Þarf að marg­falda að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – þea

Nauð­syn­legt er að fimm­falda að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um til þess að halda hnatt­rænni hlýn­un inn­an 1,5 gráða og þre­falda til þess að halda henni inn­an tveggja gráða. Þetta kom fram í skýrslu sem Um­hverf­is­stofn­un Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNEP) sendi frá sér í gær. Auk­in­held­ur kom fram að út­blást­ur hafi auk­ist í fyrra eft­ir að hafa stað­ið í stað þrjú ár þar á und­an.

Pa­rís­ar­sam­komu­lag­ið geng­ur út á að hlýn­un verði hald­ið inn­an tveggja gráða, sé mið­að við hita­stig eins og það var fyr­ir iðn­væð­ingu, og er ljóst að erfitt verk­efni er fyr­ir hönd­um.

UNEP fjall­ar um svo­kall­að út­blást­urs­bil (e. em­issi­ons gap), sem er bil­ið á milli þess út­blást­urs gróð­ur­húsaloft­teg­unda sem tal­ið er að verði ár­ið 2030 og þess sem nauð­syn­legt er að út­blást­ur verði til þess að tak­marka hlýn­un við 1,5 eða tvær gráð­ur. Sam­kvæmt skýrsl­unni er enn vel mögu­legt að ná tveggja gráða mark­mið­inu en sí­fellt ólík­legra verð­ur að ná að brúa út­blást­urs­bil­ið svo hlýn­un verði tak­mörk­uð við 1,5 gráð­ur.

Upp­lýs­inga­skrif­stofa SÞ fyr­ir Vest­ur-Evr­ópu fjall­aði um skýrsl­una í pistli á vef­svæði sínu í gær. Þar var vitn­að í Joyce Msuya, vara­for­stjóra UNEP, sem sagði að metn­að­ar­full­ar að­gerð­ir væru ekki að skila sínu. „Rík­is­stjórn­ir verða að grípa til skjót­ari og brýnni að­gerða. Við er­um að hella olíu á eld­inn þótt slökkvi­efni sé inn­an seil­ing­ar.“

„Það eru þrjár til fimm millj­ón­ir ára frá því að sam­þjöpp­un kolt­ví­sýr­ings í and­rúms­lofti jarð­ar var jafn mik­il og nú og þá var hit­inn 2-3°C meiri og yf­ir­borð sjáv­ar 10-20 metr­um hærra en nú,“var haft eft­ir Petteri Ta­alas, fram­kvæmda­stjóra Veð­ur­fræði­stofn­un­ar SÞ.

NORDICPHOTOS/GETTY

Þessi er ekki hrif­inn af að­gerð­ar­leysi í lofts­lags­mál­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.