Súrn­un sjáv­ar hef­ur bein áhrif á þorskinn

Ný norsk rann­sókn varp­ar ljósi á að súrn­un sjáv­ar í takt við hækk­andi hita­stig í heims­höf­un­um gæti haft áhrif á þorsk­stofn­inn í N-Atlants­hafi. Gæti haft bein áhrif á ís­lenskt þjóð­ar­bú.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - [email protected]­bla­did.is

Súrn­un sjáv­ar sam­fara hækk­andi hita­stigi í Norð­ur-Atlants­hafi mun hafa gríð­ar­leg áhrif á mik­il­væg­asta nytja­stofn okk­ar Ís­lend­inga, þorskinn. Færri fisk­ar ná að vaxa upp og hrygn­ing­ar­svæði hans fær­ast norð­ur fyr­ir heim­skauts­baug. Þetta er nið­ur­staða nýrr­ar rann­sókn­ar norskra vís­inda­manna á áhrif­um lofts­lags­breyt­inga á líf N-Atlants­hafs­þorsks­ins.

Grein­in birt­ist í hinu virta vís­inda­tíma­riti Science Ad­vanced. Hér áð­ur fyrr höfðu vís­inda­menn að­al­lega beint sjón­um að hækk­andi hita­stigi sjáv­ar og tal­ið súrn­un ekki hafa mik­il áhrif á fiska.

„Súrn­un­in hef­ur þessi nei­kvæðu áhrif. Þeg­ar áhrif súrn­un­ar bæt­ast við það sem menn héldu áð­ur að þorsk­ur­inn myndi þola ágæt­lega, þá gild­ir það ekki leng­ur og þorsk­ur­inn þol­ir það ekki leng­ur,“seg­ir Hreið­ar Þór Val­týs­son, lektor í sjáv­ar­líf­fræði við Há­skól­ann á Akur­eyri. „Það sem menn héldu að væri ör­uggt og allt í lagi áð­ur er það ekki leng­ur. Rann­sókn­in sýn­ir að súrn­un­in hef­ur áhrif á þorskl­irf­urn­ar og það get­ur haft mik­il áhrif.“

Rann­sókn norsku vís­inda­mann­anna sýn­ir að hrygn­ing­ar­svæði N-Atlants­hafs­þorsks­ins minnki og fær­ist æ norð­ar en nú er. Súrn­un valdi því að færri seiði nái að þrosk­ast sem veld­ur fækk­un í stofn­in­um. Hreið­ar Þór seg­ir það sam­band þó ekki þurfa að eiga við Ís­land.

„Þetta er svo­lít­ið flók­ið sam­band, það sem við mynd­um sjá fyrst í þessu er að þorsk­ur­inn myndi hrygna mun meira norð­an við Ís­land í kald­ari sjó. Það væri fyrsta stig­ið, og að minnka hrygn­ingu fyr­ir sunn­an land. Sjór­inn fyr­ir sunn­an myndi þá vera að nálg­ast þetta krí­tíska hita­stig fyr­ir hrygn­ingu.“

Súrn­un sjáv­ar sam­fara hækk­andi hita­stigi í Norð­urAtlants­hafi mun hafa gríð­ar­leg áhrif á mik­il­væg­asta nytja­stofn okk­ar Ís­lend­inga, þorskinn. Færri fisk­ar ná að vaxa upp og hrygn­ing­ar­svæði hans fær­ast norð­ur fyr­ir heim­skauts­baug.

Þetta sýn­ir ný rann­sókn norskra vís­inda­manna sem birt­ist í gær í hinu virta tíma­riti Science Ad­vance. Lofts­lags­breyt­ing­ar í Norð­ur-Atlants­hafi og á norð­ur­slóð­um valda nýj­um ógn­um fyr­ir sjáv­ar­út­vegs­þjóð­ir á svæð­inu. Vís­inda­menn­irn­ir sýna fram á að súrn­un veld­ur erf­ið­leik­um í hrygn­ingu þorsks­ins. Hækk­un hita­stigs og súrn­un sjáv­ar mun því hafa mikl­ar af­leið­ing­ar.

Hreið­ar Þór Val­týs­son, lektor við við­skipta- og raun­vís­inda­svið Há­skól­ans á Akur­eyri og sér­fræð­ing­ur í sjáv­ar­líf­fræði og sjáv­ar­út­vegs­fræð­um, seg­ir þessa rann­sókn áhuga­verða fyr­ir þær sak­ir að nú sé reynt að greina áhrif súrn­un­ar á þorskinn.

„Oft­ast hef­ur ver­ið tal­að um að súrn­un­in hefði ekki áhrif á fiska, að­al­lega á þá sem væru með ytri kalk­stoð­grind, skeldýr og ann­að slíkt. Svo eru Norð­menn­irn­ir með sín­ar gríð­ar­lega öfl­ugu rann­sókn­ir að sýna fram á að það sé ekk­ert svo- leið­is,“seg­ir Hreið­ar Þór og bend­ir á að nytja­stofn­inn gæti minnk­að. „Súrn­un­in hef­ur kannski ekki áhrif á full­orðna fiska en get­ur haft áhrif á seið­in. Rétt eft­ir klak eru þau ofsa­lega við­kvæm og þar hef­ur súrn­un­in áhrif á frum­stigi. Ef þú eyk­ur dán­ar­tíðn­ina þá færðu færri full­orðna fiska og því fækk­ar í stofn­in­um sem því nem­ur.“

Vís­inda­menn­irn­ir benda á að súrn­un­in geti gert það að verk­um að hrygn­ing­ar­stöðv­ar þorsks­ins fær­ist norð­ur fyr­ir heim­skauts­baug. Hreið­ar Þór seg­ir að þær nið­ur­stöð­ur gætu átt að­eins við hrygn- ing­ar­stöðv­ar við Nor­eg. „Þetta er pínu­lít­ið flók­ið sam­band og því er ekki hægt að segja með vissu hvort þær spár eigi al­veg full­kom­lega við um ís­lensk­an veru­leika. Hins veg­ar er hægt að gera sér í hug­ar­lund að þorsk­ur­inn hrygni frek­ar norð­an við Ís­land og hætti að hrygna fyr­ir sunn­an land.“

Verð­mæt­in sem fel­ast í veið­um á þorski skipta sköp­um fyr­ir þjóð­ar­bú­ið. Um helm­ing­ur verð­mæta sem dreg­in eru upp úr sjó við Ís­lands­strend­ur kem­ur frá þorsk­veið­um. „Súrn­un­in get­ur mögu­lega haft bein nei­kvæð áhrif á okk­ar nytja­stofna. Þorsk­ur­inn er lang­sam­leg­ast mik­il­væg­asti nytja­stofn okk­ar og súrn­un gæti kostað okk­ur millj­arða í krón­um á hverju ári,“seg­ir Hreið­ar Þór.

Hreið­ar Þór Val­týs­son.

FRÉTTABLAЭIÐ/STEFÁN

Súrn­un sjáv­ar gæti haft gríð­ar­leg áhrif á mik­il­væg­asta nytja­stofn Ís­lend­inga, þorskinn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.