Óæski­leg­ir jarð­eig­end­ur

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Gunn­laug­ur Stef­áns­son Hey­döl­um

Jarða­kaup út­lend­inga, ekki síst er­lendra auð­risa, hafa far­ið fyr­ir brjóst­ið á mörg­um sem sjá þeim flest til foráttu og telja óæski­lega jarð­eig­end­ur. Þetta er at­hygl­is­vert, því Ís­lend­ing­um hef­ur þótt sjálfsagt, sér­stak­lega hin síð­ari ár, að kaupa fast­eign­ir í út­lönd­um. Enga um­ræðu hef ég orð­ið var við að banna það vegna þjóð­ern­is okk­ar eða um­hyggju vegna yf­ir­gangs í garð þar­lendra. Líf­eyr­is­sjóð­ir ávaxta um­tals­verða fjár­muni í út­lönd­um og eign­ast fast­eign­ir þar. Ís­lensk­ir auð­ris­ar fóru ham­förum í alls kon­ar fast­eigna­kaup­um í út­lönd­um fyr­ir hrun, og þjóð­in dáð­ist að út­rás­inni sam­kvæmt frá­sögn­um fjöl­miðla. Nú flykk­ist ís­lensk­ur al­menn­ing­ur til að kaupa fast­eign­ir í út­lönd­um, sér­stak­lega þar sem sól­in skín og verð­lag á nauð­synja­vör­um er lágt. Þá eru Ís­lend­ing­ar víða stór­tæk­ir í at­vinnu­rekstri er­lend­is. Staf­ar ógn af ís­lensk­um fast­eigna­við­skipt­um í út­lönd­um?

En gild­ir ann­að um út­lend­inga á Íslandi og kannski enn frek­ar ef ein­stak­ling­ur er öðru­vísi, t.d. svart­ur, ská­eygð­ur eða gyð­ing­ur sem þótti óæski­legt fólk til bú­setu í land­inu fyrr á ár­um? Nú er verst, ef út­lend­ing­ur er auð­risi og þyk­ir stór­hættu­legt. Hvað ligg­ur að baki, minni­mátt­ar­kennd, öf­und, ótti, for­dóm­ar eða sögu­leg reynsla? Hvaða mun­ur er á ís­lensk­um eða út­lensk­um auð­risa?

Ég hef bú­ið á jörð í 32 ár í ná­grenni við Ís­lend­inga og út­lend­inga. Aldrei hef ég orð­ið var við mun í sam­skipt­um með fólki í ljósi þjóð­ern­is. Sömu­leið­is þekki ég ágæt­lega til í mörg­um sveit­um lands­ins þar sem eign­ar­hald á jörð­um er hvort tveggja í hönd­um Ís­lend­inga og út­lend­inga og virð­ist mér þjóð­erni eign­ar­halds­ins engu ráða um það hvernig nýt­ingu og um­gengni er hátt­að. Þá flyt­ur jarð­eig­andi tæp­ast jörð­ina með sér á milli staða og ekki held­ur úr land­inu. Sama gild­ir um árn­ar, vötn­in og fisk­inn í þeim. Hvorki fisk­ur eða vatn spyr um eign­ar­hald­ið á sér, held­ur að njóta sjálf­bærni og vernd­ar með skyn­sam­legri nýt­ingu. Skipt­ir þá máli hvernig eig­and­inn lít­ur út eða þjóð­ern­ið, ef vel er að verki stað­ið? Nú eru stærstu jarð­eig­end­ur lands­ins Rík­ið, Þjóð­kirkj­an og bank­arn­ir – og með lög­heim­ili í Reykja­vík. Lands­bank­inn hef­ur t.d. fylgt þeirri stefnu að hafa jarð­ir sín­ar frek­ar í eyði en að leigja til bú­skap­ar. Hér skipt­ir mestu hvernig stað­ið er að ráð­stöf­un og um­hirðu eign­anna. Gild­ir ekki sama um út­lend­inga?

Í sjókvía­eld­inu blas­ir ann­ar veru­leiki við. Þar eru út­lensk­ir auð­ris­ar að fjár­festa ókeyp­is í ís­lensk­um sjó og stefna um­hverfi og villt­um laxa­stofn­um í voða, auk þess er ein­falt að flytja kví­arn­ar, tæk­in og tól­in bóta­laust úr land­inu á svip­stundu. Eft­ir standa byggð­irn­ar með op­in sár.

Frels­ið er Ís­lend­ing­um kært og nýt­um vel. Við ferð­umst mest allra þjóða og finnst sjálfsagt að vera vel­kom­in í öll­um heims­ins byggð­um og fá að njóta þess sem þar er í boði. Auk þess ráð­ast lífs­kjör okk­ar af við­skipt­um við út­lönd. Víst er­um við fá­menn þjóð á eyju með við­kvæmt nátt­úruf­ar og verð­um að vernda fyr­ir ágengni. En merk­ir það, að við ger­um öðru­vísi kröf­ur til út­lend­inga en við ger­um til okk­ar sjálfra eða vilj­um að þeir geri til okk­ar?

Víst er­um við fá­menn þjóð á eyju með við­kvæmt nátt­úruf­ar og verð­um að vernda fyr­ir ágengni. En merk­ir það, að við ger­um öðru­vísi kröf­ur til út­lend­inga en við ger­um til okk­ar sjálfra eða vilj­um að þeir geri til okk­ar?

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.