Rekst­ur Bauhaus nálg­ast núll­ið

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N -

Bygg­inga­vöru­versl­un Bauhaus á Íslandi er á góðri leið með að koma rekstr­in­um rétt­um meg­in við núll­ið. Rekstr­artap Bauhaus slhf. nam 33 millj­ón­um króna á síð­asta ári og dróst sam­an frá ár­inu 2016 þeg­ar það nam 236 millj­ón­um. Verslun Bauhaus á Íslandi var opn­uð ár­ið 2012 en á fyrstu fimm ár­um starf­sem­inn­ar nam sam­an­lagt rekstr­artap 2,2 millj­örð­um króna.

Rekstr­ar­tekj­ur námu 2.778 millj­ón­um króna og juk­ust um 7,9 pró­sent á milli ára. Á sama tíma- bili lækk­aði kostn­að­ar­verð seldra vara um 3,2 pró­sent en aðr­ir kostn­að­ar­lið­ir juk­ust um 5,7 pró­sent.

Bauhaus tap­aði 113 millj­ón­um á síð­asta ári og jókst tap­ið á milli ára en það nam 63 millj­ón­um ár­ið 2016. Það má að miklu leyti rekja til breyt­ing­ar á geng­is­mun.

Fast­eign­ir Bauhaus eru skráð­ar á Lambhaga­veg fast­eigna­fé­lag. Fé­lag­ið tap­aði 110 millj­ón­um króna í fyrra en ár­ið 2016 hagn­að­ist það um 673 millj­ón­ir en það má aft­ur rekja til geng­is­mun­ar.

Það er eins og það sé ein­hver kvöð að vera úti á landi og vinna vinnu sem er í boði þar og lifa við enn betri lífs­kjör.

Sig­mar Vil­hjálms­son, eig­andi Keilu­hall­ar­inn­ar og Shake&Pizza

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.