Strang­ar regl­ur um skil­ríki

Fréttablaðið - - TILVERAN -

Stefán Arn­órs­son er einn eig­enda fimm rafrettu­versl­ana Grand Vape Shop. Hann seg­ir eft­ir­lit í sín­um versl­un­um vera mjög strangt. „Frá því að við opn­uð­um okk­ar fyrstu verslun höf­um við ver­ið mjög ströng á regl­um um 18 ára ald­urstak­mark. All­ar búð­irn­ar okk­ar eru merkt­ar slík­um tak­mörk­un­um í glugg­um okk­ar versl­ana og þeir starfs­menn sem ekki fram­fylgja þess­um regl­um fá áminn­ingu,“seg­ir Stefán. „Við er­um að biðja fólk um skil­ríki allt upp í þrí­tugt.“

Stefán seg­ir að eig­end­um rafrettu­versl­ana sé mál­ið mjög hug­leik­ið og ít­rek­ar að rafrett­ur séu ekki ætl­að­ar börn­um og ung- menn­um. „Við telj­um engu að síð­ur rafrett­ur og veip­ur vera mik­il­vægt tæki fyr­ir fólk til þess að venja sig af síga­rett­ur­eyk­ing­um en auð­vit­að er það ekki fyr­ir neinn und­ir 18 ára aldri. Við höf­um rætt þetta í ljósi þeirr­ar gagn­rýni sem við höf­um feng­ið á okk­ur og höf­um ákveð­ið að senda frá okk­ur yf­ir­lýs­ingu vegna máls­ins,“seg­ir Stefán.

„Við vilj­um að sjálf­sögðu ekki höfða til barna né ung­menna. En við get­um auð­vit­að ekki stopp­að það að fólk með ald­ur til kaupi fyr­ir þá sem hafa ekki ald­ur til. Það þyrfti kannski að auka for­varn­ir á þessu sviði,“seg­ir Stefán.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.