Einn merk­asti at­hafna­mað­ur Ís­lend­inga

Ný ævi­saga eft­ir Jakob F. Ás­geirs­son um Jón Gunn­ars­son, hún­vetnska sveitastrá­k­inn sem varð verk­fræð­ing­ur frá MIT og stofn­aði Coldwater.

Fréttablaðið - - MENNING - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir kol­[email protected]­bla­did.is FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR

Jakob F. Ás­geirs­son, bóka­út­gef­andi og rit­höf­und­ur, stend­ur í stór­ræð­um þessa dag­ana. For­lag hans, Ugla, gef­ur út 24 bæk­ur á þessu ári og með­al þeirra er ein eft­ir for­leggj­ar­ann sjálf­an, Jón Gunn­ars­son – ævi­saga. Jakob hef­ur áð­ur skrif­að þrjár stór­ar ævi­sög­ur – um Alfreð Elías­son, for­stjóra Loft­leiða, Pét­ur Bene­dikts­son, sendi­herra og banka­stjóra, og Valtý Stef­áns­son, rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins. Í þetta sinn er við­fangs­efni hans maður sem er núna flest­um gleymd­ur en var á allra vör­um á sín­um tíma, Jón Gunn­ars­son verk­fræð­ing­ur.

„Já, Jón er maður sem á ekki skil­ið að gleym­ast,“seg­ir Jakob. „Hann ólst upp í Húna­vatns­sýslu, fædd­ur alda­móta­ár­ið 1900. Hann gekk í Sam­vinnu­skól­ann þar sem Jón­as frá Hriflu réð ríkj­um. Jón­as lét sér mjög annt um nem­end­ur sína og hann út­veg­aði Jóni með­al ann­ars styrk til frek­ara náms í út­lönd­um. Eft­ir tveggja ára tækni­fræði­nám í Nor­egi hélt Jón til Banda­ríkj­anna þar sem hann lauk fyrst­ur Ís­lend­inga verk-

fræði­prófi frá MIT ár­ið 1930.

Þeg­ar hann sneri heim átti hann erfitt upp­drátt­ar. Ís­lensk­ir emb­ætt­is­menn og verk­fræð­ing­arn­ir tor­tryggðu hann bæði vegna tengsl­anna við Jón­as frá Hriflu og einnig vegna þess að hann hafði mennt­ast í Banda­ríkj­un­um. Þessi há­mennt­aði maður gerð­ist því hænsna­bóndi. Jafn­framt skrif­aði hann í blöð gagn­rýn­ar grein­ar um gatna­gerð í Reykja­vík sem mikla at­hygli vöktu.“

Vann nán­ast krafta­verk En Jón­as frá Hriflu hafði trú á hon­um?

„Já, hann sá til þess að Jón tæki við stjórn Síld­ar­verk­smiðja rík­is­ins. Á þeim ár­um var SR stærsta fyr­ir­tæki lands­ins og síld­ar­vinnsla und­ir­staða efna­hags­lífs í land­inu. Jón stýrði fyr­ir­tæk­inu með mikl­um ágæt­um til 1944, en þá var hann ráð­inn til ný­stofn­aðr­ar Sölu­mið­stöðv­ar hrað­frysti­hús­anna (SH) til að afla mark­aða í Banda­ríkj­un­um. Þar vann Jón nán­ast krafta­verk. Upp á eig­in spýt­ur stofn­aði hann Coldwater ár­ið 1947 og setti á fót stóra verk­smiðju sem fram­leiddi ís­lensk­an fisk í neyt­endapakkn­ing­um sem var seld­ur út um öll Banda­rík­in. Jafn­framt vann hann mik­il­vægt mark­aðs­starf í Evr­ópu­lönd­um. Jón stýrði Coldwater og mark­aðs­starfi SH allt til 1962, en þá varð sögu­leg hall­ar­bylt­ing í fyr­ir­tæk­inu og yngri menn tóku við.“

Milli tann­anna á fólki Var þessi mikli fram­kvæmda­mað­ur um­deild­ur á sín­um tíma?

„Já, það stóð mik­ill styrr um hann á sín­um tíma. Hann kom við sögu í harð­vítugri valda­bar­áttu inn­an SR, átaka­samri verka­lýðspóli­tík á Siglu­firði, deil­um um skip­ið Hær­ing, átök­um um stefnu SH í mark­aðs­mál­um og valda­brölti inn­an SH, svo fátt eitt sé nefnt af því sem ég fjalla um í bók­inni. Þá eign­að­ist Jón and­stöðu­menn sem þoldu ekki kapp­semi hans. Að auki voru einka­hag­ir hans stund­um milli tann­anna á fólki, einkum hús sem hann reisti fjöl­skyldu sinni að Hrauni á Álfta­nesi. Sjálf­ur tók Jón lít­inn þátt í þess­um deil­um, enda var margt af því sem um hann var skrif­að til­hæfu­laust og vart svara­vert.

Jón Gunn­ars­son var fyrst og fremst maður athafna, hann vildi láta verkin tala. Í mínum huga er hann einn merk­asti at­hafna­mað­ur Ís­lend­inga á tuttugustu öld. Ég skrif­aði á sín­um tíma bók­ina um Loft­leiða­æv­in­týr­ið og Alfreð Elías­son. Afrek Jóns við upp­bygg­ingu Coldwater er engu síðra æv­in­týri. En það leik­ur eng­inn æv­in­týraljómi um sölu á fryst­um fiski. Eng­in hrifn­ing­ar­alda hríslað­ist því um al­menn­ing yf­ir strand­höggi Jóns í Banda­ríkj­un­um eins og gerð­ist um Loft­leiða­menn­ina. Þó má segja að mark­aðs­starf Jóns hafi haft mun meiri þjóð­hags­lega þýð­ingu.“

JÓN GUNN­ARS­SON VAR FYRST OG FREMST MAÐUR ATHAFNA, HANN VILDI LÁTA VERKIN TALA. Í MÍNUM HUGA ER HANN EINN MERK­ASTI AT­HAFNA­MAЭUR ÍS­LEND­INGA Á TUTTUGUSTU ÖLD.

„Jón er maður sem á ekki skil­ið að gleym­ast,“seg­ir Jakob.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.