Sam­tíma­list í stað sel­skinna og salt­fisks.

Stór sal­ur á Nor­datlantens Bryg­ge í Kaup­manna­höfn verð­ur und­ir­lagð­ur ís­lenskri sam­tíma­list frá 30. nóv­em­ber til 17. fe­brú­ar. Sýn­ing­ar­stjóri er Heið­ar Kári Rann­vers­son sem einnig er ný­ráð­inn sýn­ing­ar­stjóri húss­ins.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Gunn­þóra Gunn­ars­dótt­ir [email protected]­bla­did.is

High & Low – is­landsk samtids­kunst er heiti sýn­ing­ar sem opn­uð verð­ur á Nor­datlantens Bryg­ge í Kaup­manna­höfn 30. nóv­em­ber. Þar eiga ell­efu ís­lensk­ir mynd­list­ar­menn verk, mál­verk, gjörn­inga, skúlp­túra, vefn­að og víd­eólist, sem jafn­framt bland­ast tónlist. Heið­ar Kári Rann­vers­son list­fræð­ing­ur er sýn­ing­ar­stjóri. Hann seg­ir verkin fjöl­breytt, enda frá rúm­lega 40 ára tíma­bili.

Eitt hljóð- og víd­eó­verk­anna er tengt Veð­ur­stofu Ís­lands, gegn­um tölvu sem sæk­ir upp­lýs­ing­ar um hæð­ir og lægð­ir er ganga yf­ir Ís­land jafnt og þétt. Ég bið Heið­ar Kára að út­skýra það að­eins nán­ar. „Þetta er áhrifa­mik­ið verk eft­ir Þórönnu Dögg Björns­dótt­ur, það túlk­ar hið sí­breyti­lega veð­ur sem við Ís­lend­ing­ar bú­um við. Mér fannst það góð leið til að grípa ein­hvern þráð, án þess að vera of þjóð­leg­ur. Það er svo sér­ís­lenskt að tala um lægð­ir og hvernig þær hafa áhrif á geð okk­ar og líð­an. Verk­ið er að nokkru leyti hug­mynd­in að baki titl­in­um High & Low.“

Heið­ar Kári held­ur ekki að­eins ut­an um High & Low, held­ur er hann orð­inn sýn­ing­ar­stjóri Nor­datlantens Bryg­ge og get­ur því mót­að sýn­inga­dag­skrá þar eft­ir sínu höfði næstu ár­in. „For­veri minn hætti frek­ar skyndi­lega og stað­an losn­aði. Það var eft­ir að ég var beð­inn að setja upp þessa sýn­ingu, hún er bú­in að eiga lang­an að­drag­anda, að minnsta kosti allt þetta ár. En ég greip tæki­fær­ið og sótti um,“seg­ir hann og lýs­ir starf­semi Nor­datlantens Bryg­ge, húss vestn­or­rænu land­anna, Ís­lands, Fær­eyja og Græn­lands.

„Hús­ið er við Grøn­landske Hand­els Plads, gamla bryggju sem vör­um frá Íslandi, Fær­eyj­um, Græn­landi og Finn­mörku var skip­að upp á fram

til 1960 til 70. Af­urð­ir eins og ol­ía úr hvöl­um og sút­uð sel­skinn voru svo flutt það­an aft­ur til annarra landa. Núna er í hús­inu marg­hátt­uð starf­semi, með­al ann­ars stór veit­inga­stað­ur, sendi­ráð Ís­lands og þjón­ustu­skrif­stof­ur Græn­lands og Fær­eyja.

Stofn­un­in sem ég vinn fyr­ir er í tveim­ur stór­um sýn­ing­ar­söl­um. Ég fylli ann­an þeirra með þess­ari stóru sýn­ingu. Önn­ur verð­ur opn­uð viku seinna í hinum saln­um, á verk­um Jør­gens Simon­sen, dansks fata­hönnuð­ar sem gerði garð­inn fræg­an á 10. ára­tugn­um í Pa­rís og hef­ur unn­ið fyr­ir öll helstu tísku­hús­in. Það er til marks um fjöl­breyti­leik­ann. Á síð­ustu fimmtán ár­um hef­ur menn­ingu ver­ið miðl­að úr þessu húsi sem áð­ur hýsti vör­ur eins og sel­skinn og salt­fisk.

Enn leggj­ast skip að bryggj­unni, að­al­lega flott­ar skút­ur. Þetta er góð­ur stað­ur. Var svo­lít­ið af­skekkt­ur en fyr­ir fá­um ár­um var opn­uð göngu­og hjóla­brú frá Nýhöfn yf­ir á Kristjáns­höfn svo nú er Nor­datlantens Bryg­ge kom­ið í mið­bæj­ar­sam­band. Því hef­ur um­ferð í hús­ið auk­ist mjög mik­ið, sér­stak­lega af er­lend­um ferða­mönn­um, því eins og Reykja­vík er Kaup­manna­höfn spreng­full af túrist­um all­an árs­ins hring.“

Heið­ar Kári kveðst hlakka til að móta stefnu sýn­inga í hús­inu eft­ir sínu höfði og tengja þær Íslandi, Fær­eyj­um og Græn­landi, það bjóði upp á marga áhuga­verða mögu­leika. Hann er þó ekki al­flutt­ur út, held­ur „þvæl­ist fram og til baka“eins og hann orð­ar það. „Ég hír­ist í her­bergi núna en er alltaf að svip­ast um eft­ir íbúð svo kon­an og dótt­ir­in geti kom­ið til mín,“seg­ir hann og kveðst land­van­ur í Kö­ben. „For­eldr­ar mín­ir voru þar við nám í níu ár þeg­ar ég var lít­ill, og ég svo síð­ar.”

High & Low er fram­lag Sendi­ráðs Ís­lands í Kaup­manna­höfn til 100 ára af­mæl­is full­veld­is­ins og Heið­ar Kári seg­ir langt síð­an hald­in hef­ur ver­ið jafn viða­mik­il sýn­ing á ís­lenskri sam­tíma­list í borg­inni. „Við opn­un­ina 30. nóv­em­ber verða framd­ir gjörn­ing­ar og þann 5. des­em­ber verð­ur mál­þing með þátt­töku nokk­urra ís­lenskra fræði- og lista­manna.“

FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Heið­ar Kári er kom­inn með fram­tíð­ar­starf sem sýn­ing­ar­stjóri á Nor­datlantens Bryg­ge.

Una Björg Magnús­dótt­ir sýn­ir verk­ið sitt En­semble Set á High & Low.

Arna Ótt­ars­dótt­ir sýn­ir What Can I Do Anyway frá 2017 með leyfi i8.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.