Frá degi til dags

Fréttablaðið - - SKOÐUN - [email protected]­bla­did.is

Einelt­is­þing­ið

DV og Stund­in birtu í gær frétt­ir upp úr leyniupp­töku af fundi þing­manna Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins. Orð­færi Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Berg­þórs Óla­son­ar var, svo vægt sé til orða tek­ið, fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra lýð­veld­is­ins stað­festi sam­trygg­ing­ar­kerfi stjórn­mál­anna og fór svo, eins og sönn­um unn­anda ís­lenskra land­bún­að­ar­af­urða sæm­ir, að tala um smjör. Berg­þór Óla­son ákvað svo að sýna fólki að hann hef­ur ekki far­ið í gegn­um Olweus­ar­verk­efn­ið. Á sama tíma gagga þess­ir pá­fugl­ar í pontu Al­þing­is og heimta að lýð­ur­inn sýni þing­inu og stjórn­mál­un­um meira traust.

Fjöl­miðl­um að kenna

Ekki er langt síð­an þing­mað­ur VG taldi fjöl­miðla ástæðu þess að traust á stjórn­mál­um væri svo lít­ið. Það væru fjöl­miðl­ar sem þvæld­ust fyr­ir, sneru út úr orð­um þing­manna, rækju fleyg milli þings og þjóð­ar. En það verð­ur að segj­ast að ef ís­lensk­ir stjórn­mála­menn brúka svona kjaft dags­dag­lega á með­an eng­inn heyr­ir til þeirra, og tala svona um and­stæð­inga sína í þing­inu, þá hafa þeir sýnt að traust­ið eiga þeir ekki skil­ið. Það þarf að lesa yf­ir þessu fólki í föð­ur­leg­um tón, og segja því að hætta að brúka kjaft.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.