Skrekk­ur 2018

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Þór­ir S. Guð­bergs­son fv. kenn­ari og fé­lags­ráð­gjafi

Þann 12. nóv. var hæfi­leika­keppni grunn­skóla­nema í Reykja­vík, Skrekk­ur, sýnd í sjón­varp­inu. Þar komu fram snjall­ir og hæfi­leika­rík­ir ung­ling­ar. Með dansi, söngv­um og þrótt­mikl­um sköp­un­ar­krafti og hug­mynda­flugi sungu þau um Betri heim – og Ár­bæj­ar­skóli sigr­aði með lag­inu Gott, betra, best. Í upp­hafi sýn­ing­ar minntu þau okk­ur á Aladdín þar sem vondi galdra­mað­ur­inn kem­ur við sögu og Rauð­hettu og úlf­inn … frá 17. öld – þar sem úlf­ur­inn tákn­ar hið illa eins og í mörg­um sög­um.

En börn eru snjall­ar mann­ver­ur. Þau finna lausn­ir á vanda­mál­um með sinni að­ferða­fræði með hjálp for­eldra/ full­orð­inna, með kær­leika, aga, frelsi og sveigj­an­leika.

Því mið­ur er til illt fólk í raun­heim­um, grimmt og árás­ar­gjarnt – svo að börn og ung­menni lim­lest­ast – og verða hung­ur­morða. Full­orð­ið fólk veg­ur hvert ann­að með hryll­ings­sárs­auka á sam­fé­lags­miðl­um og sagt er frá ógn­væn­legu of­beldi í frétt­un­um úr næsta ná­grenni.

– Ber er hver að baki nema sér bróð­ur eigi.

Þann 11. nóv. minnt­ist heim­ur­inn fyrra hel­stríðs­ins og Hall­dór Lax­ness kvað um heims­styrj­öld í orðastað Bjarts í Sumar­hús­um:

Sp­urt hef ég tíu millj­ón manns séu myrt­ir í gamni ut­an­lands …

… því hvað er auð­ur og afl og hús ef eng­in jurt vex í þinni krús.

Fjög­urra ára son­ar­dótt­ir bið­ur afa oft og tíð­um að leika úlf­inn, en með einu skil­yrði þó: Með einni hand­ar­hreyf­ingu sveifl­ar hún ósýni­leg­um töfra­sprota og breyt­ir úlf­in­um í Góða úlf­inn, og heim­ur­inn batn­ar. Af­inn sam­þykk­ir það.

Hvernig get­ur heim­ur­inn batn­að, Gott orð­ið betra og betra best?

Styðj­um við unga fólk­ið. Stönd­um sam­an.

Ímynd­um okk­ur að einn sól­rík­an vetr­armorg­un guði unga Ís­land á glugg­ann okk­ar sem fag­ur skóg­ar­þröst­ur og tísti eins og marg­ir hafa kvak­að áð­ur með ýms­um orð­um:

Hvernig skyldi heim­ur­inn verða ef all­ir væru al­menni­leg­ir við alla með ósýni­legri hug­ar­fars­breyt­ingu?

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.