Fimm þrep að var­an­legu reyk­leysi

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Und­ir­búðu þig eins vel og þú get­ur með því að fara í gegn­um fimm þrautreynd og gagn­leg þrep sem hjálpa þér til vel­gengni í reyk­bind­indi.

Skil­greindu hvað það er sem er þér hvatn­ing til að hætta að reykja

Síð­ustu tíu ár­in hef­ur ver­ið erfitt að vera reyk­inga­mað­ur vegna þess að tak­mörk­un­um og reyk­inga­banni hef­ur ver­ið kom­ið á í op­in­ber­um bygg­ing­um og á vinnu­stöð­um. Hins veg­ar eru það ekki fyrst og fremst þæg­ind­in sem eru þér hvatn­ing til að hætta. Spyrðu þig spurn­ing­ar­inn­ar: Hvers vegna vil ég gjarn­an hætta að reykja? og skrif­aðu síð­an svar­ið nið­ur. Ekk­ert er eins hvetj­andi og skýrt markmið og það mun hjálpa þér í reyk­leys­is­ferl­inu að geta tek­ið fram blað­ið til að minna þig á ástæð­urn­ar. Vilj­ir þú gjarn­an vera góð fyr­ir­mynd, eða lifa leng­ur barn­anna þinna vegna, skaltu hafa mynd­ir af þeim víða. Vilj­ir þú bæta formið skaltu kaupa flotta hlaupa­skó og taka fram

kvitt­un­ina þeg­ar þú átt erfitt með að halda þér við ákvörð­un­ina um að hætta að reykja.

Þekktu reyk­inga­venj­ur þín­ar

Í fullri hrein­skilni: Þú reyk­ir fleiri síga­rett­ur en reyk­inga­þörf þín krefst. Sum­ar síga­rett­ur veita þér lík­am­lega full­nægju aðr­ar reyk­ir þú vegna þess að þér leið­ist eða öðr­um til sam­læt­is. Þetta þýð­ir að erf­ið­ara verð­ur að sleppa sum­um síga­rett­um en öðr­um. Því bet­ur sem þú ger­ir þér grein fyr­ir hverj­ar þess­ar erf­iðu að­stæð­ur eru sem þú get­ur lent í, þess meiri lík­ur eru á að þér tak­ist að höndla þær. Gerðu lista yf­ir all­ar þær síga­rett­ur sem þú reyk­ir yf­ir sól­ar­hring­inn og strik­aðu yf­ir þær sem þú átt auð­veld­ast með að vera án. Varð­andi þær sem standa eft­ir þarftu að finna ann­an máta til að höndla það þeg­ar reyk­bind­ind­ið hefst. Hvað get­ur dreg­ið úr til­finn­ing­unni sem þú færð þeg­ar þú færð ekki reyk­inn á ákveðn­um tím­um? Í byrj­un geta frá­hvarf­s­ein­kenn­in ver­ið ill­víg þannig að þú þarft að hafa reiðu­búna skýra áætl­un til þess að beina at­hygl­inni að ein­hverju öðru. Önd­un­aræf­ing­ar, hringja í dótt­ur eða grín­ast hressi­lega við vinnu­fé­lag­ana. Gleymdu ekki að hreyf­ing get­ur gert krafta­verk þeg­ar um frá­hvarf­s­ein­kenni er að ræða. Þú munt smám sam­an finna að það verð­ur æ auð­veld­ara að stunda hreyf­ingu eft­ir því sem reyk­bind­ind­ið hef­ur var­að leng­ur.

Nýttu þér þá hjálp sem nauð­syn­leg er

Reyk­bind­ind­ið þitt er ekki síðra þótt þú nýt­ir þér hjálp. Fjöl­skylda og vin­ir geta tek­ið þátt í að hvetja þig og halda þér á beinu braut­inni en lík­am­leg þörf mun samt sem áð­ur hrjá þig í byrj­un reyk­bind­ind­is­ins. Það get­ur ver­ið skyn­sam­legt að nota nikó­tín­lyf sem hjálpa til með að hafa hem­il á þess­ari þörf. Ef þú ert í vafa um hvað hent­ar þér og þínu reyk­inga­mynstri get­ur þú feng­ið hjálp í apó­teki til að velja nikó­tín­lyf og styrk­leika við hæfi.

