Að velja stríð

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Hörð­ur Æg­is­son hor­d­[email protected]­bla­did.is

Þetta ætl­ar að reyn­ast erf­ið­ari vet­ur en jafn­vel svart­sýn­ustu menn höfðu ótt­ast. Óþarfi er að fjöl­yrða um þá al­var­legu stöðu sem flug­fé­lag­ið WOW air stend­ur frammi fyr­ir. Við­ræð­ur um kaup Icelanda­ir á öllu hluta­fé WOW air hanga á blá­þræði og ljóst er að allt þarf að ganga upp á næstu dög­um svo samruni fé­lag­anna gangi eft­ir. Verði nið­ur­stað­an á ann­an veg þarf þarf ekki að spyrja að leiks­lok­um. Við þær að­stæð­ur hljóta ís­lensk stjórn­völd að skoða all­ar mögu­leg­ar leið­ir sem þeim eru fær­ar til að lág­marka áfall­ið fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf stöðvist rekst­ur WOW air. Sviðs­mynda­grein­ing­ar stjórn­valda hafa sýnt að af­leið­ing­arn­ar gætu með­al ann­ars orð­ið allt að þriggja pró­senta sam­drátt­ur í lands­fram­leiðslu og þrett­án pró­senta geng­is­veik­ing krón­unn­ar. Hætt er hins veg­ar við því að þær spár séu helst til of bjart­sýn­ar og að högg­ið verði um­tals­vert meira.

Eft­ir for­dæma­laust góðæri síð­ustu ára, þar sem kaup­mátt­ur jókst um fjórð­ung frá 2014, er þetta sá efna­hags­legi veru­leiki sem við blas­ir. Hratt versn­andi gengi flug­fé­lag­anna, mik­il­væg­ustu fyr­ir­tækja ferða­þjón­ust­unn­ar sem er orð­in burða­rás hag­kerf­is­ins, er birt­ing­ar­mynd þverr­andi sam­keppn­is­hæfni Ís­lands. Gríð­ar­mikl­ar nafn­launa­hækk­an­ir og hátt raun­gengi hef­ur vald­ið því að launa­kostn­að­ur fyr­ir­tækja hef­ur hækk­að marg­falt meira en þekk­ist í ná­granna­ríkj­um okk­ar. Sök­um þessa hef­ur Seðla­bank­inn bent á að „samn­ings­staða launa­fólks kann því að hafa veikst á sama tíma og svig­rúm fyr­ir­tækja til að taka á sig launa­hækk­an­ir hef­ur minnk­að“. Með öð­um orð­um þá er minna til skipt­anna nú þeg­ar geng­ið er til kjara­samn­inga á vinnu­mark­aði en oft áð­ur. Þetta vita auð­vit­að flest­ir.

Ný for­ysta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar skeyt­ir hins veg­ar lít­ið um þær stað­reynd­ir sem aðr­ar. Sjald­an hef­ur það kom­ið eins skýrt í ljós og þeg­ar full­trú­ar ASÍ, VR og Efl­ing­ar mættu í frétta­skýr­ing­ar­þátt­inn Kveik í vik­unni þar sem þeir boð­uðu, svo fátt eitt sé nefnt, stríð – stétta­stríð, rétt­ara sagt – og áform um að ásæl­ast lög­bund­inn líf­eyr­is­sparn­að lands­manna til að nota sem vopn í verk­falls­bar­áttu sem er drif­in áfram af marx­isma og lýðskrumi. Formað­ur VR, sem set­ur það ekki fyr­ir sig að brjóta regl­ur um óhæði stjórn­ar­manna, vill í því skyni að verka­lýðs­hreyf­ing­in þrýsti á full­trúa sína í stjórn­um líf­eyr­is­sjóð­anna til að „skrúfa“fyr­ir fjár­fest­ing­ar sjóð­anna. FME sá í kjöl­far­ið ástæðu til að vekja at­hygli á því að þær hug­mynd­ir sam­ræmd­ust ekki lög­um um líf­eyr­is­sjóði. Þá eru að mati for­manns Efl­ing­ar hér „efna­hags­leg­ir for­rétt­inda­hóp­ar“sem borga ekki eðli­lega til sam­neysl­unn­ar enda þótt stað­reynd­in sé sú að tvær efstu tekju­tí­und­irn­ar standa und­ir um 60 pró­sent­um af allri skatt­byrði ein­stak­linga og þá er hlut­ur þeirra tíu pró­sent tekju­hæstu af heild­ar­ráð­stöf­un­ar­tekj­um nokk­uð lægri en á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Slík­ar hag­töl­ur eru hins veg­ar ein­fald­lega af­greidd­ar sem blekk­ing­ar. Allt er þetta með mikl­um ólík­ind­um og boð­ar ekki gott í þeim kjara­við­ræð­um sem nú eru hafn­ar. Leið­tog­ar stétt­ar­fé­lag­anna virð­ast ekki endi­lega hafa það markmið að leið­ar­ljósi að ná fram kjara­samn­ing­um, sem myndu tryggja launa­fólki raun­veru­leg­ar kjara­bæt­ur, held­ur frem­ur að sækj­ast eft­ir átök­um og verk­föll­um í ein­hverj­um óskil­greind­um póli­tísk­um til­gangi. Ef það er rétt sem verka­lýðs­hreyf­ing­in held­ur fram, að hún eigi í stríði, þá er að minnsta kosti ljóst hverj­ir hafa tek­ið það að sér að vera efna­hags­legu hryðju­verka­menn­irn­ir í því stríði.

Slík­ar hag­töl­ur eru hins veg­ar ein­fald­lega af­greidd­ar sem blekk­ing­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.