Rík­ið greið­ir Vísi fyr­ir frétt­ir

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið greið­ir vef­miðl­in­um vis­ir.is 350 þús­und krón­ur á mán­uði fyr­ir að birta grein­ar sem skrif­að­ar eru um þró­un­ar­sam­vinnu. Grein­arn­ar eru birt­ar sem kynn­ing­ar­efni á vefn­um.

Sam­kvæmt svari ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins var ákveð­ið að leita leiða til að auka út­breiðslu frétta frá Heims­ljósi, sem er und­ir­síða á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

„Fyr­ir­spurn var send á tvo stærstu vef­miðla lands­ins, mbl.is og vis­ir.is, þar sem ósk­að var eft­ir verð­til­boð­um. Báð­ir miðla lýstu yf­ir áhuga á frek­ara sam­starfi um birt­ingu frétta um þró­un­ar­sam­vinnu. Þar sem til­boð Vís­is var hag­stæð­ara var ákveð­ið að ganga til samn­inga við þann mið­il,“seg­ir Sveinn H. Guð­mars­son, upp­lýs­inga­full­trúi ráðu­neyt­is­ins. Sam­kvæmt samn­ingn­um fær starfs­mað­ur Vís­is efni frá Heims­ljósi og af­rit­ar inn í rit­stjórn­ar­kerfi Vís­is og þurfa grein­arn­ar að vera sýni­leg­ar of­ar­lega á síð­unni en fara svo í sér und­ir­flokk. Vís­ir legg­ur jafn­framt til fasta aug­lýs­inga­borða sem vísa á Heims­ljós og tryggja 15-20 þús­und birt­ing­ar á dag.

Samn­ing­ur­inn tók gildi 1. októ­ber og gild­ir til fjög­urra mán­aða með heim­ild um að fram­lengja.

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.