Gagnag­nótt

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - Gunn­ar Gunn­ars­son, for­stöðu­mað­ur grein­ing­ar og ráð­gjaf­ar hjá Cred­it­in­fo

Gagnag­nótt eða „big data“er tísku­hug­tak sem vís­ar í hið mikla magn gagna sem safn­að er í heim­in­um í dag, fjöl­breyti­leika þeirra og þann mikla hraða sem gögn­in verða til á. Á Íslandi safna ekki marg­ir að­il­ar gögn­um í svo stór­um stíl að það verð­skuldi þenn­an stimp­il. Frek­ar ætti að tala um „small data“eða „medi­um data“í því sam­hengi. Þessi grein fjall­ar því frek­ar um hinn mikla fjöl­breyti­leika gagna sem not­uð eru á Íslandi og um all­an heim við ákvarð­ana­töku, oft sjálf­virka.

Á Íslandi er stað­an sú að mik­ið magn af upp­lýs­ing­um er orð­ið að­gengi­legt á vél­ræn­an, sjálf­virk­an hátt með svo­köll­uð­um vef­þjón­ust­um. Í sinni ein­föld­ustu mynd þýð­ir það að eitt tölvu­kerfi get­ur kall­að eft­ir gögn­um frá öðru tölvu­kerfi án að­komu manns­hand­ar­inn­ar, en þó þarf oft­ast sam­þykki not­anda fyr­ir notk­un gagn­anna. Til dæm­is er hægt er að taka ein­fald­ar lána­ákvarð­an­ir til ein­stak­linga sjálf­virkt, á nokkr­um sek­únd­um, byggt á fjöl­breytt­um upp­lýs­ing­um, svo sem láns­hæf­is­mati og skulda­stöðu, með vef­þjón­ust­um. Ef lán­veit­ing­in er vegna bíla­kaupa er hægt að nálg­ast all­ar upp­lýs­ing­ar um bíl­inn sjálf­virkt frá Sam­göngu­stofu og ef hún snýst um fast­eign­ir má nálg­ast fast­eigna­upp­lýs­ing­ar á sama hátt úr Fa­steigna­skrá.

Ef fjár­hæð­in er það há að fram­kvæma þarf greiðslu­mat þá er líka hægt að gera það sjálf­virkt með sér­stöku sam­þykki lán­tak­ans því Rík­is­skatt­stjóri hef­ur bú­ið til vef­þjón­ust­ur fyr­ir upp­lýs­ing­ar úr stað­greiðslu­skrá. Hand­an við horn­ið eru svo til dæm­is ra­f­ræn­ar þing­lýs­ing­ar, metn­að­ar­full áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar um sta­f­ræna fram­tíð auk að­gangs að alls kyns upp­lýs­ing­um sem ein­stak­ling­ar munu geta deilt sjálf­ir eft­ir inn­leið­ingu nýju per­sónu­vernd­ar­lag­anna.

Fyr­ir vissa þjóð­fé­lags­hópa á

Á Íslandi er stað­an sú að mik­ið magn af upp­lýs­ing­um er orð­ið að­gengi­legt á vél­ræn­an, sjálf­virk­an hátt með svo­köll­uð­um vef­þjón­ust­um.

Íslandi og einnig víða er­lend­is er ekki alltaf um jafnauð­ug­an garð gagna að gresja. Sem dæmi má nefna að þeg­ar ung­ir bíl­stjór­ar eru tryggð­ir er ekki mik­ið vit­að um þá og því erfitt að meta hverj­ir eru áhættu­sækn­ir og hverj­ir ekki. Að minnsta kosti hafa tvær mis­mun­andi leið­ir ver­ið skoð­að­ar er­lend­is til að bregð­ast við þessu. Ein er að setja mæli­tæki í bif­reið­ar og fylgj­ast með akst­urslagi og láta svo ið­gjöld fara að hluta til eft­ir því hversu var­lega er far­ið. Einn galli á þessu er að slík tæki geta ver­ið dýr og bilana­gjörn og upp­lýs­ing­arn­ar liggja ekki fyr­ir strax. Til að mæta því hef­ur ver­ið próf­að að senda bíl­stjór­ana í stutt sál­fræði­próf sem með­al ann­ars er ætl­að að meta áhættu­sækni. Skoð­an­ir hafa sýnt að slík próf virka vel til að meta unga bíl­stjóra.

Ann­að dæmi má finna í Afríku þar sem inn­við­ir sam­fé­lags­ins eru ekki jafn­þró­að­ir og á Vest­ur­lönd­um. Þar hef­ur stór hluti sam­fé­lags­ins ekki ver­ið í við­skipt­um við fjár­mála­stofn­an­ir og því lít­il fjár­hags­leg saga til stað­ar. Í sum­um lönd­um hef­ur ver­ið grip­ið til þess ráðs við lán­veit­ing­ar að nota upp­lýs­ing­ar um síma­notk­un ein­stak­linga. Dæmi um slík­ar upp­lýs­ing­ar eru hvaða for­rit eru sett upp, hvernig að­il­inn not­ar sím­ann auk upp­lýs­inga um greiðslu­hegð­un úr sím­un­um. Sím­ar hafa í fjölda ára ver­ið not­að­ir við greiðslumi­ðl­un í Afríku, til dæm­is í gegn­um for­rit eins og M-Pesa. Einnig eru not­uð svip­uð sál­fræði­próf og rædd voru hér að of­an til að gefa mynd af per­sónu­leika lán­tak­ans.

Það er því ljóst að marg­ar teg­und­ir gagna eru til og marg­ar þeirra eru að­gengi­leg­ar á sjálf­virk­an hátt með sam­þykki ein­stak­lings­ins. Einnig sjá­um við að ef gögn­in eru ekki til þá má nota ímynd­un­ar­afl­ið til að nota óhefð­bund­in gögn eða hrein­lega búa til ný gögn. Tæki­fær­in eru því ótal­mörg til að auka sjálf­virkni og taka ör­ugg­ar, hrað­ar ákvarð­an­ir byggð­ar á fjöl­breytt­um og traust­um upp­lýs­ing­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.