8 góð ráð til að halda húð­inni heil­brigðri þeg­ar kóln­ar í veðri

Fréttablaðið - - TILVERAN -

Vernd­aðu húð­ina fyr­ir kulda og sól. Ef þú stund­ar úti­vist vernd­ar þú húð­ina gegn kulda með því að bera á hana feitt krem, t.d. Eucer­in sem er líkt og vasel­ín en án vatns. Sól­ar­vörn kem­ur líka að gagni, sér­stak­lega ef ver­ið er á skíð­um eða fjall­göngu. Gefðu húð­inni næg­an raka með því að nota krem sem hent­ar þér. Ef þú ert með þurra húð hjálp­ar að taka inn ómega-3 fitu­sýr­ur úr sjáv­ar­rík­inu. Kolla­gen, t.d. unn­ið úr fiskroði, gef­ur húð­inni einnig meiri raka. Og mundu að drekka nóg vatn, sér­stak­lega ef þú drekk­ur kaffi eða áfengi sem eru vatns­los­andi.

Hugs­aðu um að næra lík­amann en ekki níð­ast á hon­um. Flest sem þú get­ur borð­að beint úr líf­rík­inu er gott fyr­ir þig. Ef þú ert með bólgu­vanda­mál í húð­inni eins og ból­ur eða ex­em þá get­ur hjálp­að að taka inn góða gerla þar sem þarma­flór­an er ná­tengd ónæmis­kerf­inu sem aft­ur hef­ur áhrif á húð­ina. Stilltu hringj­ara til að minna þig á hátta­tím­ann þannig að þú gleym­ir þér ekki og verð­ir svefn­v­ana enn aðra nótt­ina. Regla á svefni er mik­il­væg. Til dæm­is vit­um við að djúpsvefn­inn er mik­il­væg­ur fyr­ir fram­leiðslu vaxt­ar­horm­óna sem hjálp­ar okk­ur að end­ur­nýja m.a. húð­ina. Djúpsvefn minnk­ar með aldr­in­um svo nýttu hann með­an þú get­ur!

Hreyfðu þig meira en úr rúm­inu í bíl­inn og í skrif­stofu­stól­inn. Hreyf­ing örv­ar blóð­flæði og súr­efn­is­flutn­ing til húð­ar­inn­ar og mynd­ar nýj­ar blóðæð­ar þannig að húð­in fær meira súr­efni og nær­ingu.

Ef streita bank­ar oft upp á þá er hug­leiðsla öfl­ugt tól til að róa hug­ann og þar með lík­amann. Streita get­ur hrað­að öldrun húð­ar­inn­ar með því að fækka frum­um sem fram­leiða kolla­gen. Það eru til góð snjall­for­rit eins og Calm eða Headspace og einnig er hægt að sækja ókeyp­is nám­skeið.

Haltu þig frá ljósa­bekkj­um sem eru það al­versta fyr­ir húð­ina. Út­fjólu­blá­ir geisl­ar brjóta nið­ur erfða­efni húð­fruma og læt­ur húð­ina eld­ast hrað­ar. Mun holl­ara er að taka inn D-víta­mín og fá sér há­deg­is­göngu­túr en að fara í ljós.

Segðu skil­ið við alla tób­aksnotk­un. Öfugt við hreyf­ingu þá veld­ur nikó­tín því að æð­arn­ar drag­ast sam­an og húð­in fær minni nær­ingu. Auk þess minnka efn­in í síga­rett­um súr­efn­is­flutn­ing en súr­efni er nauð­syn­legt fyr­ir frum­urn­ar okk­ar til að end­ur­nýja sig.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.