Einka­að­il­ar geti áfram birt dóma­söfn á net­inu

Dóms­mála­ráð­herra tel­ur áhyggj­ur fjöl­miðla af þrengri regl­um um birt­ingu dóma óþarf­ar. Spyr hvort það sé hlut­verk rík­is­ins að halda ut­an um op­in­bera skrá á net­inu. For­stjóri Per­sónu­vernd­ar seg­ir að­al­at­riði að far­ið sé að lög­um.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTABLAЭIÐ/EYÞÓR adal­[email protected]­bla­did.is

Dóms­mála­ráð­herra tel­ur frum­varp um breyt­ing­ar á því hvernig birt­ingu dóma er hátt­að ekki koma í veg fyr­ir að einka­að­il­ar geti hald­ið úti gagna­grunn­um með dóma­söfn­um dóm­stól­anna. Fyr­ir­hug­að­ar breyt­ing­ar taki ein­göngu til rík­is­valds­ins.

Þetta kom fram í máli Sig­ríð­ar Á. And­er­sen á opn­um fundi dóm­stóla­sýsl­unn­ar í gær um til­gang birt­ing­ar dóma á in­ter­net­inu og fyr­ir­hug­að­ar breyt­ing­ar á regl­um þar að lút­andi.

Á fund­in­um vís­aði Sig­ríð­ur til áhyggja fjöl­miðla af því að frum­varp­ið mæli fyr­ir um þrengri að­gang manna að upp­lýs­ing­um frá dóm­stól­um og sagði ráð­herra þær áhyggj­ur óþarf­ar.

„Þetta lýt­ur bara að birt­ingu rík­is­valds­ins á in­ter­net­inu,“sagði Sig­ríð­ur og benti á að áfram verði op­inn að­gang­ur að rétt­ar­höld­um og all­ir sem vilji muni áfram geta feng­ið end­ur­rit saka­dóma hjá dóm­stól­um. Fjöl­miðl­ar geti þannig óháð frum­varp­inu fjall­að um dóma og nafn­greint þá sem þeir vilji. Þá geti menn einnig hald­ið úti skrám og gagna­bönk­um með dóm­um eins og áð­ur.

„Sp­urn­ing­in er hins veg­ar, finnst mér, hvort það er hlut­verk rík­is­valds­ins að halda þessa op­in­beru skrá á in­ter­net­inu,“sagði Sig­ríð­ur.

Vef­síð­an fonsj­ur­is.is er rek­in af einka­að­il­um og þar er hald­ið úti safni op­in­berra upp­lýs­inga á sviði lög­fræði. Hægt er að fá að­gang að vefn­um gegn gjaldi en á hon­um eru birt­ir all­ir dóm­ar Hæsta­rétt­ar frá upp­hafi, dóm­ar annarra dóm­stóla sem birt­ir hafa ver­ið auk úr­skurða fjölda kær­u­nefnda og ritrýndra fræði­greina á ís­lensku.

Fonsj­ur­is seg­ir að fræði­menn og lög­menn fái að­gang fyr­ir 9.900 kr. á mán­uði.

„Ef fylgt er regl­um um rétta birt­ingu dóma get ég ekki séð að það skipti máli hver birt­ir dóm­ana en það þarf hins veg­ar að gera í sam­ræmi við lög,“seg­ir Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar. „Við er­um bara kom­in með per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf­ina í fang­ið og burt- séð frá skoð­un­um okk­ar þá má ekki birta hvað sem er, ekki í dóm­um frek­ar en ann­ars stað­ar,“seg­ir Helga.

Þau frum­varps­drög sem voru til um­ræðu á fund­in­um gera með­al ann­ars ráð fyr­ir því að hætt verði að nafn­greina þá sem dæmd­ir eru fyr­ir refsi­verða hátt­semi og öll nöfn verði af­máð úr dóm­um í saka­mál­um. Hætt verði að birta hér­aðs­dóma í kyn­ferð­is­brota­mál­um, mál­um er varða brot í nánu sam­bandi og mál um nálg­un­ar­bann. Verði dóm­um í mála­flokk­um þess­um áfrýj­að verði ein­göngu birt reif­un dóms þeg­ar end­an­leg­ur dóm­ur er geng­inn.

Þá gera drög­in ráð fyr­ir því að dóm­stóla­sýsl­unni verði heim­ilt að setja regl­ur til að tak­marka mynda­tök­ur í dóm­hús­um.

Sp­urn­ing­in er hins veg­ar, finnst mér, hvort það er hlut­verk rík­is­valds­ins að halda þessa op­in­beru skrá á in­ter­net­inu. Sig­ríð­ur Á. And­er­sen

Ráð­herra ræddi við dóm­ara og lög­menn í upp­hafi fund­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.