Sjóð­ur Lands­bréfa í hóp stærstu hlut­hafa Kviku

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - – kij

Hluta­bréfa­sjóð­ur í stýr­ingu sjóð­a­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Lands­bréfa, dótt­ur­fé­lags Lands­bank­ans, er kom­inn í hóp stærstu hlut­hafa Kviku banka með ríf­lega 1,3 pró­senta hlut. Mið­að við nú­ver­andi gengi hluta­bréfa í fjár­fest­ing­ar­bank­an­um er hlut­ur­inn met­inn á um 210 millj­ón­ir króna.

Sam­kvæmt nýj­um lista yf­ir stærstu hlut­hafa Kviku, dag­sett­um 26. nóv­em­ber, er um­rædd­ur sjóð­ur, Lands­bréf – Úr­vals­bréf, tutt­ug­asti stærsti hlut­hafi bank­ans með 1,32 pró­senta hlut.

Sjóð­ur­inn er þannig þriðji verð­bréfa­sjóð­ur­inn til þess að kom­ast í hóp tutt­ugu stærstu hlut­hafa Kviku en hinir sjóð­irn­ir tveir eru í stýr­ingu sjóð­a­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Akta. Akta HS1 fer með um 2,2 pró­senta hlut í bank­an­um og Akta HL1 um 1,4 pró­senta hlut en báð­ir sjóð­irn­ir eru fag­fjár­festa­sjóð­ir.

Úr­vals­bréf er næst­stærsti hluta­bréfa­sjóð­ur lands­ins með um sjö millj­arða króna í stýr­ingu en á með­al helstu eigna sjóðs­ins er 1,7 millj­arða króna hlut­ur í Mar­el og 810 millj­óna króna hlut­ur í Icelanda­ir Group.

Gengi hluta­bréfa í Kviku hef­ur hækk­að um lið­lega 14 pró­sent í verði und­an­far­inn mán­uð og hef­ur aldrei ver­ið hærra frá því hann var skráð­ur á First North mark­að­inn í mars síð­ast­liðn­um. Geng­ið stóð í 8,65 krón­um á hlut við lok­un mark­aða í gær en til sam­an­burð­ar var gengi bréf­anna 7,9 krón­ur á hlut í lok fyrsta við­skipta­dags í Kaup­höll­inni í mars.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.