Ræða um nýj­ar þving­an­ir gegn Rúss­um

Leið­tog­ar Evr­ópu­sam­bands­ríkja velta fyr­ir sér nýj­um þving­un­um gegn Rúss­um vegna her­töku úkraínskra her­skipa á Asovs­hafi. Yf­ir­mað­ur úkraínska sjó­hers­ins seg­ir Rússa þrýsta á, jafn­vel pynta, sjó­liða í haldi. Tveir slík­ir úr­skurð­að­ir í gæslu­varð­hald í gær.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - [email protected]­bla­did.is

Stjórn­mála­leið­tog­ar í með­al ann­ars Þýskalandi, Aust­ur­ríki og Póllandi hafa rætt um mögu­leik­ann á því að beita Rúss­land nýj­um þving­un­um vegna her­náms þriggja úkraínskra her­skipa í Asovs­hafi nærri Krímskaga á sunnu­dag.

Tals­verð­ar þving­an­ir hafa nú þeg­ar ver­ið inn­leidd­ar gegn Rúss­um frá því átök brut­ust út í Úkraínu og Krímskagi var inn­limað­ur ár­ið 2014. Ís­land tek­ur þátt í þess­um þving­un­ar­að­gerð­um sem leiddi með­al ann­ars til þess að Rúss­ar settu við­skipta­bann á íslenskar vör­ur ár­ið 2015.

Ís­lensk stjórn­völd hvetja til still­ing­ar nú og til þess að frek­ari stig­mögn­un verði af­stýrt. „Það er að­al­at­rið­ið að svo komnu máli – að frið­sam­lega verði leyst úr mál­um,“seg­ir Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra, að­spurð­ur um mögu­leik­ann á frek­ari þving­un­um gegn Rúss­um.

Þá seg­ir ráð­herra að stjórn­völd hafi for­dæmt hern­að­ar­að­gerð­ir rúss­neskra stjórn­valda „sem voru brot á al­þjóða­lög­um og samn­ing­um, og hvatt þau til að leysa úr haldi úkraínsku skip­in og áhafn­ir þeirra.“At­burð­irn­ir og af­leið­ing­arn­ar verði vafa­laust rædd­ar á ut­an­rík­is­ráð­herra­fund­um NATO og ÖSE í næstu viku.

Þjóð­verj­ar eru sagð­ir lík­leg­ir til þess að leiða bar­áttu fyr­ir frek­ari þving­un­um. Nor­bert Rött­gen, þing­mað­ur Kristi­legra demó­krata, sagði í gær að Evr­ópa gæti þurft að herða að­gerð­ir gegn Rúss­um.

Sams kon­ar um­mæli hafa Andrzej Duda, for­seti Pól­lands, og Juri Luik, varn­ar­mála­ráð­herra Eist­lands, lát­ið falla. Kar­in Kneissl, ut­an­rík­is­ráð­herra Aust­ur­rík­is, sagði að Evr­ópu­sam­band­ið myndi velta fyr­ir sér þving­un­um á grund­velli stað­reynda og þess hvernig mál­ið þró­ast. Sam­kvæmt heim­ild­um Reu­ters er bú­ist við því að nú­gild­andi þving­an­ir verði

fram­lengd­ar í des­em­ber á fundi ut­an­rík­is­ráð­herra ESB.

Vla­dímír Pútín, for­seti Rúss­lands, ræddi við Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, í fyrrinótt og sagði Rússa ætla að sýna fram á að úkraínsku her­skip­in hafi siglt vís­vit­andi inn í land­helgi Rússa til að ögra þeim. Úkraínu­menn hafa hald­ið þver­öfugu fram.

Rúss­neska leyni­þjón­ust­an (FSB)

birti mynd­band í gær þar sem sjá mátti þrjá úkraínska sjó­liða ræða um at­burð­ina á Asovs­hafi.

Einn, Andríj Drach, sagði að hann hefði ver­ið á Ní­kopol, stór­skota­skipi Úkraínu­manna, og hefði feng­ið ít­rek­að­ar við­var­an­ir um að skip­ið væri að sigla inn í rúss­neska land­helgi og brjóta þar með rúss­nesk lög. Und­ir þetta tóku hinir, Ser­híj Tsíjbisov og Volodíjmíj­r Lí­sovíj. Sá síð­ar­nefndi sagð­ist vís­vit­andi hafa hunds­að beiðn­ir Rússa um að snúa við.

„Það sem þeir segja í þessu mynd­bandi er ósatt,“sagði yf­ir­mað­ur úkraínska sjó­hers­ins í gær og bætti við að sjó­lið­arn­ir hefðu sagt ósatt vegna þess að þeir sættu þrýst­ingi, ef til vill pynt­ing­um.

Her­lög eru nú í gildi í Úkraínu vegna máls­ins eft­ir til­skip­un for­seta og sam­þykkt þings­ins. Þau gilda í þeim fylkj­um Úkraínu sem eiga ann­að­hvort landa­mæri að Rússlandi eða liggja við Asovs­haf eða Svarta­haf.

Dóm­stóll á Krímskaga úr­skurð­aði tvo sjó­liða af 24 í tveggja mán­aða gæslu­varð­hald í gær. Bú­ist er við því að þeir verði ákærð­ir og fari fyr­ir dóm. Enn átti eft­ir að taka fyr­ir mál gegn fleiri sjó­lið­um þeg­ar þessi frétt var skrif­uð.

Á þessu stigi máls höf­um við fyrst og síð­ast hvatt til still­ing­ar og að frek­ari stig­mögn­un verði af­stýrt.

Guð­laug­ur Þór

Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra

NORDICPHOT­OS/AFP

Rúss­nesk­ir her­menn fylgja úkraínsk­um sjó­liða inn í dóm­hús í borg­inni Sím­feropol á Krímskaga.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.