Stallone dreg­ur fram kalda­stríðs­hansk­ana

Hne­fa­leika­mynd­in Creed 2 verð­ur frum­sýnd á Íslandi á föstu­dag. Er hér í raun um átt­undu Rocky-mynd­ina að ræða enda er Sylvester Stallone eink­ar lag­ið að halda líf­inu í sín­um bestu gull­gæs­um.

Fréttablaðið - - BÍÓ - Thor­ar­[email protected]­bla­did.is

Fjöru­tíu og tvö ár eru lið­in síð­an Sylvester Stallone lagði drög að heims­yf­ir­ráð­um sín­um með þeirri prýð­is­góðu mynd Rocky. Mynd­in var ansi hrá og raun­sæ­is­leg saga ungs og held­ur treg­gáf­aðs hand­rukk­ara sem vann í slát­ur­húsi þar sem hann lumbr­aði á kjötskrokk­um og lét sig dreyma um glæsta sigra sem hne­fa­leik­ari.

Tæki­fær­ið kom þeg­ar hann fékk óvænt að skora á ríkj­andi heims­meist­ara, Apollo Creed, og standa uppi í hár­inu á hon­um í all­nokkr­ar lot­ur. Mynd­in sló í gegn og Stallone hélt áfram að rekja sögu Rocky í Rocky II 1979. Sú mynd var í svip­uð­um stíl en með Rocky III skipti Stallone um gír og stráði 80s-glimmeri og glassúr yf­ir Rocky í sann­kall­aðri glans­mynd.

Glamúr Rocky

Í Rocky III missti Rocky þjálf­ar­ann sinn, Mickey, sem sá bráð­skemmti­legi Bur­gess Meredith lék með til­þrif­um. Ráð­villt­ur og nið­ur­brot­inn vissi Rocky vart í hvorn fót­inn hann átti að stíga fyrr en hans forni fjandi, Apollo Creed, gaf sig fram og bauðst til þess að þjálfa hann og koma aft­ur á lapp­irn­ar.

Glamúr­sýn­ing­in hélt áfram í Rocky 4 1985 en þá var Stallone kom­inn í mik­inn kalda­stríðs­ham og byrj­að­ur að djöfl­ast með vél­byss- una sem Ram­bó í hinum sögu­lega vin­sæla mynda­bálk­in­um sín­um. Þetta sama ár skrapp Ram­bó ein­mitt að­eins til Víet­nam, sall­aði nið­ur vonda Sov­ét­menn og klár­aði eig­in­lega einn síns liðs stríð­ið sem hann hafði tap­að með fé­lög­um sín­um í banda­ríska hern­um á ár­um áð­ur.

Stallone lét stór­veld­in einnig mæt­ast í Rocky 4 þar sem sov­éska hne­fa­leikatröll­ið Iv­an Drago tók sig til og ein­fald­lega drap Apollo, vin Rockys, í hringn­um með einu fjall­þungu rot­höggi.

Rocky gat illa sætt sig við þetta og ákvað að leita hefnda í hringn­um og skora Drago á hólm. Á með­an Drago æf­ir sín þungu högg í há­tækni­þjálf­un­ar­búð­um leit­ar Rocky hins veg­ar upp­run­ans og æf­ir einn af kappi í af­skekkt­um bjálka­kofa. Og ekki þarf að spyrja að leiks­lok­um þar sem ill­menni fá alltaf mak­leg mála­gjöld í Stallone-mynd­um.

Eft­ir sex Rocky-mynd­ir skaut sú hug­mynd upp koll­in­um að halda áfram að spinna sög­una en nú með áherslu á son Apol­los, Adon­is Creed, sem vita­skuld nýt­ur leið­sagn­ar og þjálf­un­ar gömlu og lúnu goð­sagn­ar­inn­ar Rocky Bal­boa.

Þetta reynd­ist al­veg bráð­snjallt og Creed frá 2015 er sallafín boxmynd, vand­lega og hár­rétt hrærð­ur til­finn­inga­graut­ur sem fá­ir kunna bet­ur að malla en ein­mitt Stallone.

Michael B. Jor­d­an skil­aði Creed yngri með mikl­um glæsi­brag og Stallone stóð vit­an­lega fyr­ir sínu sem Rocky. Jor­d­an er síð­an í milli­tíð­inni orð­inn stór­stjarna, sló al­ger­lega í gegn sem ill­menn­ið Kill­mon­g­er í Mar­vel-snilld­inni Black Pant­her og hef­ur ver­ið aus­inn lofi fyr­ir Creed 2.

Stallone er með putt­ana í hand­rit­inu að þessu sinni og tromm­ar hér upp með það snilld­ar­bragð að leiða þá Iv­an Drago og Rocky sam­an á nýj­an leik. Þeir standa þó ut­an hrings­ins núna en Rocky að baki Adon­is og Iv­an að baki son­ar síns, Vikt­ors, sem hann þjálf­ar.

Ekki þarf að spyrja að drama­tík­inni þeg­ar son­ur manns­ins sem Iv­an drap í hringn­um mæt­ir syni bana­manns­ins með Rocky á kant­in­um. Dolph Lund­gren end­ur­tek­ur leik­inn sem Iv­an en hann hef­ur lát­ið hafa eft­ir sér að hann hefði aldrei tek­ið það í mál að leika Drago aft­ur ef hann hefði enn átt að vera ein­hliða skúrk­ur.

Iv­an er sjálfsagt enn ótta­leg­ur skítalabbi en Lund­gren er sátt­ur þar sem per­són­unni var gef­in dýpt og það eru víst ein­hverj­ar sál­fræði­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því að sov­éski dauðrot­ar­inn er eins og hann er.

Kunn­ug­leg staða í hringn­um. Creed mæt­ir Drago á ný og sem fyrr er sá rúss­neski tröll en sá stutti á harma að hefna.

Rocky horf­ist í augu við Iv­an Drago á ný. Báð­ir mega muna fíf­il sinn fegri.

Kalda stríð­ið kom­ið í hring­inn. Rocky mæt­ir högg­þunga Sov­ét­tröll­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.