Amazon er orð­ið að aug­lýs­ing­arisa

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Amazon hef­ur nú náð þriðja sæt­inu þeg­ar kem­ur að aug­lýs­inga­sölu á net­inu í Banda­ríkj­un­um. Efstu tvö sæt­in skipa Alpa­habet, móð­ur­fé­lag Google, og Face­book. Amazon er ein­ung­is með 4 pró­senta markaðs­hlut­deild en um­svif­in fara hratt vax­andi og starfs­fólki fjölg­ar að sama skapi, seg­ir í frétt The Wall Street Journal.

Ef­laust munu tekj­ur Amazon af aug­lýs­inga­sölu tvö­fald­ast í ár og nema um 5,8 millj­örð­um doll­ara. Það er meira en sam­an­lögð aukn­ing aug­lýs­inga­tekna allra sjón­varps­stöðva í heim­in­um. Það eru ekki ein­ung­is fjöl­miðl­ar sem finna fyr­ir sókn Amazon held­ur einnig versl­un­ar­keðj­ur á borð við Walmart og Tar­get sem fá greitt frá vörumerkj­um fyr­ir vel vald­ar stað­setn­ing­ar í versl­un­um.

Net­ris­inn hef­ur fjár­fest í nýrri starf­semi á und­an­förn­um ár­um,

eins og mat­vöru­versl­un og sjón­varps­efni, en aug­lýs­inga­sal­an er sögð vera með mikla fram­legð. Stefnt er á að opna höf­uð­stöðv­ar í New York sem mun efla sam­band Amazon við aug­lýs­inga­heim­inn og auð­velda fyr­ir­tæk­inu að ráða aug­lýs­inga­fólk.

Stór hluti af aug­lýs­inga­tekj­um Amazon kem­ur frá vef­versl­un þess,

því fyr­ir­tæki greiða fyr­ir að vera of­ar­lega í leit­arnið­ur­stöð­um. Vör­urn­ar eru merkt­ar með við­eig­andi hætti. Auk þess er til dæm­is boð­ið upp á aug­lýs­ing­ar í mynd­skeið­um sem birt­ast með­al ann­ars í Fire TV og aug­lýs­ing­ar á köss­un­um ut­an af vör­un­um. Amazon hjálp­ar líka fyr­ir­tækj­um við að aug­lýsa á vefj­um sem er ekki í þeirra eigu.

NORDICPHOTOS/GETTY

Jeff Bezos, stofn­andi og for­stjóri Amazon.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.