Gull­in úr fjör­unni

Krist­ín Þór­unn Helga­dótt­ir frá Þing­eyri sæk­ir inn­blástur­inn í nátt­úr­una sem er að henn­ar sögn besti hönn­uð­ur­inn.

Fréttablaðið - - KYNNINGARB­LAÐ FÓLK - St­arri Freyr Jóns­son st­[email protected]­bla­did.is

Lista­kon­an Krist­ín Þór­unn Helga­dótt­ir hef­ur alltaf haft mik­ið dá­læti á fjör­um lands­ins og seg­ir allt sem þar má finna vera gull í sín­um aug­um. Hún hafði lengi dáðst að þara­kúl­um og lang­aði að út­búa háls­men og ann­að skart úr þeim. „Ég byrj­aði á að gera háls­men sem inni­hélt eina þara­kúlu úr kló­þangi og skart­aði því við ým­is til­efni. Einn dag­inn hitti ég fyr­ir til­vilj­un leik­fanga­smið­inn Geor­ge Holland­ers sem bauð mér að skoða vinnu­stof­una sína. Þang­að mætti ég með háls­men­ið sem hann hreifst mjög af og sagði vera verð­launa­hug­mynd sem ég ætti endi­lega að þróa bet­ur.“

Eng­in kúla eins

Í dag fram­leið­ir Krist­ín nokkr­ar gerð­ir af háls­men­um, arm­bönd og eyrna­lokka und­ir vörumerk­inu Fjöruperl­ur. Kló­þang­ið, sem hún nýt­ir í fram­leiðsl­una, tín­ir hún í fjör­un­um í ná­grenni Þing­eyr­ar þar sem hún hef­ur ver­ið bú­sett und­an­far­in 39 ár. „Ég snyrti þang­ið og þurrka það og geymi svo kúl­urn­ar í nokkra mán­uði, helst í eitt ár. Næsta skref er að pússa þær og bora og að end­ingu raða ég þeim sam­an í fal­lega skart­gripi. Þang­ið er ým­ist grænt eða svart á lit en eng­ir tveir skart­grip­ir eru eins vegna þess að eng­ar tvær þara­kúl­ur eru eins þeg­ar kem­ur að stærð og blæ­brigð­um í lit­um.“

Af­ar vel tek­ið

Skart­grip­un­um hef­ur alla tíð ver­ið vel tek­ið seg­ir Krist­ín. „Á sumr­in er ég t.d. með lít­ið sölu­hús á höfn­inni á Ísa­firði en þar sel ég fjöruperlu­rn­ar til ferða­manna úr skemmti­ferða­skip­um. Það gleð­ur mig alltaf jafn mik­ið þeg­ar þau segj­ast hvergi hafa séð svona áð­ur. Ég fékk líka frum­kvöðl­a­verð­laun Ísa­fjarð­ar­bæj­ar ár­ið 2014 og sama ár var ég val­in hand­verks­mað­ur árs­ins á Hand­verks­sýn­ingu á Hrafnagili.“

Mik­ið nátt­úru­barn

Hún seg­ist vera að mestu leyti sjálf­mennt­uð í fag­inu fyr­ir ut­an nokk­ur nám­skeið í tálg­un, teikn­ingu og mál­un. „Ég vann hjá Lands­bank­an­um í 20 ár eða þar til úti­bú­inu var lok­að. Þar sem það er ekki mik­ið fram­boð af vinnu hér ákvað ég að reyna að skapa mér vinnu með hand­verki mínu og hönn­un. Síð­an þá hef ég að mestu unn­ið sjálf­stætt við fram­leiðslu þangskart­grip­anna minna auk þess sem ég hegg út stór­ar stytt­ur í reka­viði. Ég er mik­ið nátt­úru­barn og sæki inn­blást­ur minn í nátt­úr­una en hún er besti hönn­uð­ur­inn og þar finn­ast líka fal­leg­ustu lit­irn­ir.“Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á fjoruperl­ur.is og á Face­book.

Krist­ín Þór­unn tín­ir kló­þang­ið í fjör­un­um í ná­grenni Þing­eyr­ar, snyrt­ir það og þurrk­ar, og geym­ir kúl­urn­ar í nokkra mán­uði, helst í eitt ár. Næst á dag­skrá er að pússa þær, bor­ar í þær lít­il göt og raða þeim sam­an í fal­lega skart­gripi.

„Eng­ir tveir skart­grip­ir eru eins vegna þess að eng­ar tvær þara­kúl­ur eru eins þeg­ar kem­ur að stærð og blæ­brigð­um í lit­um.“

Krist­ín Þór­unn Helga­dótt­ir.

Eyrna­lokk­arn­ir koma vel út.

Þang­ið er ým­ist grænt eða svart á lit.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.