Carlsen sýndi um­heim­in­um að hann er enn sá besti

Fréttablaðið - - TILVERAN - – sa

Magn­us Carlsen varði heims­meist­ara­titil sinn í skák í gær þeg­ar hann sýndi og sann­aði yf­ir­burði sína í at­skák­um gegn áskor­anda sín­um, hinum banda­rísk-ít­alska Fa­biano Car­u­ana. Norð­mað­ur­inn vann all­ar þrjár at­skák­irn­ar í bráðaban­an­um eft­ir að fyrstu tólf kapp­skák­ir þeirra höfðu end­að með jafn­tefli.

Í fyrstu at­skák­inni kom upp hrók­sendatafl þar sem Carlsen var peði yf­ir. Hann sigldi því endatafli heim og tók strax for­ystu í bráðaban­an­um sem verð­ur að telj­ast sál­fræði­lega sterkt.

Í þeirri næstu lék Car­u­ana tveim­ur óná­kvæm­um leikj­um í mið­tafl­inu sem Carlsen nýtti sér. Þriðja skák­in var síð­an forms­at­riði þar sem Car­u­ana átti lít­inn séns eft­ir byrj­un­ina. Ör­vænt­ing­ar­tilraun­ir hans til að knýja fram sig­ur í þeirri skák komu Carlsen ekki úr jafn­vægi og vann hann því þriðju skák­ina ör­ugg­lega.

„Þessi bráða­bani var kannski í takt við ein­víg­ið sjálft, varð aldrei spenn­andi,“seg­ir Björn Þorfinns­son skák­meist­ari. „Carlsen sýndi í þess­um at­skák­um að hann er ein­fald­lega besti skák­mað­ur­inn í dag og ekki hægt að velkj­ast í vafa um það.“

Kepp­end­um hafði ver­ið leg­ið á hálsi fyr­ir kapp­skák­ir þeirra. All­ar tólf end­uðu með jafn­tefli og voru ekki mik­ið fyr­ir aug­að. Var greini­legt að tak­mark þeirra var ekki að skemmta áhorf­end­um.

Í tólftu og síð­ustu kapp­skák­inni, áð­ur en til bráðaban­ans kom, hafði Magn­us Carlsen betri stöðu þeg­ar sam­ið var um jafn­tefli. Marg­ir skák­á­huga­menn töldu að þar hefði Magn­us átt að þrýsta meira á áskor­anda sinn og reyna að tefla til vinn­ings. Si­men Ag­de­stein, norsk­ur stór­meist­ari og fyrr­ver­andi þjálf­ari Carl­sens, svar­aði þess­ari gagn­rýni í við­tali við norska rík­is­út­varp­ið. Taldi hann Magn­us hafa

Norð­mað­ur­inn vann all­ar þrjár at­skák­irn­ar í bráðaban­an­um eft­ir að fyrstu tólf kapp­skák­ir þeirra höfðu end­að með jafn­tefli.

tek­ið þaul­reikn­aða ákvörð­un um að bjóða jafn­tefli því hann hefði meira vald yf­ir fram­vindu í fjór­um at­skák­um.

Magn­us Carlsen, sem fædd­ur er ár­ið 1990, held­ur því enn tign sinni sem heims­meist­ari sem hann vann fyrst ár­ið 2013 í ein­vígi gegn Visw­an­ath­an Anand sem hald­ið var í Indlandi. Hann varði titil­inn ári seinna gegn Anand í Sot­sjí í Rússlandi og sigr­aði svo Ser­gej Kar­jakín eft­ir bráðabana í New York ár­ið 2016.

FRÉTTABLAÐIÐ/EPA

Carlsen varði heims­meist­ara­titil sinn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.