Forð­astu hættu­legt reyk­ingaum­hverfi

Til lengd­ar geng­ur auð­vit­að ekki að halda sér frá því um­hverfi sem teng­ist reyk­ing­um. Ein­hvern tím­ann kem­ur að því að þú ferð í veislu eða kaffi til gam­alla vina sem reykja og efa­laust tengj­ast marg­ar reyk­inga­venj­ur fé­lags­lífi þínu. Í byrj­un er skyn­sam­legt að halda sig í hæfi­legri fjar­lægð frá þess­um að­stæð­um. En ef þú hef­ur þeg­ar gert áætl­un um hvernig þú ætl­ar að tak­ast á við að­stæð­ur þeg­ar þú er í gamla reyk­ingaum­hverf­inu þínu ertu bet­ur und­ir það bú­inn. Þú get­ur und­ir­bú­ið þig með því að segja eins mörg­um og mögu­legt er frá reyk­bind­ind­inu. Það mun freista þín að óþörfu að vera boð­in síga­retta af fólki sem veit ekki að þú ert hætt/hætt­ur. Hvatn­ing og virð­ing fyr­ir ákvörð­un þinni mun herða þig upp og hjálpa þér að standa þig bet­ur á veg­ferð­inni.

Þú átt skil­ið verð­laun á með­an á ferl­inu stend­ur

Með því að hætta að reykja ertu að tak­ast á við meiri hátt­ar lífs­stíls­breyt­ing­ar. Þú munt hljóta marg­vís­leg­an heilsu­fars­leg­an ávinn­ing en sjáðu til þess að þú fá­ir líka áþreif­an­lega við­ur­kenn­ingu. Þú get­ur frá upp­hafi lagt til hlið­ar þá pen­inga sem þú spar­ar með því að sleppa síga­rettu­kaup­un­um og not­að þá til verð­launa sem munu vera þér hvatn­ing til að halda þínu striki. Þeg­ar þú get­ur ekki leng­ur lát­ið þig hlakka til næstu síga­rettu get­ur þú lát­ið þig hlakka til ein­hvers ann­ars, gjarn­an ein­hvers sem er ekki eins ná­lægt í tíma og rúmi. Til dæm­is að fara út að borða eft­ir hálf­an mán­uð eða kaupa nýja tölvu eft­ir nokkra mán­uði. Það mun koma þér á óvart hversu stór fjár­hæð hef­ur guf­að upp í reyk.

Í reyk­leys­is­ferl­inu hjálp­ar að minna sig á ástæð­urn­ar. Vilj­ir þú vera góð fyr­ir­mynd, eða lifa leng­ur barn­anna þinna vegna, skaltu hafa mynd­ir af þeim víða.

Þessi grein er kost­uð af Artas­an. Nicot­inell Mint/Fruit/Lakrids/IceM­int/Spe­armint lyfjatyggigúmmí, Nicot­inell Mint munn­sog­stöfl­ur, Nicot­inell forðaplást­ur. Inni­held­ur nikó­tín. Til með­ferð­ar á tób­aks­fíkn. Les­ið vand­lega upp­lýs­ing­ar á um­búð­um og fylgiseðli fyr­ir notk­un lyfs­ins. Leit­ið til lækn­is eða lyfja­fræð­ings sé þörf á frek­ari upp­lýs­ing­um um áhættu og auka­verk­an­ir. Sjá nán­ari upp­lýs­ing­ar um lyf­ið á www.ser­lyfja­skra.is.

Að­eins mán­uð­ur er eft­ir af ár­inu 2018 og því til­val­ið að hefja und­ir­bún­ing fyr­ir reyk­lausa fram­tíð sem hefst um ára­mót­in 2019.

Hreyf­ing get­ur gert krafta­verk þeg­ar strítt er við frá­hvarf­s­ein­kenni reyk­inga.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.