Börn og rafrett­ur, eitr­uð blanda

Fréttablaðið - - TILVERAN - Teit­ur Guð­munds­son lækn­ir

Mik­il um­ræða hef­ur átt sér stað um rafrett­ur að und­an­förnu og er sér­stakt áhyggju­efni hversu marg­ir ung­ling­ar virð­ast nota veip­ur eða rafsíga­rett­ur. Ný­leg­ir lýð­heilsu­vís­ar Embætt­is land­lækn­is sýna að notk­un 10. bekk­inga er veru­leg, ríf­lega 22% þeirra höfðu veip­að einu sinni eða oft­ar í mán­uði. Þess­ar nið­ur­stöð­ur eru svo slá­andi að Lækna­fé­lag Ís­lands sá sig knú­ið til að leggja fram álykt­un á að­al­fundi fé­lags­ins í byrj­un nóv­em­ber, þar sem stjórn­völd eru hvött til þess að stöðva nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag á sölu á rafrett­um. Þá er bent á að rafrett­ur séu hættu­leg­ar í sömu álykt­un og að það skuli stefnt að sölu þeirra með öðr­um hætti til þeirra sem hyggj­ast nota þær til að hætta að reykja, til dæm­is í apó­tek­um. Víða er­lend­is eru viðr­að­ar svip­að­ar áhyggj­ur.

Af hverju eru veip­ur hættu­leg­ar börn­um?

Vís­inda­menn eru enn að ríf­ast um lang­tíma­áhrif af veip­um/rafsíga­rett­um og er ljóst að skað­semi þeirra birt­ist öðru­vísi en við hefð­bundn­ar reyk­ing­ar. Í flest­um veip­um er um að ræða vökva sem er hit­að­ur og mynd­ar gufu sem fólk and­ar að sér og í guf­unni er nikó­tín ásamt ýms­um öðr­um efn­um. Nikó­tín er ávana­bind­andi efni og hef­ur ver­ið bent á að slík­ur ávani geti auk­ið lík­ur á notk­un á tób­aki, t.d. síga­rett­um, í fram­tíð­inni en einnig fíkni­efn­um. Slíkt er enn um­deilt og ólík­legt að sú um­ræða verði til lykta leidd á næst­unni. Góð regla er að með­an slík óvissa er til stað­ar er best að byrja alls ekki.

Mjög er rætt um áhrif nikó­tíns á heil­ann og hafa lækn­ar áhyggj­ur af nei­kvæð­um breyt­ing­um á at­hygli, lær­dóms­getu, lund­arfari og hvata­stjórn­un. Þá vísa sér­fræð­ing­ar til þess að nikó­tín raski mynd­un tauga­boða í heil­an­um þeg­ar hann er að þrosk­ast.

Áhætt­an við veip­ur get­ur einnig fal­ist í þeim auka­efn­um sem eru í guf­unni fyr­ir ut­an nikó­tín líkt og rok­gjörn­um líf­ræn­um efna­sam­bönd­um, þung­málm­um, smáögn­um og ýmsu fleira sem get­ur mögu­lega vald­ið krabba­meini, lungna­sjúk­dóm­um og öðr­um vanda.

Allt þetta er svo fyr­ir ut­an mögu­leg eitr­un­ar­áhrif af því að kyngja eða fá á sig vökv­ann sjálf­an, t.d. í augu eða á húð. Þá má ekki gleyma því þeg­ar tæk­in hafa sprung­ið eða of­hitn­að með marg­vís­leg­um af­leið­ing­um fyr­ir ein­stak­ling­inn sjálf­an og hans nán­asta um­hverfi.

Það er auð­vit­að öll­um ljóst að sam­an­burð­ur milli þess að reykja tób­ak og að nota rafsíga­rett­ur er veru­leg­ur en hér er ekki ver­ið að bera sam­an slíka neyslu. Held­ur hvort það sé skyn­sam­legt að hindra að­gang ung­menna að rafsíga­rett­um, enda al­ger­lega óum­deilt að það að nota slíkt tæki er hættu­legra heilsu þeirra en að nota ekk­ert og byrja aldrei.

Hvað er til ráða?

Besta for­vörn­in er að for­eldr­ar hvorki reyki né noti veip­ur og séu góð­ar fyr­ir­mynd­ir fyr­ir börn sín. Þeir sem veipa og eru full­orðn­ir ættu að vita að notk­un á rafrett­um ætti ein­ung­is að vera tíma­bund­in og þá sem að­stoð til að hætta reyk­ing­um, aðr­ar ábend­ing­ar eru ekki til, held­ur má flokka sem fíkn. Gott er að byrja um­ræð­una snemma og hvetja börn­in til þess að halda sig frá öllu tób­aki sem og rafrett­um. Fræðsla er lyk­il­at­riði og að upp­lýs­ing­ar séu sett­ar fram á að­gengi­leg­an og skýr­an hátt. Þá er lík­legt að lög­gjöf muni skila ár­angri til þess að verja börn og ung­linga fyr­ir slíkri neyslu enda ekk­ert sem styð­ur við slíkt nema síð­ur sé.

Ný­leg­ir lýð­heilsu­vís­ar Embætt­is land­lækn­is sýna að notk­un 10. bekk­inga er veru­leg, ríf­lega 22% þeirra höfðu veip­að einu sinni eða oft­ar í mán­uði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.