Þurfi að taka á sig tug­pró­senta af­skrift­ir

Fréttablaðið - - MARKAÐURIN­N - hor­d­[email protected]­bla­did.is

Icelanda­ir þrýst­ir á að fé­lag­ið standi und­ir tals­vert minni hluta af höf­uð­stól skulda­bréfa­eig­enda WOW air. Grein­andi Lands­bank­ans seg­ir það ekki koma á óvart ef hlut­hafa­fundi Icelanda­ir á föstu­dag verði frest­að. Þurfi góð rök fyr­ir hluta­fjáraukn­ingu ef ekki verð­ur af kaup­um á WOW air.

Skulda­bréfa­eig­end­ur WOW air, sem fjár­festu fyr­ir sam­tals 60 millj­ón­ir evra, jafn­virði 8,5 millj­arða króna, í skulda­bréfa­út­boði flug­fé­lags­ins sem lauk um miðj­an sept­em­ber, gætu þurft að sam­þykkja tug­pró­senta af­skrift­ir af höf­uð­stól sín­um eigi fyr­ir­hug­uð kaup Icelanda­ir Group á WOW air að ná fram að ganga. Icelanda­ir þrýst­ir nú mjög á að fé­lag­ið taki á sig tals­vert minni hluta skuld­bind­ing­ar­inn­ar, eða mögu­lega í kring­um 70 pró­sent af höf­uð­stól bréf­anna, en áð­ur hafði ver­ið gert ráð fyr­ir, sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðs­ins.

Í bréfi WOW air til skulda­bréfa­eig­enda fé­lags­ins, dag­settu 9. nóv­em­ber, kom fram að það væri skil­yrði fyr­ir yf­ir­töku Icelanda­ir að kauprétt­ir þeirra að hluta­fé í fé­lag­inu verði felld­ir nið­ur. Þess í stað myndi WOW air bjóð­ast til að greiða skulda­bréf­in á loka­gjald­daga haust­ið 2021 með tutt­ugu pró­senta þókn­un of­an á höf­uð­stól­inn.

Þau áform, eins og greint var frá í Mark­aðn­um í gær, fólu þá í sér að Icelanda­ir myndi standa und­ir 90 pró­sent­um af höf­uð­stól skuld­anna og Skúli Mo­gensen, for­stjóri og eini hlut­hafi WOW air, greiði það sem upp á vant­ar með þeim hluta­bréf­um sem hann kann að eign­ast í sam­ein­uðu fé­lagi. Nú mun Icelanda­ir hins veg­ar hafa sett fram það skil­yrði að greiðsla fé­lags­ins til skulda­bréfa­eig­enda WOW air verði nokk­uð lægri en 90 pró­sent og þá er veru­leg óvissa um hvort Skúli geti bætt kröfu­höf­um fé­lags­ins upp mis­mun­inn. Nið­ur­staða áreið­an­leika­könn­un­ar mun leiða í ljós hve stór­an hlut Skúli mun fá af­hent­an í sam­ein­uðu fé­lagi en hann get­ur ver­ið á bil­inu 1,8 til 6,6 pró­sent.

Eins og Mark­að­ur­inn hef­ur áð­ur upp­lýst um voru ís­lensk­ir fjár­fest­ar með 37 pró­sent af heild­ar­eft­ir­spurn­inni í skulda­bréfa­út­gáfu WOW air í sept­em­ber eða sem nem­ur um 22 millj­ón­um evra. Tveir sjóð­ir í stýr­ingu GAMMA Capital Mana­gement fjár­festu til dæm­is fyr­ir sam­an­lagt tvær millj­ón­ir evra. Banda­rísk­ir fjár­fest­ar keyptu um fjórð­ung­inn af út­gáf­unni og fjár­fest­ar frá Norð­ur­lönd­un­um 19 pró­sent á með­an af­gang­ur­inn – um 19 pró­sent – var seld­ur til annarra fjár­festa í Evr­ópu.

Í bréfi sem Skúli skrif­aði eig­end­um skulda­bréfa WOW air á þriðju­dag benti hann á að ýms­ir þætt­ir í rekstri og um­hverfi fé­lags­ins hefðu þró­ast til verri veg­ar und­an­far­ið sem hefði gert það að verk­um að fé­lag­ið þurfi nauð­syn­lega á fjár­mögn­un að halda. Skúli upp­lýsti einnig um það í bréf­inu að hann hefði sjálf­ur fjár­fest í út­boð­inu fyr­ir um 5,5 millj­ón­ir evra, jafn­virði 770 millj­óna króna. Þá hef­ur Fréttablað­ið heim­ild­ir fyr­ir því að hinn ung­verskætt­aði Steven Ud­var-Házy hafi ver­ið á með­al þeirra fjár­festa sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boð­inu. Hann er eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins Air Lea­se Corporati­on sem á stærst­an hluta þeirra véla, eða alls sjö, sem WOW air er með í rekstr­ar­leigu.

FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR

Flug­véla­floti Icelanda­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.