Þarf að snúa 85 þing­mönn­um

Fréttablaðið - - TILVERAN -

Leið­tog­ar Evr­ópu­sam­bands­ríkja sam­þykktu Brex­it-skjöl­in á sunnu­dag. Þeir segja betri samn­ing ekki mögu­leg­an fyr­ir Breta. Jeremy Hunt, ut­an­rík­is­ráð­herra Bret­lands, sagði að stærð­fræð­in á breska þing­inu væri af­ar erf­ið og flók­in. Hann sagði að ekk­ert væri hægt að úti­loka ef Th­eresa May for­sæt­is­ráð­herra nær ekki meiri­hluta­fylgi við samn­ing­inn. Rík­is­stjórn­in gæti fall­ið. Fjöl­miðl­ar segja að May þurfi að snúa 85 þing­mönn­um ef þing­ið eigi að sam­þykkja samn­ing­inn. Sam­kvæmt Bloom­berg má reikna með að um 150 þing­menn Íhalds­flokks­ins séu skuld­bundn­ir til að greiða at­kvæði með May vegna þess að þeir gegna starfi inn­an fram­kvæmda­valds­ins. Þá eru um 85 þing­menn Íhalds­flokks­ins til við­bót­ar tald­ir áreið­an­leg­ir. May hef­ur sum sé um 235 at­kvæði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.