Við­skipta­líf­ið kom­ið í bið­stöðu

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - Þor­steinn Frið­rik Hall­dórs­son [email protected]­bla­did.is

Þú þarft að búa þig und­ir að geta tek­ist á við sveifl­ur

Birk­ir Hólm Guðna­son, ný­ráð­inn for­stjóri Sam­skipa, seg­ir við­skipta­líf­ið í bið­stöðu vegna kom­andi kjara­við­ræðna. Birk­ir fer yf­ir um­svif og sókn­ar­tæki­færi Sam­skipa og ræð­ir stöð­una á flug­mark­að­in­um.

Birk­ir Hólm Guðna­son, for­stjóri Sam­skipa, seg­ir mik­il sókn­ar­tæki­færi með nýju leiða­kerfi fé­lags­ins. Sam­skip ætli að auka hlut­deild í út­flutn­ingi á fersk­um af­urð­um. Við­skipta­líf­ið sé hins veg­ar í bið­stöðu vegna kom­andi kjara­við­ræðna.

Ég held að fá­ir Ís­lend­ing­ar átti sig á því hversu stór­Sam­skip eru er­lend­is og hversu um­fangs­mik­ið flutn­inga­kerfi fyr­ir­tæk­ið hef­ur byggt upp gegn­um ár­in,“seg­ir Birk­ir Hólm Guðna­son, nýr for­stjóri Sam­skipa á Íslandi, í ýt­ar­legu við­tali við Mark­að­inn en hann hafði áð­ur starf­að í flug­brans­an­um í átján ár og þar af níu ár sem fram­kvæmda­stjóri Icelanda­ir. Hann fer yf­ir að­gerð­ir Sam­skipa sem miða að því að auka hlut­deild sína í út­flutn­ingi ís­lenskra sjáv­ar­af­urða, bið­stöð­una í við­skipta­líf­inu sem hef­ur mynd­ast í að­drag­anda kom­andi kjara­við­ræðna og horf­ur á flug­mark­að­in­um.

Sam­skip eru um­svifa­mik­il í flutn­ing­um á Íslandi en um­svif­in eru þó marg­falt meiri þeg­ar lit­ið er til starf­sem­inn­ar á heimsvísu. Þau byggja á fjöl­þátta flutn­ings­kerfi þar sem vör­ur eru flutt­ar á sjó, með lest­um, á veg­um og prömm­um. Í októ­ber kynntu Sam­skip á Íslandi stór­felld­ar breyt­ing­ar á sigl­inga­leið­um sín­um sem fela í sér að í stað þess að sigla á tveim­ur leið­um verð­ur siglt á þrem­ur. Norð­ur­leið og Suð­ur­leið fara til Evr­ópu og Strand­leið þjón­ar milli­landa­flutn­ing­um frá höfn­um á Norð­ur- og Aust­ur­landi um Fær­eyj­ar til Evr­ópu. Við þess­ar breyt­ing­ar bæt­ist eitt skip í flot­ann.

Hvers vegna var ákveð­ið að ráð­ast í þess­ar breyt­ing­ar og hvaða ávinn­ingi skila þær?

„Sam­skip ákváðu að ráð­ast í þess­ar breyt­ing­ar til þess að sinna bet­ur þörf­um við­skipta­vina, bæði í inn­flutn­ingi og út­flutn­ingi. Í inn­flutn­ingi skila þær sér sér­stak­lega í bættri þjón­ustu við inn­flytj­end­ur ferskra af­urða. Við af­hend­um vör­ur í Reykja­vík á mánu­dög­um og þriðju­dög­um, degi fyrr, sem auð­veld­ar fyr­ir­tækj­um að koma vör­um í versl­an­irn­ar fyr­ir helg­ina,“seg­ir Birk­ir. Hann bæt­ir við að nýja sigl­inga­kerf­ið stytti flutn­ings­tím­ann á milli meg­in­lands Evr­ópu og Ís­lands, og auki getu til að tak­ast á við frá­vik vegna veð­urs eða seink­ana í er­lend­um höfn­um.

„Breyt­ing­arn­ar skila sér einnig í bættri þjón­ustu fyr­ir út­flytj­end­ur á fersk­um fiski þar sem ný­ir brott­far­ar­dag­ar tryggja af­hend­ingu inn á Bret­lands­mark­að og á meg­in­land Evr­ópu á sunnu­dög­um og mánu­dög­um. Þannig er hægt að koma fersk­um fiski á mark­að á mánu­degi.“

Nýja sigl­inga­kerf­inu er með­al ann­ars ætl­að að auka hlut­deild í út­flutn­ingi á sjáv­ar­af­urð­um og end­ur­spegl­ast sú áhersla í ný­legu sam­starfi Sam­skipa og fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax. Sam­skip munu ann­ast út­flutn­ing á af­urð­um Arn­ar­lax frá Bíldu­dal og inn­flutn­ing

Það er sam­eig­in­legt hags­muna­mál at­vinnu­lífs­ins og annarra að kjara­við­ræð­urn­ar leiði til stöð­ug­leika.

