Tengja vör­urn­ar við hug­hrif­in á Íslandi

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - Vala Steins­dótt­ir

Vala Steins­dótt­ir hef­ur gegnt stöðu fram­kvæmda­stjóra snyrti­vöru­fyr­ir­tæk­is­ins Sóley Org­anics frá haust­inu 2016 en áð­ur starf­aði hún hjá 66°Norð­ur og sem vöru­stjóri hjá Nike EMEA í Hollandi. Hún seg­ir að breytt kaup­hegð­un yngri kyn­slóða hafi haft gíf­ur­leg áhrif á snyrti­vörumark­að­inn.

Hver eru þín helstu áhuga­mál?

Ég er á kafi í hljóð­bók­um sem gera mér kleift að hlusta og læra eitt­hvað nýtt á með­an ég geng frá heima, hleyp, keyri og fer í rækt­ina. Bestu stund­irn­ar eru að vera með fjöl­skyld­unni á skíð­um á vet­urna og í úti­leg­um upp á gamla mát­ann á sumr­in og bara að vera úti að leika. Elska hvað nátt­úr­an nær­ir lík­ama og sál. Svo fékk ég skot­vopna­leyfi í vet­ur sem ég er mjög spennt fyr­ir og er á leið á göngu­skíð­anám­skeið á Ísa­firði þeg­ar kem­ur snjór.

Hvernig er morg­un­rútín­an þín?

Ég vakna rúm­lega sjö á morgn­anna og fæ mér hafra­graut með stelp­un­um mínum. Þor­steinn eld­ar graut­inn en er far­inn í vinnu áð­ur en við byrj­um að borða. Ég geri nesti fyr­ir stelp­urn­ar, græja þær og svo labba þær sam­an í skól­ann. Ég fæ mér einn kaffi­bolla áð­ur en að ég ann­að­hvort stekk í sturtu eða í rækt­ina fyr­ir vinnu.

Hver er bók­in sem ert að lesa eða last síð­ast?

Ég er mik­ið að hlusta á ævi­sög­ur núna. Var að klára Total Recall, ævi­sögu Arnolds Schw­arzenegger, sem var mjög áhuga­verð. Það er ótrú­legt hvað hann hef­ur gert margt sem ég hafði ekki hug­mynd um. Það sem stóð upp úr hjá mér er nýt­ing hans á tím­an­um á hverj­um degi og síð­an að láta sig mál­in varða og gera eitt­hvað, frek­ar en að setja út á og

dæma, sem ég tengi svo sterkt við. Var svo að detta í hlað­varp­ið „Í ljósi sög­unn­ar“sem er frá­bært.

Ef þú þyrft­ir að velja allt ann­an starfs­frama, hver yrði hann?

Eft­ir að vera bú­in að vera í fata­brans­an­um frá átján ára aldri þá skipti ég yf­ir í snyrti­vöru­brans­ann fyr­ir tveim­ur ár­um. Þannig að ég er eig­in­lega bú­in að velja ann­an starfs­frama. Það er svo margt sem mig lang­ar að læra og gera en það væri ör­ugg­lega gam­an að vinna við að prófa óvenju­leg hót­el um all­an heim og að vera mat­ar­gagn­rýn­andi. Hafa at­vinnu af að borða góð­an mat með skemmti­legu fólki … ég elska góð­an mat.

Hverj­ar eru helstu áskor­an­irn­ar í starf­inu?

Við er­um lít­ið fyr­ir­tæki með fáa

starfs­menn og því þarf maður að bera marga hatta á hverj­um degi, ganga í öll verk og leysa alls kyns mál sem koma upp. Maður kemst kannski ekki eins hratt yf­ir verk­efn­in og maður myndi vilja en þá er bara að halda ótrauð áfram að tækla hvert verk­efn­ið á fæt­ur öðru, alltaf með fókus á heild­ar­mynd­ina og minna sig á hvert við stefn­um.

Hverj­ar eru helstu áskor­an­irn­ar í rekstr­ar­um­hverf­inu í dag?

Það er áskor­un í sjálfu sér að vera lít­ið fyr­ir­tæki sem fram­leið­ir há­gæða­vör­ur á eyju. Það er mjög kostn­að­ar­samt þeg­ar kem­ur að kaup­um á hrá­efn­um, um­búð­um, fram­leiðslu og að senda vör­ur til út­landa. Á sama tíma er­um við að hugsa um að vernda um­hverfi okk­ar og að bera virð­ingu fyr­ir nátt­úr­unni.

Þetta á oft ekki sam­an en með auk­inni veltu ná­um við að hagræða enn frek­ar og að hafa meiri áhrif þeg­ar kem­ur að um­búða­lausn­um. Það kem­ur hins veg­ar ekki til mála fyr­ir okk­ur að fram­leiða okk­ar vör­ur ann­ars stað­ar en hér með ís­lensku vatni og end­ur­nýt­an­legri orku.

Síð­an eru launa­gjöld há þrátt fyr­ir að við sé­um að­eins með fjóra starfs­menn. Þau gera okk­ur erfitt fyr­ir og þrengja að mögu­leik­un­um til ný­sköp­un­ar. En rekstr­ar­um­hverf­ið er að mörgu leyti gott fyr­ir okk­ur, og vax­andi vin­sæld­ir Ís­lands hafa ver­ið mik­il­væg­ar. Vör­ur okk­ar eru í mörg­um há­gæða hót­el­um og bað­stöð­um víðs­veg­ar um land­ið og oft er það fyrsta snert­ing við­skipta­vin­ar­ins við vör­urn­ar. Þeir tengja svo hug­hrif sín af Íslandi og upp­lif­un á vör­unni sam­an. Við fá­um ít­rek­að að heyra það frá við­skipta­vin­um okk­ar á vefn­um að þeir fari í augna­blik aft­ur til Ís­lands í hug­an­um þeg­ar þeir nota vör­urn­ar. Því má kannski segja að við sé­um að veita við­skipta­vin­um okk­ur svo­litla hug­leiðslu og ró í amstri dags­ins líka.

Hvaða breyt­ing­ar sérðu fyr­ir þér í rekstr­ar­um­hverf­inu á kom­andi ár­um?

Það verð­ur áhuga­vert að fylgj­ast með kaup­hegð­un yngri kyn­slóða og hvernig þær munu breyta mark­aðn­um. Það er ekki leng­ur þessi tryggð við stór vörumerki eins og áð­ur var, yngra fólk er meira að leit­ast við að upp­götva minni og um­hverf­i­s­vænni vörumerki, og vill þekkja inni­halds­efn­in. Þetta mun hafa og hef­ur nú þeg­ar gíf­ur­leg áhrif á verslun með snyrti­vör­ur, hv­ar og hvernig við kom­um skila­boð­um áleið­is til þess­ara hópa á þann hátt sem þeir vilja heyra, og því skipt­ir öllu að vera heið­ar­leg og hafa sann­ar sög­ur að segja. Út­flutn­ing­ur Sóley Org­anics hef­ur auk­ist til muna og mögu­leik­arn­ir eru gríð­ar­lega mikl­ir.

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Vala seg­ir há launa­gjöld gera fyr­ir­tæk­inu erfitt fyr­ir og þrengja að mögu­leik­um til ný­sköp­un­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.