Til­bú­inn að auka fjár­fest­ing­una um 28 millj­arða

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - – tfh

Björgólf­ur Thor Björgólfs­son fjár­fest­ir er reiðu­bú­inn að fjár­festa í Síle fyr­ir 220 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala til við­bót­ar, jafn­virði tæp­lega 28 millj­arða króna.

Þetta seg­ir Björgólf­ur í við­tali við sí­leska fjöl­mið­il­inn La­tercera en hann er eig­andi síma­fyr­ir­tæk­is­ins WOM í gegn­um fjár­fest­ing­ar­fé­lag sitt Novator. „Við höf­um fjár­fest fyr­ir 780 millj­ón­ir dala og er­um til­bú­in að hækka upp­hæð­ina í einn millj­arð dala en það velt­ur á því hvernig þró­un­in verð­ur á 5G.“

Björgólf­ur seg­ir að WOM sé arð­bært og spurð­ur hvort til greina komi að skrá síma­fyr­ir­tæk­ið á mark­að í fram­tíð­inni svar­ar hann ját­andi. „Þeg­ar fyr­ir­tæk­ið er til­bú­ið til þess verð­ur það góð hug­mynd. Hluta­bréfa­mark­að­ur­inn í Síle virk­ar vel og við vilj­um taka þátt í hon­um í fram­tíð­inni,“svar­ar Björgólf­ur.

Þá seg­ir Björgólf­ur að hann horfi til þess að fjár­festa í öðr­um lönd­um í

Suð­ur-Am­er­íku. „Við vor­um ný­ver­ið í Bras­il­íu og Ar­g­entínu þar sem við hitt­um fyr­ir­tæki sem reka net­versl­an­ir. Það eru gríð­ar­mik­il tæki­færi í net­versl­un í Suð­ur-Am­er­íku.“

Björgólf­ur byggði WOM á grunni fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Nextel sem hann keypti ár­ið 2015.

FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

Björgólf­ur Thor vill fjár­festa meira í Suð­ur-Am­er­íku.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.