Stefna rík­inu vegna kjöts­ins

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - NORDICPHOT­OS/GETTY – sar

„Stjórn­völd eru ekki að sinna þeirri skyldu sinni að breyta regl­un­um eins og leið­ir af dómi Hæsta­rétt­ar að skuli gera. Þetta hef­ur þá bara þess­ar af­leið­ing­ar að það hef­ur skap­ast skaða­bóta­skylda gagn­vart kjöt­inn­flytj­end­um þang­að til þetta er lag­að,“seg­ir Arn­ar Þór Stef­áns­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, sem hef­ur fyr­ir hönd Haga stefnt ís­lenska rík­inu vegna höfn­un­ar á inn­flutn­ingi á fersku kjöti.

„Við gáf­um stjórn­völd­um færi á að greiða bæt­ur strax. Þetta var skamm­ur frest­ur eða ein vika en það kom svar að Rík­is­lög­mað­ur ætl­aði að leita um­sagn­ar. Við telj­um ekki efni til slíks enda er bú­ið að dæma í Hæsta­rétti og þess vegna var ákveð­ið að stefna strax. Svo krefj­umst við álags á máls­kostn­að út af þess­um ít­rek­uðu brot­um rík­is­ins og því að greiða ekki skaða­bæt­ur strax.“

Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, seg­ist vita til þess að fleiri kjötsend­ing­ar séu vænt­an­leg­ar til lands­ins á allra næstu dög­um og vik­um.

„Kannski er stjórn­völd­um bara sama um þess­ar skaða­bæt­ur en þá verða þau bara að segja það að þau séu til­bú­in að greiða bæt­ur til að friða tals­menn land­bún­að­ar­ins. Þótt fjár­hæð­irn­ar í þessu máli séu ekki há­ar þá vakn­ar sú spurn­ing hvort ein­hver þurfi að taka af skar­ið og flytja inn fyr­ir 100 millj­ón­ir til að hreyfa við stjórn­völd­um?“

Fleiri send­ing­ar af fersku kjöt eru á leið til lands­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.