Vill út­tekt á Ís­land­s­pósti

Fréttablaðið - - TILVERAN -

Und­an­far­in ár hef­ur Ís­land­s­póst­ur tap­að hundruð­um millj­óna á lán­veit­ing­um til dótt­ur­fé­laga. Sam­tím­is hef­ur fyr­ir­tæk­ið lagt millj­arða í fjár­fest­ing­ar í tengsl­um við sam­keppn­is­rekst­ur sinn. Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda tel­ur nauð­syn­legt að unn­in verði óháð út­tekt á því hvernig sam­keppn­is­rekstri Ís­land­s­pósts ohf. (ÍSP) hef­ur ver­ið hátt­að.

Ís­land­s­póst­ur tap­aði minnst 408 millj­ón­um vegna al­þjón­ustu­sam­keppni inn­an­lands. PFS hafn­aði töl­um Pósts­ins um al­þjón­ustu­byrði en fyr­ir­tæk­ið lagði þær samt fyr­ir fjár­laga­nefnd.

Fyr­ir Al­þingi ligg­ur beiðni Ís­land­s­pósts um 1,5 millj­arða neyð­ar­lán. Fyr­ir aðra um­ræðu um fjár­lög lagði meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar til að heim­ild til lán­veit­ing­ar­inn­ar yrði veitt en sú til­laga var dreg­in til baka áð­ur en til at­kvæða­greiðslu kom. Fyr­ir þriðju um­ræðu er til skoð­un­ar hvort rétt sé að setja skil­yrði fyr­ir lán­veit­ing­unni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.