Fjár­fest­ar binda von­ir við út­boð Heima­valla

Hlut­haf­ar í Heima­völl­um binda von­ir við að fyr­ir­hug­að skulda­bréfa­út­boð og end­ur­fjármögn­un leigu­fé­lags­ins auki til­trú fjár­festa á fé­lag­inu. Stefnt er að því að halda út­boð­ið á næstu dög­um eða vik­um. Rætt var um hvort leysa ætti fé­lag­ið upp á hlut­hafa­fundi

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - Krist­inn Ingi Jóns­son krist­inn­[email protected]­bla­did.is

Hlut­haf­ar í Heima­völl­um binda von­ir við að fyr­ir­hug­að skulda­bréfa­út­boð og end­ur­fjármögn­un auki til­trú fjár­festa á fé­lag­inu. Rætt var um hvort leysa ætti fé­lag­ið upp á hlut­hafa­fundi í sum­ar.

Heima­vell­ir stefna að því að efna til út­boðs á skulda­bréf­um á næstu dög­um eða vik­um, sam­kvæmt heim­ild­um Mark­að­ar­ins, í því augnamiði að end­ur­fjármagna lang­tíma­skuld­ir leigu­fé­lags­ins á hag­stæð­ari kjör­um.

Upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir að bréf­in yrðu gef­in út og boð­in fjár­fest­um, þar á með­al stærstu líf­eyr­is­sjóð­um lands­ins, til kaups í síð­asta mán­uði en út­boð­inu var hins veg­ar frest­að, með­al ann­ars vegna erfiðra mark­aðs­að­stæðna, eft­ir því sem Mark­að­ur­inn kemst næst. Er nú fast­lega bú­ist við því að skulda­bréfa­út­boð­ið, sem verð­ur í um­sjón fjár­fest­ing­ar­banka­sviðs Ari­on banka, verði hald­ið í næsta mán­uði.

Guð­brand­ur Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri Heima­valla, vildi ekki tjá sig um mál­ið í sam­tali við Mark­að­inn.

Binda von­ir við út­boð­ið

Við­mæl­end­ur blaðs­ins á fjár­mála­mark­aði telja það miklu máli skipta fyr­ir fram­tíð Heima­valla, sem er stærsta leigu­fé­lag lands­ins með um 2.000 leigu­íbúð­ir í rekstri, að skulda­bréfa­út­boð­ið heppn­ist vel og fé­lag­inu tak­ist að lækka þunga vaxta­byrði sína.

Í ný­legri grein­ingu Capacent var til að mynda bent á að hrein fjár­magns­gjöld Heima­valla hefðu ver­ið hærri en rekstr­ar­hagn­að­ur fé­lags­ins fyr­ir mats­breyt­ingu, jafn­vel þótt sölu­hagn­aði væri bætt við, sam­kvæmt upp­gjöri fé­lags­ins fyr­ir fyrri helm­ing árs­ins. Fjár­fest­ing­ar leigu­fé­lags­ins og af­borg­an­ir þess af lán­um væru háð­ar nýj­um lán­um eða auknu eig­in fé.

Vaxta­kjör Heima­valla eru um 4,4 pró­sent að með­al­tali á verð­tryggð­um lang­tíma­lán­um og hafa for­svars­menn fé­lags­ins sagt að um tíu punkta lækk­un á með­al­vaxta­kostn­aði feli í sér um 35 millj­óna króna sparn­að.

Til sam­an­burð­ar tók Al­menna leigu­fé­lag­ið til­boð­um í tvo verð­tryggða skulda­bréfa­flokka fé­lags­ins á ávöxt­un­ar­kröf­unni 3,3 pró­sent ann­ars veg­ar og 3,7 pró­sent hins veg­ar í út­boði sem fé­lag­ið efndi til fyr­ir um tveim­ur vik­um. Vaxta­kjör­in í skulda­bréfa­út­gáf­um fast­eigna­fé­lag­anna Eik­ar, Reg­ins og Reita hafa jafn­framt ver­ið á bil­inu 3,2 til 3,6 pró­sent und­an­far­ið ár.

Það kom skýrt fram í máli stjórn­enda Heima­valla í að­drag­anda hluta­fjárút­boðs fé­lags­ins í maí að skrán­ing á mark­að væri ekki síst hugs­uð til þess að styrkja stöðu fé­lags­ins til þess að ná betri kjör­um á fjár­magns­mark­aði.

Á með­al þeirra lána sem Heima­vell­ir hyggj­ast end­ur­fjármagna eru leigu­íbúðalán upp á 18,6 millj­arða króna sem Íbúðalána­sjóð­ur hef­ur veitt leigu­fé­lag­inu. Lán­in, sem bera 4,6 pró­senta með­al­vexti, eru með­al ann­ars bund­in því skil­yrði að lán­tak­inn má ekki greiða út arð til

hlut­hafa en stefna Heima­valla til fram­tíð­ar er að greiða út arð með reglu­bundn­um hætti.

Einn við­mæl­andi Mark­að­ar­ins nefn­ir að „sókn­ar­færi“séu fólg­in í því fyr­ir Heima­velli – nú þeg­ar slak­að hef­ur ver­ið á inn­flæð­is­höft­un­um – að sækja fjár­magn til er­lendra fjár­festa. Bú­ast megi við auknu er­lendu inn­flæði inn á skulda­bréfa­mark­að­inn, þá ekki síst á mark­að­inn fyr­ir fyr­ir­tækja­skulda­bréf, og Heima­vell­ir, sem og önn­ur ís­lensk fast­eigna­fé­lög, geti not­ið góðs af því.

