Meg­um ekki hika í sókn­ar­leikn­um

Craig Peder­sen á von á erf­ið­um leik gegn Belg­um í dag þar sem þeir mæta með sitt sterk­asta lið til leiks. Leik­menn verða að vera til­bún­ir að taka af skar­ið í sókn­inni.

Fréttablaðið - - SPORT - krist­inn­[email protected]­bla­did.is

KÖRFUBOLTI Ís­lenska karla­lands­lið­ið í körfu­bolta mæt­ir Belg­íu í Laug­ar­dals­höll klukk­an 19.45 í kvöld. Er þetta ann­ar leik­ur Ís­lands í undan­keppni EuroBa­sket 2021 en fyrsti heima­leik­ur­inn. Ís­land er með eitt stig eft­ir naumt tap gegn Portúgal ytra í sept­em­ber. Tap í þess­um leik myndi þýða að Ís­land ætti í erf­ið­leik­um með að kom­ast upp úr riðl­in­um en ætti enn von um að kom­ast á þriðja Evr­ópu­mót­ið í röð.

Þessi lið kann­ast vel hvort við ann­að enda í fimmta sinn sem lið­in mæt­ast á síð­ustu fjór­um ár­um und­ir stjórn Craigs Peder­sen. Í að­drag­anda Euroba­sket 2015 mætt­ust lið­in í æf­ing­ar­leik þar sem Ís­land tap­aði með fjöru­tíu stig­um sem er stærsta tap liðs­ins und­ir stjórn nú­ver­andi þjálf­arat­eym­is.

Í undan­keppn­inni fyr­ir EuroBa­sket 2017 vann Belg­ía leik lið­anna ytra en Ís­land vann loka­leik riðils­ins í Laug­ar­dals­höll sem tryggði lið­inu sæti í úr­slita­keppn­inni. Í að­drag­anda EM mætt­ust lið­in svo tví­veg­is í æf­ing­ar­leikj­um hér á Íslandi þar sem Ís­land vann báða leik­ina.

Þjálf­ari ís­lenska liðs­ins, Craig Peder­sen, virð­ist nokk­uð bratt­ur þeg­ar Fréttablað­ið nær tali af hon­um á æf­ingu lands­liðs­ins.

„Við þurf­um að spila vel á báð­um end­um vall­ar­ins í dag. Belgarn­ir eru að koma með mun sterk­ara lið í þenn­an leik held­ur en þeg­ar þeir mættu Portúgal. Þeir fá inn þrjá leik­menn sem eru að spila í Euroleague og þekkja það vel að spila stóra leiki. Við þurf­um að vera til­bún­ir að að­lag­ast því hvernig þeir spila því þeir munu spila öðru­vísi í þess­um leik.“

Jón Arn­ór Stef­áns­son og Hauk­ur Helgi Páls­son eru komn­ir aft­ur.

„Við njót­um góðs af því að fá Jón Arn­ór og Hauk Helga inn í þenn­an

leik, þeir eru reynslu­mikl­ir leik­menn sem þekkja vel leiki af þess­ari stærð­ar­gráðu,“seg­ir Craig sem tek­ur því fagn­andi að sjá Hauk spila í einu af stærstu lið­um Frakk­lands.

„Hann er í liði þar sem hann þarf ekki alltaf að vera stiga­hæst­ur en ís­lenska lands­lið­ið nýt­ur góðs af því að hann er kom­inn í þetta sterka lið.“

Craig virð­ist leggja áherslu á að leik­menn séu óhrædd­ir og til­bún­ir að taka við kefl­inu í fjar­veru Mart­ins Her­manns­son­ar.

„Við mun­um aug­ljós­lega sakna Mart­ins, hann er að spila á hæsta getu­stig­inu með Alba Berl­in og aðr­ir leik­menn þurfa að stíga upp. Við mun­um leit­ast við að finna lausn­ir og ég hef minnt leik­menn á

að ef tæki­færi gef­ast þá verða þeir að taka skot­in. Ekki vera hrædd­ir,“seg­ir Craig og held­ur áfram:

„Við get­um ekki haft leik­menn sem leita alltaf eft­ir því að gefa bolt­ann í opn­um fær­um í stað þess að taka frum­kvæð­ið, hvort sem um ræð­ir að skjóta eða keyra inn á körfu. Þá kom­ast Belgarn­ir upp með að slaka á dekk­un­inni en sem bet­ur fer geta all­ir okk­ar leik­menn tek­ið af skar­ið.“

Tak­ist Belg­um að vinna eru þeir komn­ir í lyk­il­stöðu í riðl­in­um.

„All­ir leik­menn­irn­ir vita hversu mik­il­væg­ir þess­ir leik­ir eru, ef Belg­ar vinna þenn­an leik eru þeir komn­ir lang­leið­ina með að vinna riðil­inn.“

Ég minnti leik­menn á að ef tæki­færi gef­ast þá verða þeir að taka skot­in. Þeir mega ekki vera hrædd­ir.

Craig Peder­sen

FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR

Elv­ar Frið­riks­son er einn þeirra sem koma til greina til að leysa stöðu leik­stjórn­and­ans í kvöld.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.