Tómlát leit að til­gangi

Fréttablaðið - - MENNING - eft­ir Amalie Oles­en og leik­hóp­inn Sterta­bendu Þjóð­leik­hús­ið Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir NIЭUR­STAÐA: Tilrauna­sýn­ing á form­laus­um villi­göt­um.

Leik­stjóri: Gréta Krist­ín Ómars

dótt­ir Leik­ar­ar: Bjarni Snæ­björns­son, Ma­ría Heba Þor­kels­dótt­ir, Tinna Sverr­is­dótt­ir og Þor­leif­ur Ein­ars­son Tónlist og hljóð­mynd: Sig­ríð­ur Eir Zoph­on­ías­ar­dótt­ir og Vala Hösk­ulds­dótt­ir (Hljóm­sveit­in Eva) Leik­mynd: Hall­dór St­urlu­son Bún­ing­ar: Al­exía Rós Gylfa­dótt­ir og Eva Signý Ber­ger

Lýs­ing: Magnús Arn­ar Sig­urð­ars­son Dans­höf­und­ur: Heba Eir Kj­eld Þýð­ing: Gréta Krist­ín Ómars­dótt­ir

Kass­inn á Lind­ar­göt­unni hef­ur oft þjón­að sem til­rauna­svið fyr­ir Þjóð­leik­hús­ið og þar hafa fæðst marg­ar eft­ir­minni­leg­ar og framúr­stefnu­leg­ar sýn­ing­ar. Aft­ur á móti hef­ur ver­ið frem­ur dap­ur­legt um þar að lit­ast í haust og ekki skán­ar ást­and­ið með In­somnia, sam­starfs­verk­efni húss­ins með leik­hópn­um Sterta­bendu, sem frum­sýnt var um miðj­an nóv­em­ber.

Grunn­hug­mynd In­somnia er að taka am­er­ísku gaman­þætt­ina Friends hug­mynda­fræði­lega í sund­ur, velta upp spurn­ing­um um inni­hald þeirra og sam­fé­lags­leg áhrif. Á blaði hljóma áformin áhuga­verð þar sem sjón­varps­þætt­irn­ir höfðu óneit­an­lega áhrif á heila kyn­slóð á með­an þeir voru í sýn­ingu og mun leng­ur. En ef Friends-þáttar­öð­in átti að vera fyr­ir­boði um hnign­un vest­rænn­ar menn­ing­ar, líkt og einn menn­ing­ar­spek­úl­ant setti fram, hvaða þýð­ingu hef­ur það fyr­ir sam­tíma okk­ar núna? Sp­urn­ing­ar á borð við þessa set­ur Sterta­benda fram í In­somnia en mis­heppn­ast al­gjör­lega

að skoða og svara af ein­hverri dýpt.

Hand­rit Amalie Oles­en, skrif­að í sam­starfi við leik­hóp­inn, er handa­hófs­kennt sam­safn af hug­mynd­um sem skort­ir kjarna og rit­skoð­un því In­somnia er bæði aga­laus og of löng mið­að við efnis­tök. Sýn­ing­in byrj­ar á rök­ræð­um óræðra per­sóna sem reika á milli þess að fjalla um til­gang lífs­ins og mann­leg gildi. Síð­an skipt­ir fram­vind­an al­gjör­lega um gír, stíll­inn umbreyt­ist og um­ræð­ur um stað­alí­mynd­ir í bland við tráma til­vist­ar­inn­ar hefjast. En hug­mynd­ir verða að fara eitt­hvað, gefa ein­hverja nýja sýn á heim­inn eða snúa upp á sviðslista­formið.

Sum­ar vís­an­ir og til­vitn­an­ir í þætt­ina vina­legu voru líka hrein­lega rang­ar. Upp­haf­lega átti Shiny Happy People með R.E.M að vera byrj­un­ar­stef þátt­anna ekki It’s the End of the World as We Know It (And I Feel Fine) eins og gef­ið er til kynna í sýn­ing­unni. Óljóst er hver til­gang­ur­inn er með þess­ari breyt­ingu, hvort hún hafi ver­ið vilj­andi gerð eða dæmi um gall­aða rann­sókn­ar­vinnu.

Leik­hóp­ur­inn ger­ir sitt til að ýta þess­ari orð­asúpu í ein­hvers kon­ar far­veg en geng­ur mis­vel. Ma­ría Heba opn­ar sýn­ing­una með langri ein­ræðu sem byrj­ar ágæt­lega en kraft­ur henn­ar fjar­ar út sam­hliða sýn­ing­unni. Bjarna tekst stund­um að stuða orku í hóp­inn en oft­ar en ekki er það á baki stað­alí­mynda og klisja. Þor­leif­ur var ekki í takti við leik­hóp­inn til að byrja með en fann síð­an stöð­ug­leika þeg­ar hann fékk skýr­ara hlut­verk. Tinna sit­ur uppi með mest óspenn­andi karakt­er­inn og verst skrif­aða hlut­verk­ið, ef hlut­verk skyldi kalla, og upp­sker sam­kvæmt því. Sig­ríð­ur Eir og Vala, Hljóm­sveit­in Eva, taka virk­an þátt í sýn­ing­unni og sjá um tón­list­ina en eru fast­ar í sömu hug­myndasúp­unni, þar sem er stöð­ugt grip­ið í húm­or­inn til að bragð­bæta eða bjarga því sem mögu­legt er.

Gréta Krist­ín er að stíga sín fyrstu skref sem leik­stjóri á sviði og sýn­ir metn­að með efnis­tök­um en miss­ir sýn­ing­una úr hönd­um sér nán­ast frá byrj­un. Fá­brot­in leik­mynd og ein­fald­ir bún­ing­ar verða til þess að all­ur fókus er á hand­rit­ið og leik­ara­vinn­una.

Af­bygg­ing er verk­færi sem hægt er að nota við ákveðn­ar að­stæð­ur en ekki efni­við­ur í heila sýn­ingu. Leikstíll­inn sem virð­ist vera bendl­að­ur við þessa af­bygg­ingu er oft­ar en ekki á kald­hæðnu eða snið­ugu nót­un­um, líkt og leik­ar­arn­ir séu alltaf að svið­setja sjálfa sig frem­ur en að svið­setja merk­ing­ar­bært efni. Slík nálg­un er af­skap­lega þreyt­andi og sjálf­hverf.

Sýn­ing­ar og hug­mynda­fræði­legt inni­hald þeirra verð­ur að rækta, þróa og svið­setja þannig að ein­hver nýr skiln­ing­ur blómstri hjá áhorf­end­um úti í sal.

Sam­starfs­verk­efni stóru leik­hús­anna geta ver­ið frá­bært stökk­bretti fyr­ir ungt sviðslista­fólk en stuðn­ing­ur verð­ur að vera bæði í formi tæki­færa og reglu­verks. In­somnia vek­ur upp fá­ar sp­urn­ing­ar, fyr­ir ut­an kannski af hverju þessu verk­efni var ýtt úr vör til að byrja með, og enn færri svör.

Leik­hóp­ur­inn ger­ir sitt til að ýta þess­ari orð­asúpu í ein­hvers kon­ar far­veg.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.