Bjóst ekki við því að spila einn dag­inn fyr­ir ís­lenska lands­lið­ið.

Danero Thom­as gæti leik­ið fyrsta heima­leik sinn fyr­ir ís­lenska lands­lið­ið á morg­un þeg­ar Ís­land mæt­ir Belg­íu. Hann seg­ist vera af­ar stolt­ur og er spennt­ur að spila fyr­ir fram­an fjöl­skyld­una.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - krist­inn­[email protected]­bla­did.is

Danero Thom­as gæti leik­ið þriðja leik sinn fyr­ir ís­lenska lands­lið­ið en þann fyrsta á heima­velli á fimmtu­dag­inn þeg­ar Ís­land mæt­ir Belg­íu í Laug­ar­dals­höll. Ís­lenska lið­ið þarf nauð­syn­lega á sigri að halda í undan­keppni EuroBa­sket 2021 þar sem Ís­land er með Portúgal og Belg­íu í riðli.

Danero fékk ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt í sum­ar og lék fyrstu leiki sína fyr­ir lands­lið­ið í æf­ing­ar­leikj­um gegn Nor­egi í haust. Vand­ræði með skrán­ingu per­sónu­upp­lýs­inga Danero ollu því að hann gat ekki tek­ið þátt í leikn­um gegn Portúgal ytra stuttu síð­ar en bú­ið er að ganga frá því í sam­starfi við FIBA.

Gæti hann því leik­ið fyrsta leik sinn í Laug­ar­dals­höll á fimmtu­dag­inn verði hann val­inn en þjálf­arat­eym­ið þarf að velja á milli Danero eða Coll­ins Pryor. Sjálf­ur kvaðst hann vera spennt­ur fyr­ir leikn­um.

„Ég get ekki beð­ið, þetta verð­ur skemmti­leg­ur dag­ur fyr­ir mig og fjöl­skyldu mína sem verð­ur í stúk­unni. Ís­land er ann­að heim­ili mitt og strák­arn­ir hafa tek­ið mér opn­um örm­um. Ég get ekki beð­ið eft­ir leikn­um.“

Að­spurð­ur sagð­ist hann ekki hafa bú­ist við því að leika einn dag­inn fyr­ir ís­lenska lands­lið­ið þeg­ar hann samdi við KR ár­ið 2012. Hann samdi í sum­ar við Tinda­stól, sjö­unda fé­lag hans á Íslandi. „Ég bjóst ekki við því að spila einn dag­inn fyr­ir Ís­land en ég reyni að njóta þess. Ég klæð­ist þess­ari treyju með stolti og reyni að njóta stund­ar­inn­ar. Það er und­ir mér kom­ið að stýra til­finn­ing­un­um og ein­blína á það sem ger­ist inni á vell­in­um. Það gæti þó reynst erfitt að læra þjóð­söng­inn,“sagði hann hlæj­andi.

„Ég nýt þess að spila og æfa með þess­um strák­um og ég er að læra heilmargt á hverj­um degi.“

Danero á von á erf­ið­um leik gegn Belg­íu en Ís­land þarf að vinna leik­inn enda fer að­eins eitt lið áfram á loka­stig undan­keppn­inn­ar.

„Það eru all­ir já­kvæð­ir í hópn­um, við mæt­um í þenn­an leik full­ir sjálfs­trausts og ef við ger­um hlut­ina rétt get­um við náð í góð úr­slit. Þetta er stór­leik­ur og við þurf­um að vinna þenn­an leik. Það var svekkj­andi að tapa í Portúgal en núna þurf­um við að taka það sem við lærð­um af því og vinna þenn­an leik til að bæta upp fyr­ir tap­leik­inn gegn Portúgal,“sagði Danero.

Ís­lenska lið­ið sakn­ar Mart­ins Her­manns­son­ar sem hef­ur ver­ið í lyk­il­hlut­verki und­an­far­in ár.

„Þeg­ar einn leik­mað­ur dett­ur út verð­ur sá næsti að stíga upp. Það eru marg­ir reynslu­mikl­ir leik­menn í þess­um hóp sem er lyk­il­at­riði og það er und­ir okk­ur kom­ið að finna lausn­ir. Við mun­um reyna að spila af hörku og halda hraða í leikn­um, belg­íska lið­ið vill hægja á leikn­um en það er und­ir okk­ur kom­ið að nýta okk­ur það.“

Ég klæð­ist þess­ari treyju með stolti og reyni að njóta stund­ar­inn­ar.

Danero Thom­as

FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Danero býst hér til að skjóta á æf­ingu lands­liðs­ins í Vals­heim­il­inu í gær.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.