Hæl­ið í Krist­nesi í Eyja­fjarð­ar­sveit verð­ur sögu­set­ur um berklafar­ald­ur­inn. Bak við verk­efn­ið er Ma­ría Páls­dótt­ir sem ólst upp á svæð­inu.

Hæl­ið verð­ur sögu­set­ur í Krist­nesi í Eyja­fjarð­ar­sveit um berklafar­ald­ur­inn. Bak við verk­efn­ið er Ma­ría Páls­dótt­ir sem ólst upp á svæð­inu. Hæl­ið hef­ur allt ver­ið byggt upp í sjálf­boða­vinnu og með af­ar litlu fé.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Stef­ant­[email protected]­bla­did.is

Hæl­ið verð­ur sögu­set­ur stað­sett í Krist­nesi í Eyja­firði og mun fjalla um sögu berkl­anna. Þar er Krist­nes­hæl­ið sem var reist sem berkla­hæli og fagn­aði 90 ára af­mæli í fyrra. Berkl­um hef­ur ekki ver­ið gert hátt und­ir höfði og eru kannski í hug­um flestra erf­ið reynsla sem best væri að gleyma. Ma­ría Páls­dótt­ir sem rek­ur Hæl­ið tel­ur hins veg­ar mik­il­vægt að minn­ast þeirra sem glímdu við sjúk­dóm­inn og að berkl­arn­ir séu jafn mik­il­væg­ur hluti sögu þjóð­ar­inn­ar eins og móðu­harð­ind­in eða her­nám­ið til dæm­is en hún réðst í það verk­efni að byggja upp Hæl­ið fyr­ir nokkr­um ár­um.

„Ég fékk þessa hug­dettu fyr­ir þrem­ur ár­um þeg­ar ég var að heim­sækja for­eldra mína sem búa í Reyk­hús­um í Eyja­fjarð­ar­sveit, sem er næsti bær við Krist­nes og þarna ólst ég upp og lék mér. Und­an­farna ára­tugi hef ég ver­ið að svekkja mig á því hvernig Krist­nes­þorp­ið hef­ur ver­ið að drabbast nið­ur hægt og ró­lega, Ég hugs­aði „af hverju ger­ir ekki neinn neitt í þessu?“en svo breytt­ist það í „hei, af hverju geri ég ekki eitt­hvað í þessu?“

Í fram­hald­inu af því fór Ma­ría að skoða hvað það væri sem hún sjálf gæti gert til að flikka upp á Krist­nes. Hún sá fyr­ir sér að það væri hægt að taka í notk­un nokk­ur hús á svæð­inu sem hafa stað­ið tóm, sum í ára­tugi. Um er að ræða sam­byggð hús – íbúð og svo heima­vist fyr­ir ein­hleypu starfs­stúlk­urn­ar sem var stund­um köll­uð Glaum­bær því það var svo mik­ið fjör þar.

„Mér fannst liggja bein­ast við að tengja þetta sögu stað­ar­ins; berkl­un­um. Það er kannski ekk­ert rosa­lega gríp­andi né sexí – en ég fór að skoða mál­ið, hvort þetta væri ekki eitt­hvað sem þyrfti að fjalla um. Víf­ils­stað­ir voru líka reist­ir sem berkla­hæli og þar eru bygg­ing­ar líka að dabbast nið­ur – al­veg sorg­legt hvernig yf­ir­lækn­is­bú­stað­ur­inn þar er að grotna nið­ur.“

Ma­ría tal­aði við Sjúkra­hús­ið á Akur­eyri sem á hús­in sem Ma­ría hafði auga­stað á. Sjúkra­hús­ið fékk þorp­ið nán­ast í fang­ið í kring­um 1990 seg­ir Ma­ría en ekki nægi­legt fjár­magn til að við­halda þeim. Sjúkra­hús­ið gaf grænt ljós svo Ma­ría fór að grúska í sögu berklafar­ald­urs­ins hér á landi.

