Aft­ur­hald

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir kol­[email protected]­bla­did.is

Æði lengi hef­ur það við­horf ver­ið ríkj­andi með­al ráða­manna hér á landi að þjóð­in kunni sér ekki for­ráð í ákveðn­um mál­um og hafa þurfi hem­il á henni svo að hún leið­ist ekki út í vit­leysu. Ein leið til að koma í veg fyr­ir að lands­menn fari sér að voða er að setja á boð og bönn. Dæmi um þetta er bjór­bann­ið sem ríkti hér í ára­tugi og eng­inn botn­ar leng­ur í, ekki einu sinni þeir sem ár­ið 1988 greiddu at­kvæði gegn því á þingi að bjór­sala yrði leyfð. Helst mátti ætla af tali þeirra sem studdu bann­ið að yrði sala á bjór heim­il hér á landi myndi al­þýða manna vera rorr­andi full flesta daga og því vit­an­lega óvinnu­fær. Óhörðn­uð ung­menni myndu taka sér þá full­orðnu til fyr­ir­mynd­ar og þamba bjór eins og gos­drykki. Af­ar nöt­ur­leg fram­tíð­ar­sýn, en ekki þurfti samt mikla spá­dóms­gáfu til að átta sig á að hún myndi ekki ræt­ast. Bless­un­ar­lega sáu þing­menn með skyn­sam­leg við­horf til þess að bjór­bann­inu var loks aflétt. Vit­an­lega kom í ljós að þjóð­in réð vel við það að drekka bjór án þess að ær­ast.

Bann­við­horf­ið í áfeng­is­mál­um er þó enn við lýði. Er­lend­is er hægt að fara í hinar ýmsu versl­an­ir og stór­mark­aði og kaupa létt­víns­flösku og bjór um leið og keypt er í mat­inn. En ekki hér á landi. Þjóð­inni er alls ekki tal­ið treyst­andi til að haga sér skikk­an­lega í námunda við áfengi sjái hún það inn­an um kjöt og fisk. Tal­ið er víst að hún muni vera blind­full alla daga verði henni gert enn auð­veld­ara en nú er að ná sér í létt­víns­flösku eða bjór. Ekki er held­ur tal­ið óhætt að leggja það á ung­menni að sjá áfeng­is­flösk­ur og bjórdós­ir úti í búð, þótt þau sjái þenn­an varn­ing stöð­ugt á sam­fé­lags­miðl­um.

Hinar myrku spár um ves­öld­ina sem myndi skap­ast fengi þjóð­in að drekka bjór rætt­ust ekki. Þjóð­in hef­ur þol­að bjór­inn og mun einnig þola það að hafa að­gang að áfengi í versl­un­um lands­ins. Hún mun ekki vera af­velta af drykkju öll­um stund­um. Aft­ur­halds­hugs­un of margra rúm­ar hins veg­ar ekki þann veru­leika að fólk geti af­bor­ið að sjá áfeng­is­flösk­ur í versl­un­um án þess að fara sér að voða.

Sama aft­ur­halds­hugs­un er ríkj­andi hér á landi þeg­ar kem­ur að áfengisaug­lýs­ing­um. Hið ríkj­andi við­horf er að þær eigi ekki að sjást, en á sama tíma er vit­að að þær eru of­ur­sýni­leg­ar. Þær sjást á er­lend­um sjón­varps­stöðv­um, og á þeim ís­lensku þeg­ar sýnt er frá íþrótta­við­burð­um, á net­inu, og eru í er­lend­um blöð­um og tíma­rit­um. Þeg­ar slík­ar aug­lýs­ing­ar sjást á ís­lensku í fjöl­miðl­um verð­ur uppi fót­ur og fit, lát­ið er eins og stór­kost­leg­ur háski sé á ferð og við­kom­andi fjöl­mið­ill er sekt­að­ur. Ef þetta er ekki hræsni, þá er þetta alla­vega um­tals­verð af­neit­un á raun­veru­leik­an­um. Þess­ari bann­stefnu ber að aflétta.

Það er kom­inn tími til að horf­ast í augu við raun­veru­leik­ann og við­ur­kenna að ís­lenska þjóð­in lif­ir ekki í ein­angr­un held­ur hrær­ist í nú­tím­an­um. Áfengisaug­lýs­ing­ar blasa við henni og hafa lengi gert. Þjóð­inni hef­ur ekki orð­ið meint af þeim.

Ef þetta er ekki hræsni, þá er þetta alla­vega um­tals­verð af­neit­un á raun­veru­leik­an­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.