Kaup­höll í Kísil­dal mæt­ir mót­spyrnu

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - Marc Andreessen fjár­fest­ir.

Stjórn­ar­mað­ur í verð­bréfa­eft­ir­liti Banda­ríkj­anna hef­ur sett sig upp á móti hug­mynd­um um að í Kísildaln­um verði kom­ið á fót óhefð­bund­inni kaup­höll fyr­ir ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki, herma heim­ild­ir The Wall Street Journal.

Hug­mynd­in að baki kaup­höll­inni The Long-Term Stock Exchange er að því leng­ur sem hlut­hafi hafi átt í fyr­ir­tæki því meira vægi hafi hann á hlut­hafa­fundi. Þeir sem standa að fyr­ir­tæk­inu, sem með­al ann­ars eru Marc Andreessen fjár­fest­ir og Reid Hoff­mann, stofn­andi Lin­kedIn, hafa sagt að með þessu móti geti fyr­ir­tæk­in lagt aukna áherslu á að móta stefn­una til fram­tíð­ar og það dragi úr þrýst­ingi frá fjár­fest­um sem horfi til skemmri tíma og hvetji fleiri sprota­fyr­ir­tæki til að safna fé á hluta­bréfa­mörk­uð­um.

Ro­bert Jackson Jr., stjórn­ar­mað­ur í Verð­bréfa­eft­ir­lit­inu, er sagð­ur ótt­ast að það muni tryggja stofn­end­um og fjár­fest­um sem leggja til fé snemma á ævi­skeiði fyr­ir­tæk­is mik­il völd á kostn­að annarra hlut­hafa.

Verð­bréfa­eft­ir­lit­ið þarf að sam­þykkja stór­tæk­ar breyt­ing­ar á starf­semi kaup­halla og geta stjórn­ar­menn hægt á um­sókn­ar­ferl­inu með því að kalla eft­ir því að stjórn­in kjósi um mál­ið. Jackson tók fram fyr­ir hend­urn­ar á starfs­fólki eft­ir­lits­ins þeg­ar það hugð­ist sam­þykkja um­sókn kaup­hall­ar­inn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.