Birk­ir Hólm Guðna­son

á að­föng­um fyr­ir fyr­ir­tæk­ið. Flutn­inga­skip Sam­skipa hef­ur viku­lega við­komu á Bíldu­dal á mið­viku­dög­um. Það­an verð­ur siglt um Reykja­vík, skip­ið kem­ur til Hull í Bretlandi á sunnu­dög­um og sigl­ir svo áfram til Rotter­dam.

„Að­gang­ur að víð­tæku neti flutn­inga er lyk­il­at­riði þeg­ar kem­ur að út­flutn­ingi og mark­aðs­setn­ingu á ís­lensk­um sjáv­ar­af­urð­um. Arn­ar­lax vill flytja af­urð­ir sín­ar til Bret­lands og meg­in­lands Evr­ópu, og Suð­ur­leið­in hent­ar þeim því vel,“seg­ir Birk­ir. „Þetta er allt hluti af þjón­ustu við fram­leið­end­ur og út­gerð í land­inu og und­ir hana falla líka kæli- og frystigeymsl­ur og heild­stæð þjón­usta sem snýr að um­sýslu með fisk.“

Kæligeymsl­an Svala fær hundruð tonna af fersk­um fiski frá mið­nætti og fram eft­ir nóttu sem bát­ar hafa kom­ið með að landi síð­deg­is. Fisk­ur­inn fer í fisk­vinnsl­ur og fisk­búð­ir snemma morg­uns og seinni part­inn er kæligeymsl­an nýtt fyr­ir fisk sem Sam­skip flytja til kaup­enda er­lend­is.

„Svala var hönn­uð í sam­starfi við við­skipt­vini okk­ar en ein af ósk­um þeirra var að inn­rétta full­bú­ið skoð­un­ar­her­bergi þar sem hægt er að kanna gæði fisks­ins áð­ur en hann er flutt­ur úr landi.“

Er rekst­ur­inn í hag­kvæmri stærð eða eru tæki­færi til vaxt­ar?

„Það eru alltaf tæki­færi til vaxt­ar. Þetta snýst um að að­greina sig frá öðr­um fyr­ir­tækj­um á mark­að­in­um og ég tel að Sam­skip eigi tölu­vert inni og geti sótt fram. Markmið mitt er að vinna með móð­ur­fé­lag­inu í Rotter­dam að því að auka sam­keppn­is­hæfni þannig að við get­um nýtt leiða­kerf­ið, stærð­ar­hag­kvæmn­ina og víð­tækt þekk­ing­ar­net Sam­skipa til þess að þjón­usta við­skipta­vini með skil­virk­ari og hag­kvæm­ari hætti en áð­ur.“

Birk­ir seg­ir að er­lend­is hafi þró­un­in ver­ið á þá leið að fyr­ir­tæki séu far­in að út­hýsa þeirri starf­semi sem er ekki hluti af kjarn­a­starf­sem­inni, þar á með­al vöru­bíla­akstri „Ég held að í fram­tíð­inni muni þessi þró­un koma til Ís­lands líka og þá fel­ast tæki­færi í því að veita al­hliða þjón­ustu á flutn­inga­mark­aði.“

Við­skipta­líf­ið bíð­ur átekta

Hagn­að­ur Sam­skipa á Íslandi nam tæp­lega 1,9 millj­ón­um evra, jafn­virði 232 millj­óna króna, á síð­asta ári og dróst sam­an um 42 pró­sent frá fyrra ári þeg­ar hann var tæp­ar 3,2 millj­ón­ir evra. Flutn­ings­tekj­ur fé­lags­ins námu 175,5 millj­ón­um evra, sem jafn­gild­ir 21,8 millj­örð­um króna, í fyrra og juk­ust um 10 pró­sent á milli ára. Að­spurð­ur seg­ir Birk­ir að kóln­un í ís­lenska hag­kerf­inu hafi haft áhrif á rekst­ur­inn í ár.

