Ég versla ekki við fyr­ir­tæki heima

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - Þór­anna K. Jóns­dótt­ir MBA, mark­aðs­sér­fræð­ing­ur og FKA-fé­lags­kona

Ígegn­um ár­in höf­um við séð ýms­ar her­ferð­ir sem miða að því að fá fólk til að versla heima og velja ís­lenskt. Við heyr­um um­fjöll­un um að við eig­um að styðja ís­lenska fram­leiðslu, með­al ann­ars bænd­ur. Ekki bara með við- skipt­um, held­ur jafn­vel með op­in­ber­um styrkj­um og nið­ur­greiðsl­um. Veistu, nei. Þetta er kom­ið gott. Það á ekk­ert fyr­ir­tæki, eng­in verslun og eng­inn fram­leið­andi rétt á við­skipt­um okk­ar.

Nokk­ur fyr­ir­tæki í mínum heima­bæ hafa gert mig veru­lega pirr­aða í gegn­um ár­in með pla­köt­um í glugg­um, grein­um í bæj­ar­blöð­um og væli úti í bæ um að fólk eigi að versla í heima­byggð. Á sama tíma eru gæð­in hjá þeim lé­leg, verð­in hærri en hjá sam­keppn­is­að­il­un­um, þjón­ust­an væg­ast sagt skelfi­leg og mark­aðs­setn­ing­in nán­ast eng­in. Ork­unni sem fer í þenn­an heima- áróð­ur væri bet­ur var­ið í að bæta gæð­in, verð­in og þjón­ust­una, og læra að mark­aðs­setja al­menni­lega til þess að ná í við­skipta­vini. Ég ætla ekki einu sinni að byrja að tala um vöru­þró­un og al­menni­lega mark­aðs­setn­ingu á lamba­kjöti!

Neyt­end­ur eru ekki í góð­gerð­a­starf­semi. Ekk­ert frek­ar en fyr­ir­tæk­in eru í góð­gerð­a­starf­semi. Þetta eru ein­fald­lega viðskipti. Það á eng­inn rétt á við­skipt­um annarra. Þú verð­ur að vinna þér þau inn. Grund­völl­ur mark­aðs­fræð­anna er að mæta þörf­um neyt­enda. Fjöl­marg­ar rann­sókn­ir hafa sýnt að fyr­ir­tæki sem horfa á hlut­ina frá sjón­ar­hóli við­skipta­vin­anna og nálg­ast þá það­an ná betri ár­angri en önn­ur. Sá sem kem­ur með besta svar­ið þeg­ar við­skipta­vin­ur­inn spyr: „Hvað fæ ég út úr því?“stend­ur uppi sem sig­ur­veg­ari. Þetta er ein­falt og í anda Kenn­e­dys: Ekki spyrja hvað við­skipta­vin­ur­inn get­ur gert fyr­ir þig, spurðu hvað þú get­ur gert fyr­ir við­skipta­vin­inn.

Nú þeg­ar ís­lensk fyr­ir­tæki standa frammi fyr­ir stöð­ugt harðn­andi er­lendri sam­keppni þá ein­fald­lega verða þau að fara að læra þetta. Það er að duga eða drep­ast. Þú átt ekki rétt á því að ég skipti við þig. En að öllu jöfnu: ef að gæð­in, verð­in, þjón­ust­an og mark­aðs­setn­ing­in eru jafn­góð og hjá hinum, þá eru all­ar lík­ur á því ég kjósi að versla heima. En ég versla ekki heima – nema að fyr­ir­tæk­in heima hafi unn­ið sér það inn.

Það á ekk­ert fyr­ir­tæki, eng­in verslun og eng­inn fram­leið­andi rétt á við­skipt­um á við­skipt­um okk­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.