Ára­tug­ur breyt­inga: Ís­lend­ing­ar og um­hverf­is­mál

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - Ólaf­ur Elín­ar­son sviðs­stjóri mark­aðs­rann­sókna Gallup

Um­hverf­is- og loftslagsmál eru ein af stærstu áskor­un­um jarð­ar­búa og því mik­il­vægt að fylgj­ast með stöðu mála og þró­un á Íslandi. Á síð­ast­liðn­um ára­tug hef­ur orð­ið mik­il breyt­ing á við­horf­um Ís­lend­inga hvað varð­ar áhuga á um­hverf­is­mál­um og upp­lif­un af lofts­lags­breyt­ing­um. Nú hafa til dæm­is um 36% Ís­lend­inga mik­inn áhuga á um­hverf­is­mál­um mið­að við 25% Ís­lend­inga fyr­ir 10 ár­um og hóp­ur­inn sem hafði lít­inn eða eng­an áhuga hef­ur næst­um helm­ing­ast úr tæp­lega 20% í um það bil 12%.

Þeg­ar þessi þró­un er skoð­uð frek­ar má sjá að það eru ákveðn­ir hóp­ar sem hafa meiri áhuga en aðr­ir. Til dæm­is hafa kon­ur meiri áhuga en karl­ar, for­eldr­ar frek­ar en barn­laus­ir og íbú­ar í Reykja­vík frek­ar en íbú­ar ut­an höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þá er áhuga­vert að það eru frek­ar 18-24 ára og 65 ára og eldri sem segj­ast hafa mik­inn áhuga á um­hverf­is­mál­um.

En er þessi aukni áhugi að skila sér í breyt­ingu á hegð­un?

Ár­ið 2010 var sp­urt til hvaða ráð­staf­ana þátt­tak­end­ur hefðu grip­ið til að vernda um­hverf­ið og sögð­ust 27% hafa minnk­að notk­un einka­bíls eða not­að al­menn­ings­sam­göng­ur meira. Ár­ið 2017 var aft­ur sp­urt svip­aðr­ar sp­urn­ing­ar um hvað þátt­tak­end­ur hefðu gert til að draga úr áhrif­um á lofts­lag­ið. Hlut­fall­ið sem hafði minnk­að notk­un einka­bíls­ins var nú 26% og því virð­ist vera sem lít­ið hafi breyst varð­andi einka­bíl­inn á þess­um 7 ár­um. Það lýs­ir því þó kannski ágæt­lega hve mik­ið um­hverf­ið hef­ur breyst á þess­um ár­um að ekki var sp­urt um raf­magns- og met­an­bíla í könn­un­inni 2010 en í könn­un­inni 2017 sögð­ust 8% hafa hafa skipt yf­ir í tvinn­bíl, raf­magns­bíl, eða met­an­bíl og 7% til við­bót­ar hætt að nota einka­bíl­inn og nota frek­ar al­menn­ings­sam­göng­ur, hjóla eða fara fót­gang­andi.

Í könn­un­inni nú sagði aft­ur á móti tæp­ur helm­ing­ur Ís­lend­inga að þeir gætu hugs­að sér að kaupa raf­magns­bíl og 7% met­an­bíl næst þeg­ar þeir kaupa bíl. Það er í góð­um takti við markmið stjórn­valda að 40% bíla­flot­ans verði raf­knú­in ár­ið 2030 en hlut­fall end­ur­nýj­an­legr­ar orku í vega­sam­göng­um er nú um 7,7% og fer vax­andi.

Til að kanna bet­ur upp­lif­un og við­horf Ís­lend­inga til um­hverf­is- og lofts­lags­mála fram­kvæmdi Gallup viða­mikla könn­un vet­ur­inn 2017. Þá sögð­ust 60% Ís­lend­inga hafa áhyggj­ur af af­leið­ing­um lofts­lags­breyt­inga á þá sjálfa og fjöl­skyld­ur þeirra og ögn lægra hlut­fall taldi að Ís­land gerði of lít­ið til að að­lag­ast lofts­lags­breyt­ing­um.

Enn frem­ur kom í ljós að 44% höfðu tal­ið sig upp­lifa af­leið­ing­ar lofts­lags­breyt­inga í sínu sveit­ar­fé­lagi og at­rið­in sem voru oft­ast nefnd voru hærra hita­stig og minni snjór. Þeg­ar svip­uð spurn­ing var lögð fyr­ir ár­ið 2007 kom í ljós að 32% töldu að hækk­andi hita­stig jarð­ar hefði þeg­ar haft al­var­leg áhrif á á því svæði sem svar­end­ur bjuggu á. Má því segja að mun fleiri þátt­tak­end­ur nefni að þeir finni fyr­ir áhrif­um lofts­lags­breyt­inga en fyr­ir um ára­tug.

Í sömu könn­un Gallup frá 2017 sagð­ist rúm­lega helm­ing­ur svar­enda hugsa mik­ið um hvað þeir gætu gert til að draga úr áhrif­um sín­um á lofts­lag­ið. Í fram­hald­inu voru þeir spurð­ir hvað, ef eitt­hvað, þeir hefðu gert síð­asta ár­ið til þess að draga úr áhrif­um sín­um á lofts­lag­ið. Flest­ir þátt­tak­end­ur eða 82% sögð­ust hafa flokk­að sorp, en það hlut­fall var 69% ár­ið 2010 og virð­ast fleiri því vera að flokka nú en fyr­ir sjö ár­um. Um 70% sögð­ust hafa minnk­að plast­notk­un síð­asta ár­ið og 44% höfðu keypt um­hverf­i­s­væn­ar vör­ur til að draga úr áhrif­um sín­um á lofts­lag­ið. Að­eins 2% höfðu hætt eða dreg­ið úr kjöt­neyslu og 9% sögð­ust hafa dreg­ið úr fjölda flug­ferða.

Það má því merkja að það hafa orð­ið breyt­ing­ar á bæði við­horf­um og hegð­un Ís­lend­inga sam­kvæmt þess­um nið­ur­stöð­um. Það er auk­inn áhugi á um­hverf­is­mál­um og upp­lif­un Ís­lend­inga af af­leið­ing­um lofts­lags­breyt­inga er að aukast. Gallup mun áfram kanna við­horf og hegð­un Ís­lend­inga hvað þetta varð­ar og birta nýj­ar nið­ur­stöð­ur snemma á næsta ári.

Það er auk­inn áhugi á um­hverf­is­mál­um og upp­lif­un Ís­lend­inga af af­leið­ing­um lofts­lags­breyt­inga er að aukast.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.