu fyr­ir­tæki. Kon­ur eru bara rúm­lega 20 pró­sent fram­kvæmda­stjóra í hundrað stærstu fyr­ir­tækj­un­um. Það er svo­lít­ið slá­andi þeg­ar maður horf­ir á þetta því við er­um alltaf að tala um að við sé­um leið­andi. Kannski ætt­um við frek­ar að segja að við sé­um skást í jafn­rétt­is­mál­um en ekki best.“

Þótt Ís­land sé fyr­ir­mynd í jafn­rétt­is­mál­um þurfi líka að sýna auð­mýkt og við­ur­kenna að það sé enn­þá tölu­vert í land.

Þórey hef­ur leitt verk­efn­ið Jafn­réttis­vís­ir hjá Capacent. „Þar er­um við að vinna með for­stjór­um ís­lenskra fyr­ir­tækja að því að greina og inn­leiða jafn­rétti í fyr­ir­tækj­um. Við horf­um sér­stak­lega til menn­ing­ar og hvaða áhrif það hef­ur á menn­ing­una að fá kon­ur í leið­toga­stöð­ur.“

Á þing­inu í Hörpu taka þátt rúm­lega 400 kon­ur frá um 100 lönd­um. „Af því að hér eru kon­ur frá svo mörg­um lönd­um þá er ótrú­lega magn­að að sjá hvað lönd­in eru mis­jafn­lega stödd í jafn­rétt­is­mál­um. Við er­um ljós­ár­um á und­an mörg­um lönd­um og það er gam­an að geta miðl­að því sem við höf­um ver­ið að gera. Svo eru mörg lönd sem glíma við sömu vanda­mál­in og við. Þetta er ótrú­lega mik­il­væg­ur vett­vang­ur að hitt­ast og skipt­ast á skoð­un­um og heyra hvað önn­ur lönd eru að gera.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.