Biskup fólks­ins

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Jónu Hr­ann­ar Bolla­dótt­ur

Eng­inn verð­ur óbar­inn biskup. Það mátti segja um Jón biskup Vídalín sem fædd­ist að Görð­um á Álfta­nesi 1666 og samdi mest lesnu bók lands­ins á 18. og 19. öld; Vídalín­spost­illu sem í ár er 300 ára. Vin­sæld­ir þessa rits stöf­uðu af því að þar voru sett orð á lif­að­an veru­leika lands­manna um leið og af­staða var tek­in með fá­tæk­um gegn gírugu yf­ir­valdi.

Barn­ung­ur hafði Jón misst Þor­kel föð­ur sinn sem var prest­ur að Görð­um og hrak­ist í fá­tækt ásamt Mar­gréti móð­ur sinni og systkin­um. Fyr­ir dugn­að og af­burða gáf­ur komst hann í Skál­holts­skóla og lauk þar námi á þrem­ur ár­um. Vann svo við sjó­sókn og önn­ur störf til að kom­ast til guð­fræði­náms í Kaup­manna­höfn. Fjár­v­ana end­aði hann í danska hern­um og átti þar erf­iða daga uns móð­ur hans tókst að fá hann leyst­an heim. Hann var prest­ur að Görð­um þeg­ar hann var kjör­inn biskup í Skál­holti þrí­tug­ur að aldri. Við upp­haf 18. ald­ar gengu hörm­unga­tím­ar yf­ir land­ið með frosta­vetr­um auk þess sem stóra­bóla lagðist á lands­lýð og felldi fjórð­ung þjóð­ar­inn­ar. Lést þá m.a. dótt­ir Jóns og Sig­ríð­ar konu hans, en þau eign­uð­ust tvær dæt­ur sem báð­ar lét­ust í bernsku. Jón var ekki bara orðs­ins maður, held­ur var hann stór­tæk­ur búmað­ur og úr­ræða­góð­ur. Voru þau Sig­ríð­ur sam­hent og þekkt fyr­ir gest­risni sína, einkum gagn­vart mun­að­ar­laus­um börn­um og fá­tæk­um.

Kjarni Vídalín­spost­illu er von­in og rétt­læt­ið. Von­ar­ljós­ið sem ekk­ert myrk­ur get­ur kæft í sál þess sem af­hend­ir vilja sinn Guði og kraf­an um að menn iðki rétt­læti og not­færi sér ekki ná­ung­ann í gróða­skyni. Saga Jóns Vídalíns er saga af áfalla­þroska. Erf­ið æska, basl og barnam­iss­ir gerði hann ekki bitr­an held­ur vitr­an og um­hyggju­sam­an svo hug­ar­þel hans nærði þjóð­ina um lang­an ald­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.