Verð­mat­ið 73 pró­sent­um hærra

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - – tfh

Gengi hluta­bréfa í fjar­skipta­fé­lag­inu Sýn er met­ið rúm­lega 70 pró­sent­um hærra en gengi bréf­anna við lok­un mark­aða í gær sam­kvæmt nýju verð­mati IFS sem Mark­að­ur­inn hef­ur und­ir hönd­um.

Grein­end­ur IFS verð­leggja Sýn á 23,9 millj­arða en nú­ver­andi mark­aðsvirði þess er 13,8 millj­arð­ar. Þannig eigi geng­ið að vera 80,8 krón­ur á hlut, sam­kvæmt verð­mat­inu, en það stóð í 46,6 krón­um eft­ir lok­un mark­að­ar­ins í gær. Þá geti geng­ið far­ið í 91,2 krón­ur eft­ir 12 mán­uði sem sam­svar­ar 95,7 pró­senta hækk­un frá nú­ver­andi gengi.

„Þrátt fyr­ir að taka áætl­un stjórn­enda um arð­semi næstu ár með um­tals­verðri var­úð þyk­ir okk­ur hluta­bréf í fé­lag­inu áhuga­verð­ur fjár­fest­ing­ar­kost­ur út frá lang­tíma­horf­um á nú­ver­andi mark­aðs­verð.“

Skil­greind­ur ein­skipt­is­kostn­að­ur á þriðja fjórð­ungi vegna samruna 365 miðla við Voda­fo­ne reynd­ist nema að­eins sex millj­ón­um, sam­an­bor­ið við 115 millj­ón­ir á fyrsta árs­fjórð­ungi og 30 millj­ón­ir á öðr­um. „Bend­ir þetta til að fé­lag­ið sé að kom­ast í gegn­um mesta skafl­inn hvað kostn­að snert­ir vegna samruna­vinn­unn­ar,“seg­ir í grein­ing­unni.

Stefán Sig­urðs­son, for­stjóri Sýn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.