Verk fyr­ir þá sem vilja muna um hvað líf­ið snýst

Leik­rit­ið Rejúníon eft­ir Sóleyju Ómars­dótt­ur hag­fræð­ing ger­ist í ís­lensk­um sam­tíma og varp­ar ljósi á barneign­ir, sam­bönd og sam­fé­lagspressu. Frum­sýn­ing er í Tjarn­ar­bíói ann­að kvöld.

Fréttablaðið - - MENNING - [email protected]­bla­did.is

Júlía er ekta ís­lensk of­ur­kona sem gef­ur sig 110% í allt sem hún tek­ur sér fyr­ir hend­ur. Hún er eft­ir­sótt­ur ferla­fræð­ing­ur með eig­ið ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki en nýtt hlut­verk henn­ar í líf­inu hef­ur reynst henni krefj­andi – móð­ur­hlut­verk­ið. Í stað þess að horf­ast í augu við erf­ið­leika sem fylgja nýja líf­inu tap­ar hún sér í ferla­grein­ingu, bolla­köku­bakstri og í hlut­verki sínu sem Snapchat­stjarna. Þeg­ar óumflýj­an­leg­ar breyt­ing­ar vofa yf­ir hjá fjöl­skyld­unni, reyn­ir hún að end­ur­nýja tengsl­in við æsku­vinu­konu sína. Sam­an ætla þær að skipu­leggja grunn­skólarejún­íon ald­ar­inn­ar.

Þannig er efni hins nýja leik­verks Rejúníon lýst. Það er eft­ir Sóleyju Ómars­dótt­ur hag­fræð­ing og verð­ur frum­sýnt í Tjarn­ar­bíói ann­að kvöld.

„Ég tel marga geta tengt við þessa sögu, í henni er ekki bara drama held­ur líka kímni og feg­urð,“seg­ir Harpa Fönn Sig­ur­jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar og höf­und­ur hljóð­heims. Hún seg­ir hand­rits­drög Sóleyj­ar hafa rat­að í hend­ur eig­in­manns síns, Árna Kristjáns­son­ar, er hann var leið­bein­andi á rit­list­ar­nám­skeið. Ég komst í þau líka og þau heill­uðu okk­ur bæði. „Í fyrsta lagi er Sóley rosa­lega flott­ur og hnytt­inn penni. Svo var ég ólétt svo efn­ið tal­aði beint til okk­ar og við sáum á þeim fáu sen­um sem við feng­um að þarna var vel skrif­að og gott efni sem aldrei hafði rat­að á ís­lenskt leik­svið. Það kveikti í okk­ur og við vor­um allt sumar­ið í fyrra að full­vinna hand­rit­ið með Sóleyju, þar til að ég fæddi, þann 1. októ­ber, sama dag og við skil­uð­um inn um­sókn um lista­manna­laun. Þetta var flott með­ganga og við upp­skár­um styrk sem gerði þetta verk­efni að veru­leika.“

Þó að fæð­ing­ar­þung­lyndi sé út­gangspunkt­ur­inn í verk­inu seg­ir Harpa Fönn það ekki síst fjalla um um vináttu og ástar­sam­bönd para, bæði dá­sam­leg­ar stund­ir og erf­ið­leika sem koma upp þar. „Svo er þetta líka um nostal­g­íu. Því eins og nafn verks­ins gef­ur til kynna þá snýst verk­ið um end­ur­fundi, 20 ára grunn­skólarejún­íón,“minn­ir hún á og bæt­ir við. „Þetta er verk fyr­ir þá sem vilja finna fyr­ir líf­inu og muna um hvað það snýst.“

MYND/JULIETTE ROWLAND

Sól­veig og Sara Martí í hlut­verk­um sín­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.