Aft­ur í vanda tíu ár­um eft­ir rík­is­að­stoð

Rót­grón­ir bíla­fram­leið­end­ur þurfa að fjár­festa ríku­lega til að svara kalli breyttra tíma. Þess er vænst að bíl­ar verði í aukn­um mæli sjálf­a­k­andi í deili­hag­kerf­inu, knún­ir raf­magni. Þær fjár­fest­ing­ar munu reyna veru­lega á fyr­ir­tæk­in. Tíu ár eru frá því að

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - helgi­vif­[email protected]­bla­did.is

Rót­grón­ir bíla­fram­leið­end­ur þurfa að fjár­festa ríku­lega til að svara kalli breyttra tíma. Þess er vænst að bíl­ar verði í aukn­um mæli sjálf­a­k­andi í deili­hag­kerf­inu, knún­ir raf­magni. Þær fjár­fest­ing­ar munu reyna veru­lega á fyr­ir­tæk­in.

Tíu ár­um eft­ir að banda­rísk stjórn­völd hlupu und­ir bagga með tveim­ur stór­um og rót­grón­um bíla­fram­leið­end­um þar í landi þeg­ar fjár­málakrepp­an stóð sem hæst vakn­ar aft­ur sp­urn­ing­in hvort þeir eigi sér við­reisn­ar von and­spæn­is þeirri tækni­bylt­ingu sem virð­ist vera hand­an við horn­ið. Munu hefð­bundn­ir bíla­fram­leið­end­ur finna sína fjöl þeg­ar bíl­ar verða í aukn­um mæli sjálf­a­k­andi í deili­hag­kerf­inu, ef­laust knún­ir raf­magni? Fin­ancial Ti­mes velt­ir upp þess­ari spurn­ingu.

Til að bíla­fram­leið­end­ur geti stað­ist tím­ans tönn þurfa þeir að fjár­festa fyr­ir millj­arða doll­ara til að þróa og fram­leiða sjálf­a­k­andi bíla og leita leiða hvernig megi reka stór­an flota með arð­bær­um hætti.

Bíla­fram­leið­end­urn­ir sem banda­rísk­ir stjórn­mála­menn réttu hjálp­ar­hönd ár­ið 2008 voru Gener­al Motors og Chrysler. Ford þáði ekki neyð­ar­að­stoð.

Að­halds­að­gerð­ir breyta miklu

Stjórn­end­ur í bíl­grein­inni segja að að­halds­að­gerð­ir sem ráð­ist var í fyr­ir tíu ár­um hafi gert það að verk­um að stóru fram­leið­end­urn­ir þrír geti selt hefð­bundna bíla með hagn­aði og fjár­fest í fram­tíð­ar­verk­efn­um sem fyr­ir ára­tug hafi fá­ir lát­ið sér detta í hug að væru hand­an við horn­ið.

Al Koch, sér­fræð­ing­ur í end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja hjá AlixP­artners, seg­ir að fjár­fest­ing­in sem bíla­fram­leið­end­urn­ir þrír standi frammi fyr­ir til að geta keppt í breytt­um heimi myndi reyna all­veru­lega á efna­hags­reikn­inga fyr­ir­tækj­anna með hætti sem hefði ekki sést frá tím­um krepp­unn­ar miklu. Stóra sp­urn­ing­in sé hvort stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna geti rek­ið þau með skyn­sam­leg­um hætti á sama tíma og þau þurfi að fjár­festa í aukn­um mæli í nýj­um verk­efn­um og sala á bíl­um, sem sé sveiflu­kennd, sé að drag­ast sam­an.

Steve Rattner, sem leiddi björg­un­ar­starf­ið í tíð Baracks Obama, seg­ir að hug­mynd­in fyr­ir tíu ár­um hafi ver­ið að end­ur­skipu­leggja bíla­fram­leið­end­urna í eitt skipti fyr­ir öll. „Við smellt­um ekki bara vara-

lit á svín­ið og skellt­um því aft­ur í svínastí­una.“Rík­is­sjóð­ur hafi fjár­fest fyr­ir 82 millj­arða doll­ara, hafi feng­ið 72 millj­arða til baka en 10 millj­arð­ar doll­ara hafi lent á banda­rísk­um skatt­greið­end­um sem hafi þó bjarg­að heilli at­vinnu­grein og einni millj­ón starfa.