Heima­vell­ir gengu sem kunn­ugt er frá um þriggja millj­arða króna lána­samn­ingi við sjóð í stýr­ingu banda­ríska sjóð­a­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Eat­on Vance Mana­gement í mars fyrr á þessu ári og lagði sjóð­ur­inn fé­lag­inu um leið til um 300 millj­ón­ir króna í nýtt hluta­fé.

Mark­aðsvirð­ið lækk­að um fimmt­ung

Hluta­bréf í Heima­völl­um hafa lækk­að um 18 pró­sent í verði eft­ir að fé­lag­ið var skráð á mark­að. Sé lit­ið til síð­asta eina og hálfa árs­ins hef­ur mark­aðs­verð­mæti fé­lags­ins rýrn­að um meira en fimmt­ung. Gengi bréf­anna stóð í 1,13 krón­um á hlut við lok­un mark­aða í gær en til sam­an­burð­ar gengu bréf í fé­lag­inu kaup­um og söl­um með­al ann­ars á geng­inu 1,6 til 1,8 á ár­inu 2017 þeg­ar marg­ir nú­ver­andi hlut­haf­ar keyptu sig fyrst inn í fé­lag­ið. Hafa þær fjár­fest­ing­ar skil­að ríf­legri nei­kvæðri ávöxt­un mið­að við nú­ver­andi gengi hluta­bréf­anna.

Trygg­inga­fé­lög­in Sjóvá og VÍS voru á með­al þeirra hlut­hafa í Heima­völl­um sem þurftu að færa nið­ur eign­ar­hluti sína í leigu­fé­lag- inu um meira en hundrað millj­ón­ir króna þeg­ar fé­lag­ið var skráð á mark­að í sum­ar. Sem dæmi bók­færði Sjóvá hlut sinn á geng­inu 1,55 fyr­ir skrán­ingu og nam nið­ur­færsl­an hjá fé­lag­inu um 160 millj­ón­um króna á með­an VÍS færði sinn hlut nið­ur um tæp­ar 200 millj­ón­ir króna. Nið­ur­færsl­an var minni hjá TM enda fer fé­lag­ið ekki með eins stór­an hlut í fé­lag­inu.

Mik­il lækk­un á hluta­bréfa­verði Heima­valla und­an­farna mán­uði hef­ur gert það að verk­um að bók­fært virði eig­in fjár fé­lags­ins hef­ur hald­ist um­tals­vert hærra en mark­aðsvirði þess. Nem­ur mun­ur­inn um sex millj­örð­um króna mið­að við bók­fært virði eig­in fjár Heima­valla í lok sept­em­ber­mán­að­ar, sem var rúm­ir 18,7 millj­arð­ar króna, og nú­ver­andi mark­aðsvirði fé­lags­ins, um 12,7 millj­arð­ar króna.

Heim­ild­ir Mark­að­ar­ins herma að í kjöl­far skrán­ing­ar leigu­fé­lags­ins á mark­að síð­asta sum­ar hafi það kom­ið til tals á með­al hlut­hafa hvort rétt­ast væri – í ljósi áð­ur­nefndr­ar stöðu – að leysa fé­lag­ið upp og selja eign­ir þess. Var sá mögu­leiki með­al ann­ars rædd­ur á hlut­hafa­fundi Heima­valla snemm­sum­ars.

Nokkr­ir hlut­haf­ar lýstu á þeim tíma vilja til þess að skoða þann kost gaum­gæfi­lega en aðr­ir vildu bíða og sjá hvernig rekst­ur­inn og hluta­bréfa­verð­ið þró­að­ist. Bundu þeir í því sam­bandi sér­stak­lega von­ir við að hag­stæð end­ur­fjármögn­un fé­lags­ins yrði til þess fall­in að auka til­trú fjár­festa á fé­lag­inu.

Birta bæt­ir við sig

Ýms­ar breyt­ing­ar hafa orð­ið á hlut­hafa­hópi Heima­valla und­an­far­ið. Þannig hef­ur Birta líf­eyr­is­sjóð­ur bætt nokk­uð við sig og er nú fimmti stærsti hlut­hafi fé­lags­ins með um 5,5 pró­senta hlut en sjóð­ur­inn átti um 2,9 pró­senta hlut í kjöl­far skrán­ing­ar leigu­fé­lags­ins í lok maí. Lífs­verk líf­eyr­is­sjóð­ur hef­ur hald­ið áfram að minnka við sig og er nú ekki leng­ur á lista yf­ir stærstu hlut­hafa Heima­valla. Sjóð­ur­inn átti um 1,5 pró­senta hlut í leigu­fé­lag­inu í síð­asta mán­uði og um 2,4 pró­sent síð­asta sum­ar. Þá hafa nokkr­ir einka­fjár­fest­ar í hlut­hafa­hópn­um fært hluti sína í fé­lag­inu í fjár­mögn­un til bank­anna, einkum Lands­bank­ans.

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Guð­brand­ur Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri Heima­valla, og Páll Harð­ar­son, for­stjóri Kaup­hall­ar­inn­ar. Heima­vell­ir voru skráð­ir á hluta­bréfa­mark­að í lok maí í ár en um er að ræða fyrsta íbúða­leigu­fé­lag­ið sem fer á mark­að. Út­boðs­geng­ið var 1,39 krón­ur á hlut og nem­ur verð­lækk­un hluta­bréf­anna frá skrán­ingu um 18 pró­sent­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.