Reykja­vík­urp­ist­ill ár­ið 2030

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Hjálm­ar Sveins­son borg­ar­full­trúi

Borg­in hef­ur einnig vak­ið at­hygli fyr­ir öfl­ugt menn­ing­ar­líf, frjóa lista­senu og þekk­ing­ar­sköp­un, einkum á sviði vist­vænn­ar orku, lýð­heilsu­fræða og jafn­rétt­is­mála.

Reykja­vík er nú efst á lífs­gæðalista borga sem banda­ríska ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­ið Mercer gef­ur út á hverju ári (Mercer’s Quality of Li­ving Sur­vey). Í fyrra var borg­in efst á sam­bæri­leg­um lífs­gæðalista lífs­stíls­tíma­rits­ins Monocle. Þetta er mik­il breyt­ing frá því fyr­ir 10 til 15 ár­um þeg­ar Reykja­vík sást ekki á slík­um list­um.

Ljóst er að auk­in áhersla á um­hverf­is­mál, vist­væn­ar sam­göng­ur, heil­brigði, ör­yggi og tæki­færi til úti­vist­ar og hreyf­ing­ar skap­ar Reykja­vík sterka stöðu á slík­um list­um. Margt kem­ur til. Úti­vist­ar­svæði inni í borg­inni, með­fram strand­lengj­unni og í hinum svo­kall­aða græna trefli þykja framúrsk­ar­andi. Nýj­ar útisund­laug­ar í borg­inni og ylstrand­ir við Köll­un­ar­klett og Gufu­nes eru tald­ar ein­stæð­ar á heimsvísu. Þær þykja gott dæmi um hvernig hægt er að bjóða rysj­óttu veð­ur­fari byrg­inn með hug­vit­sam­legri nýt­ingu jarð­varm­ans og skapa magn­aða að­stöðu til heil­næmr­ar úti­vist­ar og hreyf­ing­ar all­an árs­ins hring.

Und­an­far­inn ald­ar­fjórð­ung hef­ur mik­ið ver­ið lagt í græn­ar fjár­fest­ing­ar í Reykja­vík. Byggt hef­ur ver­ið upp metn­að­ar­fullt hjóla­stíga­kerfi sem teng­ir ekki að­eins höf­uð­borg­ar­svæð­ið sam­an með þéttofnu neti góðra stíga held­ur ligg­ur það líka um æv­in­týra­leg svæði sem liggja í 30 til 40 km radíus frá borg­inni. Upp­bygg­ing Borg­ar­lín­unn­ar hef­ur tek­ist von­um fram­ar. Samstillt átak sveit­ar­fé­laga og rík­is­valds skipti þar miklu máli. Lang­ir hrað­vagn­ar keyra nú á 5 mín­útna fresti eft­ir sérrein­um á helstu stofn­leið­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á há­anna­tím­um. Borg­ar­lín­an hef­ur létt veru­lega á bílaum­ferð­inni.

Borg­ar­línu­vagn­arn­ir eru ým­ist drifn­ir með me­tangasi eða raf­magni og all­ur bíla­flot­inn keyr­ir á vist­vænni orku. Reykja­vík er fyrsta borg­in í heim­in­um til að ná því marki að losa sig al­far­ið við bens­ín og olíu sem orku­gjafa sam­gangna. Það hef­ur vak­ið at­hygli.

Reyk­vík­ing­ar eru nú 150.000 en íbú­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sam­an­lagt 250.000. Leik­skól­ar í borg­inni þykja góð­ir og þjón­ustu­gjöld­um er stillt í hóf. Borg­in hef­ur einnig vak­ið at­hygli fyr­ir öfl­ugt menn­ing­ar­líf, frjóa lista­senu og þekk­ing­ar­sköp­un, einkum á sviði vist­vænn­ar orku, lýð­heilsu­fræða og jafn­rétt­is­mála. Allt þetta hef­ur gert Reykja­vík að eft­ir­sóttri borg til að búa í og starfa í.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.