„Þetta rekstr­ar­ár hef­ur ver­ið ágætt heilt yf­ir en það er ekki jafn gott og síð­asta ár. Við er­um að sjá sam­drátt í bílainn­flutn­ingi og svo virð­ist sem við­skipta­líf­ið sé í bið­stöðu vegna kjara­samn­ing­anna sem eru fram und­an. Það er eins og fólk og fyr­ir­tæki vilji bíða og sjá hvernig mál­in þró­ast næstu mán­uði og sjálf­ur hef ég áhyggj­ur af stöð­unni. Það er sam­eig­in­legt hags­muna­mál at­vinnu­lífs­ins og annarra að kjara­við­ræð­urn­ar leiði til stöð­ug­leika enda hafa sveifl­ur hag­kerf­is­ins háð at­vinnu­líf­inu.“

Spurð­ur um áhrif olíu­verðs á rekst­ur­inn seg­ir Birk­ir að Sam­skip og önn­ur fyr­ir­tæki í skipa­flutn­ing­um verji sig fyr­ir sveifl­um í olíu­verði með því að leggja sér­stakt eldsneyt­is­gjald á. „Það nær hins veg­ar ekki að dekka kostn­að­inn og sveifl­urn­ar að fullu og því hafa mjög skarp­ar hækk­an­ir áhrif á rekst­ur­inn,“seg­ir hann. Þá séu Sam­skip var­in fyr­ir geng­is­sveifl­um upp að vissu marki þar sem kostn­að­ur er bæði í ís­lensk­um krón­um og er­lend­um gjald­miðl­um.

Hverj­ar eru helstu áskor­an­irn­ar í rekstr­in­um?

„Helstu áskor­an­irn­ar fel­ast í því að það er alltaf gerð auk­in krafa um að koma fersk­um af­urð­um á mark­aði er­lend­is með sem skjót­ust­um hætti. Aðr­ar áskor­an­ir eru breytt kaup­hegð­un ein­stak­linga og fyr­ir­tækja sem kall­ar á nýja hugs­un og lausn­ir í flutn­inga­geir­an­um sem og öðr­um geir­um. Við er­um að sjá fyr­ir­tæki í flutn­inga­geir­an­um þróa svo­kall­að­ar „track-and-tracelausn­ir“þannig að við­skipta­vin­ir geti fylgt vör­unni eft­ir. Það er meiri áhersla á sta­f­ræna þró­un enda eru mörg fyr­ir­tæki að þró­ast í það að vera hug­bún­að­ar­hús frek­ar en fram­leiðslu­fyr­ir­tæki,“seg­ir Birk­ir. Sam­skip eru að hans mati í góðri stöðu til að tak­ast á við sam­keppni bæði inn­an­lands og er­lend­is en þó eru ýms­ar ytri breyt­ur sem geta haft áhrif.

„Við eig­um til að mynda eft­ir að sjá hvernig Brex­it þró­ast og hvaða áhrif út­ganga Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu hef­ur á flutn­inga, ef ein­hver. Vör­ur þurfa áfram að kom­ast á milli landa hvernig sem mál­in þró­ast.“

Ís­lensku flug­fé­lög­in sam­keppn­is­hæf

Birk­ir lét sem áð­ur sagði af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Icelanda­ir í kjöl­far skipu­lags­breyt­inga hjá flug­fé­lag­inu sem kynnt­ar voru fyr­ir ári.

„Ég fékk fjöl­mörg til­boð hér heima og er­lend­is en ég lof­aði sjálf­um mér að taka 6-9 mán­aða frí. Í raun leit ég á þetta sem hálfleik eft­ir að hafa ver­ið á fullu í flug­inu í átján ár og fannst spenn­andi að róa á önn­ur mið. Þeg­ar mér bauðst for­stjóra­starf­ið hjá Sam­skip­um leit ég svo á að það pass­aði vel við reynslu mína og nám. Ég vildi starfa hjá al­þjóð­legu fyr­ir­tæki og fannst þetta spenn­andi bransi.“

Á hlut­hafa­fundi Icelanda­ir á föstu­dag­inn verð­ur til­laga um sam­þykki á kaup­um fé­lags­ins á öllu hluta­fé WOW air bor­in und­ir hlut­hafa en sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Icelanda­ir fyrr í vik­unni er ólík­legt að all­ir fyr­ir­var­ar vegna kaupa fé­lags­ins á WOW air verði upp­fyllt­ir fyr­ir fund­inn.

Hvernig met­urðu stöðu ís­lensku flug­fé­lag­anna?

„Þetta eru áhuga­verð­ir tím­ar og það er spenn­andi að fylgj­ast með úr fjar­lægð því þetta er mik­il­vægt fyr­ir ferða­þjón­ust­una og ís­lenskt efna­hags­líf hver þró­un­in verð­ur úr þessu.“

Eru ís­lensku flug­fé­lög­in sam­keppn­is­hæf eins og sak­ir standa?

„Já, ég held það. Þetta snýst að miklu leyti um teng­ing­ar á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna og þar eru fé­lög­in með nokk­urra pró­senta markaðs­hlut­deild. Þannig er enn eft­ir miklu að slægj­ast með því að bjóða upp á hag­kvæm­asta eða stysta ferða­tím­ann á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna og einnig með því að geta boð­ið upp á svo­kall­að „stop over“á Íslandi,“seg­ir Birk­ir.

