Tí­undi hver í efsta bekk veip­ar dag­lega

Fréttablaðið - - FORSÍÐA -

Aldrei hafa fleiri ung­menni not­að veip­ur og rafrett­ur. Ný könn­un Rann­sókna og grein­ing­ar sýn­ir fram á að yf­ir 40 pró­sent nem­enda í 10. bekk grunn­skóla hafa próf­að rafrettu einu sinni eða oft­ar. Tíu pró­sent efstu bekk­inga nota rafrett­ur dag­lega og hef­ur hlut­fall­ið aldrei ver­ið hærra. For­eldr­ar grunn­skóla­barna hafa áhyggj­ur af notk­un­inni og kalla á að­gerð­ir stjórn­valda.

Notk­un rafretta hef­ur auk­ist gríð­ar­lega und­an­far­in ár. Notk­un þeirra sem hjálp­ar­tækja við að hætta að reykja er um­deild og sömu­leið­is eru tak­mark­að­ar upp­lýs­ing­ar til um áhrif þeirra á heilsu fólks, til lengri og skemmri tíma. Þó hafa heil­brigð­is­yf­ir­völd víða um heim lagt bless­un sína yf­ir notk­un rafretta til að hjálpa reyk­inga­fólki að hætta enda eru þær marg­falt minna heilsu­spill­andi en hefð­bundn­ar síga­rett­ur.

Notk­un ungs fólks á rafrett­um hef­ur færst veru­lega í auk­ana und­an­far­ið en það þyk­ir áhyggju­efni þar sem lík­ur eru á að rafrettu­notk­un barna leiði til reyk­inga.

„Í nán­ast hvaða skóla sem ég heim­sæki er rætt um rafrettu­notk­un barna og ung­menna, og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyr­ir þetta,“seg­ir Sig­ríð­ur Björk Ein­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka for­eldra grunn­skóla­barna í Reykja­vík.

„Ég hef rætt við for­eldra barna allt nið­ur í 7. bekk og þar er­um við að ræða um 12 ára börn sem hafa ver­ið að nota rafrett­ur.“

Lækna­fé­lag Ís­lands sendi frá sér álykt­un á dög­un­um og taldi þeim ár­angri, sem Ís­lend­ing­ar hafa náð við að minnka reyk­ing­ar barna, stefnt í hættu með nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi á sölu veipa og rafretta. –

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.