MDE veit­ir rík­inu þriggja vikna frest

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – aá

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son hef­ur sent Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu andsvör við grein­ar­gerð rík­is­ins í svo­köll­uðu Lands­rétt­ar­máli.

Umkvört­un­ar­efn­ið varð­ar dóm­ara við Lands­rétt sem Vil­hjálm­ur tel­ur að hefði átt að víkja sæti í máli skjól­stæð­ings síns vegna þess hvernig stað­ið var að skip­un henn­ar við dóm­inn.

Mál­ið hef­ur feng­ið hraða máls­með­ferð í Strass­borg og dóm­ur­inn veitt að­il­um stutta fresti til að skila gögn­um. Vil­hjálm­ur sendi andsvör og bóta­kröfu síð­ast­lið­ið fimmtu­dags­kvöld og strax á föstu­dags­morg­un barst rík­is­lög­manni tölvu­bréf þar sem frest­ur var veitt­ur til 14. des­em­ber til að bregð­ast við andsvör­um lög­manns­ins og bóta­kröfu.

FRÉTTABLAЭIÐ/ ANTON BRINK

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.