Vax­andi óþreyja leigu­sala WOW air

Fréttablaðið - - TILVERAN -

Vax­andi óþreyju gæt­ir á með­al eig­enda flug­véla sem eru í rekstri WOW air. Ótt­ast leigu­sal­arn­ir, sem eru að­al­lega fé­lög sem sér­hæfa sig í fjár­mögn­un og út­leigu flug­véla, að samruni flug­fé­lags­ins og Icelanda­ir gangi ekki eft­ir og að WOW air tak­ist ekki að standa í skil­um um næstu mán­aða­mót – eft­ir að fé­lag­ið hef­ur greitt starfs­fólki sínu laun – með greiðslu af­borg­ana.

Mörg mál standa enn út af í við­ræð­um Icelanda­ir og WOW air. Stjórn­end­ur Icelanda­ir vilja ekki að flug­menn WOW air verði á sama kjara­samn­ingi og flug­menn WOW air.

Enn eru mörg stór mál óleyst í við­ræð­um um sam­ein­ingu flug­fé­lag­anna sem leysa þarf úr til þess að samrun­inn nái fram að ganga. Auk þess að fá sam­þykki hlut­hafa­fund­ar Icelanda­ir og Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og nið­ur­stöðu í áreið­an­leika­könn­un þurfa for­svars­menn flug­fé­lag­anna að leita lausna í hinum ýmsu deilu­mál­um sem út af standa.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.