„ Flug­brans­inn ein­kenn­ist af mikl­um sveifl­um. Það koma hryðju­verka­árás­ir, efna­hags­hrun eða eld­gos. Þú þarft bara að búa þig und­ir að geta tek­ist á við sveifl­ur. Til næstu tíu ára held ég að það séu mik­il tæki­færi til vaxt­ar bæði í flugi og ferða­þjón­ustu.“

Hvað er líkt og ólíkt með skipa­flutn­ing­um og flug­brans­an­um?

„Það er margt líkt með skipa­flutn­ing­um og flug­inu. Þú ert með leiða­kerfi og þarft að leggja mikla áherslu á áreið­an­leika, góða þjón­ustu og stund­vísi og nýt­ingu. Eins þarftu að vakta ein­inga­kostn­að­inn. Reynsla mín af best­un flutn­inga­kerfa og nýt­ing­ar munu því koma sér vel í þessu starfi en það eru vissu­lega aðr­ar skammstaf­an­ir sem maður er enn að læra.“seg­ir Birk­ir.

„Það sem er ólíkt með þess­um at­vinnu­grein­um end­ur­spegl­ast í mynd­lík­ing­unni um að snúa flug­vél við og að snúa við skipi. Hjá Icelanda­ir voru kannski 60-80 flug á dag en hér eru 2-3 ferð­ir á viku þannig að það er ekki sami hraði.

Skipa­flutn­ing­ar byggj­ast á stór­um og löng­um samn­ing­um á milli fyr­ir­tækja en flug­fé­lög­in eru meira á neyt­enda­mark­aði. Auk þess er­um við að bjóða upp á al­hliða flutn­inga­þjón­ustu ólíkt flug­fé­lög­un­um.“

Skýr markmið í um­hverf­is­mál­um

Nýbirt sam­an­tekt Hag­stofu Ís­lands á los­un kolt­ví­sýr­ings sýn­ir að sjó­flutn­ing­ar eigi minnst­an hlut í heild­ar­los­un á Íslandi. Á tím­um vax­andi um­hverfis­vit­und­ar má því bú­ast við að skipa­flutn­ing­ar haldi velli að sögn Birk­is.

„ Þumalputta­regl­an í sam­an­burði á flutn­ing­um með flug­vél­um og skip­um er sú að fyr­ir hvert flutt tonn af farmi séu gróð­ur­húsa­áhrif flug­vél­ar um 10-15 sinn­um meiri en skips­ins,“seg­ir Birk­ir.

„Við er­um með skýr markmið í um­hverf­is­mál­um og við ætl­um að minnka kol­efn­is­spor í inn­an­lands­flutn­ing­un­um um 11 pró­sent á fimm ára tíma­bili, þ.e.a.s. frá 2015 til 2020 og í skipa­flutn­ing­um um 10 pró­sent á sama tíma­bili. Auk þess ætl­um við að auka flokk­un á end­ur­nýt­an­leg­um úr­gangi úr 46 pró­sent­um í 60 pró­sent. Þannig er­um við að vinna mark­visst að því að minnka kol­efn­is­spor­ið,“seg­ir Birk­ir.

Sem dæmi um um­hverf­i­s­væna fjár­fest­ingu af hálfu Sam­skipa nefn­ir hann upp­bygg­ingu sól­ar­orku­vers fyr­ir kæligeymslu í Rotter­dam. Þar hafi ver­ið sett­ar upp sól­ar­sell­ur sem þekja 7.500 fer­metra og raf­orku­fram­leiðsla þeirra sé um 750 þús­und kíló­vatt­stund­ir á ári sem er sirka raf­orku­þörf 250 þús­und smærri heim­ila.

Þá keyptu Sam­skip norska skipa­fé­lag­ið Nor Lines AS um mitt síð­asta ár en kaup­un­um fylgdu tvö skip sem bæði ganga fyr­ir fljót­andi jarðgasi.

„Þessi skip skipta máli út frá um­hverf­is­stefnu Sam­skipa því þau losa t.d. ekki köfn­un­ar­efn­isoxíð út í and­rúms­loft­ið. Þau lág­marka los­un á brenni­steins­díoxí­ði og losa um 70 pró­sent minna af kolt­ví­sýr­ingi á hvert flutt tonn á kíló­metra held­ur en vöru­flutn­inga­bíl­ar. Skip­in eru tals­vert hag­kvæm­ari þeg­ar kem­ur að ork­u­nýt­ingu í sam­an­burði við skip sem brenna hefð­bund­inni skipa­ol­íu og þau gefa góð fyr­ir­heit um hvað sé mögu­legt í fram­tíð­inni.“

Til næstu tíu ára held ég að það séu mik­il tæki­færi til vaxt­ar bæði í flugi og ferða­þjón­ustu.

Birk­ir Hólm Guðna­son

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.