Rattner seg­ir að það sé nokk­uð góð­ur ár­ang­ur mið­að við aðr­ar ráð­staf­an­ir banda­rískra stjórn­valda í fjár­málakrís­unni 2008, og skatt­greið­end­ur fái enn greidd­an arð vegna fjár­fest­ing­ar­inn­ar. „Við lækk­uð­um rekstr­ar­kostn­að þeirra þannig að þeir gætu hagn­ast á því að selja 10 eða 10,5 millj­ón­ir bíla á ári í stað þess að þurfa að selja 16 til 17 millj­ón­ir bíla.“

Komu á hnján­um … á einka­þot­um

Það var fyr­ir tíu ár­um í þess­um mán­uði sem for­stjór­ar Ford, Gener­al Motors og Chrysler fóru til Washingt­on til að óska eft­ir rík­is­að­stoð til að fyr­ir­tæk­in gætu kom­ist í gegn­um fjár­mála­hrun­ið 2008. Nema hvað þeir ferð­uð­ust með bra­vúr á einka­þot­um til að biðja um að fá há­ar fjár­hæð­ir að láni. Eft­ir á að hyggja hefðu þeir mögu­lega getað sagt sér að það myndi valda fjaðra­foki með­al þing­manna og al­menn­ings.

Fyr­ir­tæk­in áttu um sárt að binda og töp­uðu millj­örð­um doll­ara á ári. Ford hafði til dæm­is veð­sett all­ar eig­ur sín­ar, þar á með­al vörumerk­ið sitt. Tveir út­gjaldalið­ir voru sem myllu­steinn um háls ris­anna þriggja. Ann­ars veg­ar kostn­að­ur vegna heil­brigð­is­þjón­ustu fyrr­ver­andi starfs­manna á eft­ir­laun­um og hins veg­ar óhag­stæð­ir kjara­samn­ing­ar sem neyddu fyr­ir­tæk­in til að greiða starfs­mönn­um fyr­ir að sitja að­gerða­laus­ir. Verst af öllu var þó að banda­rísk­ir neyt­end­ur vildu ekki bíl­ana þeirra.

GM og Chrysler urðu gjald­þrota skömmu eft­ir að Obama sett­ist í for­seta­stól og var björg­un­ar­féð nýtt til að halda þeim á floti á með­an rekst­ur­inn var end­ur­skipu­lagð­ur. Við­mæl­andi Fin­ancial Ti­mes seg­ir að Fiat hafi feng­ið Chrysler á silf­urfati. Ford hlaut ekki sömu ör­lög og hélt Ford-fjöl­skyld­an velli í hlut­hafa­hópn­um.

Gjald­þrot til góðs

Koch, sem stýrði end­ur­skipu­lagn­ingu Gener­al Motors, seg­ir að segja megi að gjald­þrota­með­ferð hafi ver­ið það besta sem hafi getað hent fyr­ir­tæk­ið. „Það gaf okk­ur færi á að ráð­ast í að­gerð­ir sem ann­ars hefðu ver­ið óhugs­andi,“seg­ir hann. Segl­in hafi ver­ið dreg­in sam­an og það hafi lagt grunn­inn að glæsi­legri end­ur­reisn GM.

Bob Lutz, vara­formað­ur stjórn­ar GM í björg­un­ar­að­gerð­un­um, seg­ir að helsti kost­ur gjald­þrota­með­ferð­ar­inn­ar hafi ver­ið sá að hægt hafi ver­ið að losna við vörumerki sem var ofauk­ið án þess að greiða bíla­söl­um há­ar fjár­hæð­ir í bæt­ur. Hætt var fram­leiðslu Sat­urn, Hum­mer og Pontiac.

Ann­ar kost­ur hafi ver­ið að rík­is­stjórn­in hafi þrýst á verka­lýðs­hreyf­ingu bíl­grein­ar­inn­ar til að leyfa bíla­fram­leið­end­um að hætta að greiða starfs­mönn­um sem sátu auð­um hönd­um 95 pró­sent af laun­um þeirra vegna þess að bíla­verk­smiðju hefði ver­ið lok­að eða fram­leiðsla stöðv­ast tíma­bund­ið.

Tíu ár­um eft­ir að stjórn­völd kusu að bjarga bíla­fram­leið­end­um frá gjald­þroti eru áskor­an­irn­ar mikl­ar en af öðr­um toga en þá.

Gjald­þrota­með­ferð Gener­al Motors var það besta sem hent gat fyr­ir­tæk­ið.

Al Kock, sér­fræð­ing­ur í end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja

Við smellt­um ekki bara varalit á svín­ið og skellt­um því aft­ur í svínastí­una. Steve Rattner leiddi björg­un­ar­starf bíla­fram­leið­enda fyr­ir banda­rísk stjórn­völd

NORDICPHOTOS/GETTY

Gener­al Motors, fram­leið­andi Chevr­olet Cor­vette, nýtti end­ur­skipu­lagn­ing­una fyr­ir tíu ár­um til að losa sig m.a. við Hum­mer.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.