„Þeg­ar ég fór að kafa of­an í sögu berkl­anna sá ég að þetta er stór­merki­legt. Það voru eng­in lyf til fyrr en 1950 en far­ald­ur­inn var í há­marki í kring­um 1930. Og hvernig var að grein­ast með berkla? Þú fórst inn á hæli með lífs­hættu­leg­an ólækn­andi sjúk­dóm og viss­ir ekk­ert hvort þú mund­ir nokkru sinni eiga aft­ur­kvæmt. Það dóu auð­vit­að skelfi­lega marg­ir. Ég hef hitt fólk sem hafði frá ýmsu mögn­uðu að segja og hlakka til að láta þess­ar sög­ur lifna við á sýn­ing­unni. Þetta verð­ur bæði áhuga­verð­ur og líka átak­an­leg­ur áfanga­stað­ur. Þessi sjúk­dóm­ur lagðist mik­ið á ungt fólk og það skapaðist svipað ástand og á stríðsárun­um þeg­ar unga

fólk­ið vissi ekki hvort það næði þrítugu – það bara lifði þá í botn, það var lífsþorsti, rómans og alls kon­ar. En æðruleysið sem það sýndi í þess­um að­stæð­um var stórkostle­gt.“

Íbúð­in er núna fullupp­gerð og orð­in að kaffi­húsi sem Ma­ría seg­ir vera ansi nota­legt. Verk­efn­ið fram und­an verð­ur svo að und­ir­búa sýn­ing­una sem verð­ur í starfs­stúlkna­hús­inu.

Ma­ría hef­ur unn­ið þetta allt sam­an í sjálf­boða­vinnu og af hug­sjón og ekki með mik­inn pen­ing milli hand­anna. Hún er eig­in­lega orð­laus yf­ir við­tök­un­um sem hún hef­ur feng­ið og allri hjálp­inni frá sveit­ung­un­um og fólki sem sér feg­urð­ina í að varð­veita þessa sögu, seg­ir það ómet­an­legt þeg­ar heil sveit rísi upp til að hjálpa. Hún hef­ur feng­ið styrki frá Upp­bygg­ing­ar­sjóði Norð­ur­lands eystra og Átaki til at­vinnu­sköp­un­ar og víð­ar og skellti sér með­al ann­ars í St­artup Tourism við­skipta­hrað­al­inn í fyrra.

„Ég var svo lán­söm að kom­ast þar inn. Það var ekki spurn­ing um að nýta sér það því að ég kann ekk­ert um stofn­un og rekst­ur fyr­ir­tækja! Ég þurfti al­veg gott nám­skeið sem ég fékk þar. Að spegla sig í þess­um sér­fræð­ing­um sem fund­uðu með mér var dýr­mætt og ég hitti svo marga og ólíka sér­fræð­inga sem gáfu mér allskon­ar ráð sem ég varð svo að vinsa úr. Það að kynn­ast fólki í brans­an­um er mjög dýr­mætt – það er ein­fald­ara að taka upp sím­ann og fá ráð.“

Hægt er að sækja um í St­artup Tourism við­skipta­hrað­al­inn fram til 3. des­em­ber.

ÞESSI SJÚK­DÓM­UR LAGÐIST MIK­IÐ Á UNGT FÓLK OG ÞAÐ SKAPAÐIST SVIPAÐ ÁSTAND OG Á STRÍÐSÁRUN­UM ÞEG­AR UNGA FÓLK­IÐ VISSI EKKI HVORT ÞAÐ NÆÐI ÞRÍTUGU – ÞAÐ BARA LIFÐI ÞÁ Í BOTN, ÞAÐ VAR LÍFSÞORSTI, RÓMANS OG ALLS KON­AR. EN ÆÐRULEYSIÐ SEM ÞAÐ SÝNDI Í ÞESS­UM AЭSTÆЭUM VAR STÓRKOSTLE­GT.

Ma­ría hef­ur feng­ið ómet­an­lega hjálp frá nærri öll­um íbú­um Eyja­fjarð­ar­sveit­ar enda er öll upp­bygg­ing set­urs­ins í sjálf­boða­vinnu.

Ma­ría stend­ur vakt­ina í við­eig­andi klæðn­aði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.