ASÍ ekki rætt hug­mynd­ir Ragn­ars Þórs

Fréttablaðið - - FRÉTTIR -

„Þess­ar hug­mynd­ir hafa ekki ver­ið rædd­ar inn­an Al­þýðu­sam­bands­ins. En það er stöð­ugt til um­ræðu hjá okk­ur hvernig hægt er að beita líf­eyr­is­sjóð­un­um,“seg­ir Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, um hug­mynd­ir Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR.

Ragn­ar sagði í frétta­skýr­inga­þætt­in­um Kveik sem sýnd­ur var á RÚV á þriðju­dags­kvöld að verka­lýðs­hreyf­ing­in gæti beitt áhrif­um sín­um inn­an líf­eyr­is­sjóða til að knýja á um kjara­samn­inga. Hægt væri að beina þeim til­mæl­um til stjórn­ar- manna verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar að skrúfa fyr­ir all­ar fjár­fest­ing­ar á með­an óvissa ríkti eða samn­ing­ar væru laus­ir.

Drífa seg­ist auð­vit­að finna fyr­ir sterk­um vilja til þess að líf­eyr­is­sjóð­irn­ir taki sið­ferð­is­lega ábyrgð í við­skipta­líf­inu. „Við höf­um rætt að þeir séu ekki að fjár­festa í fyr­ir­tækj­um sem eru til dæm­is að borga of­ur­laun. Það er sjálfsagt að taka allt til um­ræðu hjá ASÍ sem varð­ar líf­eyr­is­sjóð­ina.“

Fjár­mála­eft­ir­lit­ið (FME) birti í gær til­kynn­ingu á vef sín­um þar sem minnt er á þær kröf­ur sem gerð­ar eru sam­kvæmt lög­um til starf­semi líf­eyr­is­sjóða. Bent er á að hlut­verk þeirra sé að veita við­töku ið­gjaldi til greiðslu líf­eyr­is vegna elli, ör­orku eða and­láts. Stjórn líf­eyr­is­sjóðs beri ábyrgð á að starf­sem­in sé í sam­ræmi við lög. Það sé svo hlut­verk FME að hafa eft­ir­lit með starf­semi líf­eyr­is­sjóða. Tel­ur FME með hlið­sjón af þessu að stjórn­ar­mönn­um líf­eyr­is­sjóða sé óheim­ilt að beita sér fyr­ir því að sjóð­irn­ir séu nýtt­ir í öðr­um til­gangi en þeim sem að fram­an grein­ir. – sar

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.